Þjóðólfur - 25.09.1918, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 25.09.1918, Blaðsíða 4
112 ÞJOÐOLFUR Arni Eiríksson. Ts: 265. | Ileildsiilii - SmáHiilii. j Ph. 277. Vefuaðarvörur, Prjónavörur mjög íjölbreyttar. Saumavélar með hraðhjóli og verksmiðju- ábyrgð til 10 ára. Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. Þvotta- og lireinlætisvörur, beztar og ódýrastar. Sænskir Primusar, primusliausar og nálar. Gosdrykkja og aldinsafagerðin ,SAN1TAS‘ í Reykjavík mælir með vörum sinum. Notar að eins ný aldini og beztu efni. Alt vatn er dauðhreinsað og jafnan gætt hins mesta hreinlætis í hvívetna. Gliðm. Bjðrnson, landlæknir, er eftirlitsmaður. Spyrjist fyrir um verð og biðjið um sýnishorn. Vatnsaflið vinnur fyrir Sími 404. bændur landsins. Símnefni: Álafoss. Klæða verksmið j an „Álafoss11 hefir þá ánægju að geta tilkynt sínum heiðruðu viðskiftavinum, að hún heldur áfram að vinna ■ fullum gangi, og getur tekið á móti afskaplega miklu af ull til vinnu í lopa, plötn og band, fyrir 1 æ g r i vinnulaun en tiltölulega nokkur önnur vinna fæst unnin hér á landi. Bændur! Uað borgar sig eigi að nota handaflið til að kemba. Látið Álafoss gera það — þér sparið stórfé með því. Allar upplýsingar viðvíkjandi flutningum o. fl. fást hjá umboðs- mönnum vorum. Sendið því ull yðar strax til Afgreiöslu verlismld|unnar á Laugaveg 34, Reykjavík. Klæðaverksmiðjan „Álafoss", Rvík. Har\ri er útbreiddasta vikublaðið. iii. Samband við aðrar jarðstjörnur, þ. e. a. s. vit- verur á öðrum jarðstjörnum, er svo fjarri því að vera óhugsandi, að það er algengt. Það á sér til að mynda stað á hverjum miðilfundi (andatrúarfundi). Það er eigi einungis, að á slíkum fundum tali ver- ur á öðrum hnöttum fyrir munn miðilsins, heldur ber það við, að þær geta framleitt á fundinum ein- hvern svip eða líkingu af sjálfum sér. Öndungar halda, að slíkt séu sálir framliðinna, sem um stund geti tekið á sig líkama, fyrir einhvern sérstakan kraft miðilsins. En margir hafa þózt vissir um, að þessir líkamningar séu ekki annað en miðlarnir sjálfir, eða þá um skynvillur að ræða, eða jafnvel lygar fundarmanna. Nú mun þó sú skoðun vera að fá meira og meira fylgi, að verur þær sem hér ræðir um, hafi í raun og veru komið fram á mið- ilfundum. Enda er sannast að segja ekkert vitur- legt að vantreysta eins og gert hefir verið, vitnis- burði jafn framúrskarandi visindamanns einsog Crookes er, sem vandlega hefir rannsakað líkamn- inginn »Katie King« og ýmsa þá fyrirburði sem á miðilfundum gerast. En af því mun eg segja nokkuð í annari ritgerð. IV. Að þessu sinni er það »egyptski« jötuninn sem erkidjákninn Colley er til frásagnar um, sem minst skal á. Frásögn Colleys er þannig, að sá sem hefir náð dálitlum skilningi á þessum eínum, sér að hún er ekki tilbúningur. »Andi« þessi var 80 þuml. á hæð (enska) og aflið eftir því. Mahedi kallaði 4 jötuninn sig og kunni ekki ensku nema stundum. Mahedi er mjög likt Mahdi, en svo nefna Múha- medstrúarmenn Messías sinn, sem þeir hafa verið að búast við stundum. Mahedi minnir líka á orð- ið Mahatma, meistarana sem guðspekimenn (þeó.- sofar) hafa svo mikinn átrúnað á. Menn skilji mig ekki svo sem eg sé að segja að það sé sama orð- ið. En eg hygg, að þar sem þessir Mahatmas eru, sé um samskonar fyrirburði að ræða: líkamningar eða hamfarir þeirra, sem heima eiga á öðrum hnetti. Hefi eg enga trú á þvi, að »meistarar« þess- ir eigi heima í HimalayafjöIIum, eins og ýmsir ætla. Má hér minna á hvernig Grikldr hugðu um tíma, að Zeus og fleiri guðir ættu heima á fjallinu Olympos i Þessalíu. Hér ræðir um skylda hluti. En það mun sýna sig, að það kemur af vanþekk- ingu þegar menn ímynda sér að »meistararnir« (og guðir fornmanna) séu ekki annað en hugar- burður. Það má sýna, að »meistararnir« (fyrirburð- ir eins og t. a. m. sá sem stofnandi guðspekisfé- lagsins H. S. Olcott segir frá í sínum mjög svo merkilegu endurminningum Old Diary Leaves, I bls. 379—80), eru miðilfyrirburðir, alveg eins og það sem menn telja líkamninga framlið- inna. Og í fornöld voru samskonar fyrirburðir skýrðir á enn annan hátt. Þá sögðu menn að þess- konar líkamningar væru guðir sem kæmu niður á jörðina. Herodot segir (I, cap. 182) að prestarnir við hið mikla hof Baals í Babylon (það var 1200 fet á hvern veg) hafi sagt sér að guðinn Baal birt- ist stundum í herbergi hofgyðjunnar; og að slíkt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.