Þjóðólfur - 25.09.1918, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 25.09.1918, Blaðsíða 3
ÞJÖÐOLFUR 111 eins og Þjóðverjar komust að þessu, urðu þeir auðvitað ösku- vondir og æptu upp yfir sig um svik og undirferli brezkra sjómanna. Þýzku stjórnarblöðin gerðu sér heldur en eigj mat úr þessu „Ba- ralong“-„morðmáli“ og fleiru þess háttar. Hvort heidur það hefir verið af því að Þjóðverjum hafa þótt þessi dularbúnu skip of hepp- in á „veiðum" eða ekki, þá er það einkennilegt að allar umkvart- anir af þeirra hálfu hættu alger- lega í ársbyrjun 1917. Er það og sérkenni á þýzkum hugsunarhætti, —- að í öllum þeim skiftum, sem þeir þóttust hafa orðið hart úti fyrir skipum þessum, gátu þeir aldrei um það — að kafbáturinn var ætíð fyrri til að hefja árás eða lejta á brezku skipip. Og eins og brezku stjórninni fórust orð einhvern tíma í opinberri yfiriýs- ingu, teija Þjóðverjar sjálfum sór leyfilegar allskonar brellur og bekkni í hernaði, en þá verður það alt „gagnstætt alþjóðalögum og venju“, ef mótstöðumenn þeirra bregða þess háttar fyrir sig. Þegar tímar liðu fram, var einn- ig farið að smíða sérstök skip til þessa eingöngu, og margt af hug- viti gert til þess að fækka kaf- bátum Þjóðverja, bæði af foringj- um skipa þessara og öðrum. Frh. Kaupendur biaðsins, sem ekki hafa enn greitt andvirði yfir- standandi árg., svo og þeir er skulda fyrir eldri árg., eru vin- samlegast beðnir að greiða það hið fyrsta. Loftskeyti. Berlin 9. sept. (að kvöldi). Beggja megin við veginn milli Peronne og Cambrai hafa ný áhiáup Breta strandað. Annars ekkert nýtt við borið annarsstaðar á or- ustuvöllunum. Paris 11. sept. kl. 0,05. Milli Somme og Oise hafa Frakk- ar aukið framsóknina þrátt fyrir ákaft viðnám Þjóðverja. Frakkar hafa farið fram hjá Hinacourt og hrundið gagnáhlaupum Þjóðverja við Essigny le Grand. Orustur hafa magnast við veginn frá Fóre til Saint-Quentin. Frakkar hafa tekið Travecy-þorpið. Fyrir sunn- an Oise hafa þeir hrundið mörg- um gagnáhlaupum í grendinni við l’Affaux. í Yogesafjöllum hefir tveim áhlaupum Þjóðverja verið hrundið. Opinber skýrsla Bandaríkjanna 11. sept. kl. 0,05. Að undanteknum stórskotaliðs- orustum í Lothringen og í Yogesa- fjöllum, var kyrt í gær i geirum þeim, er hersveitir Bandaríkjanna hafa tekið. Berlin 10. sept. (að kvöldij. Sunnan við veginn milli Per- onne og Cambrai var nýjum áhlaup- um Breta hrundið. Sömuleiðis smá-áhlaupum Frakka beggja megin við veginn frá Ham til St. Quentin. Barist hér og hvar við Ailette. Wien 10. sept. (að kvöldi). Njósnarstarfsemi vor er að auk- ast víða á vígstöðvum ítala. Berlin 11 sept. (að kvöldi). í dag var kyrt á vígstöðvunum. Paris 12. sept. kl. 0,05. Gagnáhlaup Þjóðverja fyrir suð- austan Roupy, hefir verið brotið á bak aftur. Frakkar hafa tekið fanga og hríðskotabyssur. í grendinni við l’Affaux og Celles-sur-Aisne, reyndu Þjóðverj- ar sex sinnum í nótt sem leið og í gærdag að sækja á. hinar nýju stöðvar vorar, en öllum áhlaup- þeirra var hrundið. Frakkar tóku 150 fanga. Opinber skýrsla Bandaríkjanna í sigursælum áhlaupum vorum í Lothringen höfum vér brotist inn í skotgrafir óvinanna., gert þeim manntjón og tekið af þeim- fanga. Að öðru leyti engin mark- verð tíðindi. Paris 13. sept. kl. 0,05. Fyrir vestan Saint-Quentin hafa sameinaðar hersveitir Frakka og Breta sótt fram alla leið að veg- inum frá Holnon til Savy. Her Bandaríkjanna réðist í gær inn í 'nágrennið við Saint-Mihiel. Er nú betri aðstaða til hernaðarfram- kvæmda. Berlin 12. sept. (að kvöldi). Milli vega þeirra, er liggja frá Arras og Peronne til Cambrai, hafa ný áhlaup Breta strandað. Mílli Maas og Mosel, réöu Frakkar og Bandaríkjamenn á fleyglínuna við St. Mihiel. Orust- ur halda þar áfram. Opinber skýrsla Bandaríkjanna 13. sept. kl. 0,05. I gærmorgun unnu hersveitir vorar állmjög á í geiranum við Saint-Mihiel. Brutu þœr með að- stoð Frakkahers á lak aftur við- nám övinanna og sóttu sumstað- ar 5 mílur beint fram. Tók- um vér 8000 fanga. Hernaðar- framkvæmdum vorum miðar stöð- ugt áfram. Skrijstoja og ajgreiðsia þjóðótjs er í Hafnarstræti 16 (niðri). Op- in virka daga kl. 1—4 e. h. Par er auglýsingum veitt móttaka og þangað eru menn beðnir að snúa sér með alt sem blaðið áhrærir. keyptar hæsta verði (hvor tegund fyrir sig) í V0ruhúsinu. DACSERÚN kemur út á laugardögum, og er að jafnaði 4 síður aðra vikuna en 2 hina. Árg. kostar 3,00. kr. ogborgist fyrir- fram. Afgreiðsla og innheimta á Frakka- Stíg 12. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Magnús Björnsson. Prentsmiðjan Gutenberg. íslendinga, þeirra sem til greina geta komið fyrir aldurs sakir, muni vera andatrúarmenn (spiritislar) eða heldur ballast að þeirri trú. Eiga því ritgerðir, sem eitthvað snerta það mál, erindi til mjög margra. Og ef það gæti tekist að laga eitthvað hugmyndir manna um þau efni, eða þó að ekki væri nema Iosa um einhverja ranga ímyndun, þá er ekki til einskis að verið. Yel veit eg að það væri stórum auðveldara að skrifa eftir þvi sem miljónir trúa víðsvegar um lönd, heldur en talta á málunum eins og hér er gert; en sannleikanum og hinum einlæga vilja til sannleiks, fylgir nokkur kraftur, og þar mun koma, að menn sjá að hér er verið að vinna þeim til gagns, og ekki verið á neinum hjátrúarvegum (eins og mótstöðumenn öndunga, antispiritistar) mundu halda), og heldur ekki stefnt að því að svifta menn voninni um hinn mikla sigur, eins og andatrúarmönnum mundi hætta við að ímynda sér. Hér er blátt áfram verið að halda í áttina til vísinda; og því vitrari sem lesendur mínir eru og betur mentaðir, þvi fyrr munu þeir sjá að satt er sagt. Og fljótséð er það, að hér er á ekki einskisverðan hátt verið að vinna að íslenzku sjálfstæði; því að sú þjóð sem ekki hefir forustu á neinu svæði mannlegrar hugsunar, getur ekki orðið í sannleika sjálfstæð, hvað sem í lögum segir. Mætti vel af mannkynssögunni sýna, hvernig það er einn versti farartálminn á fram- sóknarleið þjóðanna, að þekkja ekki, eða lítilsvirða sina spámenn, og þá sem meiri eru en spámenn, nefnilega vísindamenn. Og háskinn úr þessari átt er því meiri sem þjóðin er smærri. Hið mikla samband. Það seru púsundir miljóna hafa haldið vera líf i anda- heimi eða goðheimi, er lifið á öðrum hnöttum. Pessi hugs- un sem segja má með svo fám orðum, verður upphaf meiri breytinga til batnaðar á högum mannkynsins, en orðið hafa um allar aldir áður. I. Meðal verðlauna, sem visindafélagið franska hefir til umráða, eru ein heitin þeim sem tækist að koma á sambandi við aðrar jarðstjörnur. Verðlaunin eru 100,000 frankar, og nafn stofnandans Pierre Guz- man. Það mjög eftírtektarverða ákvæði er í verð- launaskilyrðunum, að sambandið verði að vera við einhverja aðra jarðstjörnu en Mars. Margt fleira mætti telja en þetta, er sýnir, að það er ekkert viturlegt, að halda, einsog margir gera, að það komi af einhverri bilun á viti þegar minst er á samband við aðrar jarðstjörnur. II. Það mun ekki vera of mikið sagt, að s/* hlutar

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.