Þjóðólfur


Þjóðólfur - 16.09.1919, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 16.09.1919, Qupperneq 1
I 66. árgaugur. Pjáðóífur er vjkubla.6 og kostar ár- gangurinn 3 krónur, er greið- ist fyrir iok hvers árs. Afgreiðsla blaösins verður fyrst um sinn í Haga í Sandvíkurhreppi. Auglýsingar, sem eiga að birtast í blaðinu, sendist þangað. Kaupendur Þjóðólfs og lesendur eru beðnir velvirðingar á því, hve seinlega hefir gengið að i.oma blaðinu út í sumar. Þetta er alt því að kenna, að prent smiðja blaðsins hefir altaf verið í iamasessi, meira og minna, bilað hvað eftir annað og þvi ómögulegt, að prenta. Er nú vonast til að prentsiniðjan komist í lag, svo að blaðið geti komið út með þeirri skipun sem því var ætluð. Þau blöð, sem þegar hafa verið prentuð, hefir eigi þótt taka að senda út meðan vanséð var hvern enda þetta hefði. Af þessum ástæðum komasenni lega færri blöð út á þessu ári en ætlað var, og því þykir sjáifsagt að breyta verði árgangsins, sem áður var ákveðið 5 kr., færa það niður í 3 krónur. Að lokum skal þess getið, að áður en langt um líður ætlar blaðið til bragðbætis að flytja lesendum sínum ýmiskonar þjóð- legan fróðleik og alþýðuvísur. Hefir blaðið þar úr miklu að moða og mun reynt. að vanda valið eftir föngum. Haga, 16. scptcmber 1919. í». tðlublað. Embættið og maðurinn. Á alþingi er deilt um, hvort, stofnað skuli nýttt embætti fyrir íslenskan mann, er hafi aðsetur 1 Kaupmannahöfn og gæti hagsmuua vorra og álits hjá Dönum og öðrum Norðurlandaþjóðum. í fæðingunni eða fyrir hana er þessi tilvonandi embæt.tismaður nefndur rnörgum nöfnum eins og börn af konungaættum, — sendi- herra, tildurherra, legáti, erindreki og einkverju fleiru, sem eg man ekkí, alt eftir því í hvaða tón hann er ávarpaður, eða róttara sagt, hvaða viðtökur menn ætla að veita honum. Þeir. sem hugsa á heldrimanna vísu, ákveða, áður en barnið f^ðist, að það skuli sett til menta, svo að það geti háfíiið uppi sóma ættarinnar á sínum tíma og haldið sig til jafns við aðra, sem eru af göfugum foreldr- um, og vilja láta það heita sendi- herra. Sumir líta svo á, að af því að foreldrarnir sóu fremur fátæk, muni litlar líkur vera til þess, að þau fái haldið sveininum — ef það þá verður piltur — til þess vegs ! og virðingar, að svona ríkmannlegt nafn verði til annars en athláturs, þótt það í. sjálfu sér yrði afnisbarn. Eti sakleysingjarnir verða svo ott að gjalda foreldranna og út af sendiherra nafninu eru skæðar tungur farnar að kalla vonina í þessu barni tildurherra. Á líkan hátt er iegáta nafnið til orðið. Pað eiu bara háðglósur í gaið heldra fólksins, sem að . barninu stendur. Alvörugeftúr menn og hóglátir vilja hins vegar hlífa öllum við þeiin óhöppum og álitshnekki, sem bæði hégóma- dekur og háð getur haft á smæl- ingjana og þess vegna, telja þeir skylduverk, að hverjum manni og hverju starfi só valið það nafn, er eigi þurfi að hafa að spotti hvernig sem úr rætist. Því finst þeim erindreka nafnið fara betur íslend ingi en herra-heitið með þeim stórmenskubrag sem þeim herra- dómi yrði að fyigja. Þannig er því í rauninni varið. Menn hugsa mjög misjafnlega til þessa nýja embættis og velja þeim sem þar á að sitja nafn eftir því; — til iofdýrðar, háðs eða hófs og búnota. Og svo virðist sem þeir er með mál þetta fara, þingið og undirmeðvitund þess, málgögn flokksbrotanna sem þar eigast við, taki fremur einstrengingslega í málið, sitt á hvern veg. Ýmist er um of litið á formhliðina, svo að alt geti lif.ið eins ríkmannlega út og ríki sæmi. Það nægi ekki minna en heill sendiherra, maður sem sé sendiherra komi fram, hver svo sem hann só, hvað svo sem hann eigi að gera og hverjum hæfileikuin sem hann só búinn, það liggur á milli hluta. Þeir er þannig hugsa álíta það nurlaraskap, að telja eftir nokkurnvegin rífiegt fó handa slíkum sendiherra. Það verði aö gera hann út sóma vors vegna sem fullvalda ríkis, Danir séu búnir að senda hingað annan slíkan, o. s. frv. Af þessu tæi virðist öHl röksemdaleiðslan hjá þeim, ei ætla oss að stássa sem hina. í’essi glysgirni sumra þinginanua hefir svo orðið til þess, að margir hafa algeilega veist á móti því, að embættið yrði stofnað, — að minsta kosti ef það á að verða ^Daily dfíail Over Seas (Weekly) Edition J' R q cT i m & s Weekly Edition útvegar VIÐSKIFTAFÉLAGÍÐ Reykjarík. með þessu sniði; — Það muni kosta ógrynni fjár, en þó ails ekki svo miklu fé til að dreifa., að fátæktin skíni ekki í gegn. I’etta verði tildurherra, alt eins líklegur til skaða og skammar eins og nokkurs gagns, auk þess sem embættið verði haft að stór bitlingi og engu öðru. Við höfum reynsluiia fyrir okkur um hina fyrri legáta, abr. sendingarnar vestur og Bjarna áður fyrri, og fleira þessu likt segja þeir sem viija málið feigt , eins og það horfir við. Það munu aftur einhverjir vera, sem vilja að málið fái framgang, en alt só betur sniðið eftir vexti en sendiherramennirnir ráð* geri. Þar á meðal sé heppilegra að velja hversdagslegra nafn, t. d. erindreki; á hann muni ekki leggjast þær kvaðir um ríkisbrag sem sendiherrann, og aðalstarfið ætti að vera það, að greiða fyrir viðskiftum íslendinga á Norður- löndum, útvega góðan markað o. s. frv. fremur en hitt, að reyna að hafa í fulln tré við aðra sendi- herra og þannig að „representera" á hæstu stöðum. Þjóðólfur getur best felt sig við Landnámabók. Erlndl á Álfnskeiði 17. ág. 1919. Ef tir séra Mar/nús Helgason skólastjóra. —’— (Frh.) Pá þykir mér það ekki smáræðis fagnaðarefni, sem þessi bók sýnir okkur, að forfeðnr okkar eru fyrstu eigendur þessa lands. Ættjörð okkar hefir aldrei verið eign nokkurrar annarar þjóðar en sjálfra okkar. íslendingai hafa ekki hrifsað hana með ofbeldi og herskildi af öðrum eldri eigendum. Á eignariétti okkar hvílir engiu blóðskuld, eins og flestra annara þjóða. Pvi helgari og dýrmætari finst mór hann, og því innilegri og fölskvalausari finst mér að ættjarðarást okkar megi vora. Þá þykir mér ekki lítið til koma að fræðast af Landnámu um örnefnin okkar. Þau eru heill fjársjóður, dýrmætur fyrir sögu, ungu og þjóðfr æði, en lítt kann- aður enn. Sum örnefnin okkai eru hrein og bein listasmíði, stundum heil lýsing í einu orði, og eins og sérstakur hugblær vakni við eintómt, nafnið. Við þurfum ekki annað en heyra nöfn eins og Hokla, Tindastóll og Herðubreið, tii þess að við sjáum í huganutn svjpinn, og mór finst eg sjá, hvernig Glóðafeykir hofir skautað sér meb heldur en ekki háreistum og kvikum faldi af noiðurljósa flogagulli, þegar hann var skírður. Manni hlær hugur við Bláhyl, eins og við sól og sumri, en stendur geigur af Myrkhyl, eins og dauðs mannsgröf. „Fjallið eina“ finst mér sveipað í alt hið ein- manaloga þunglyndi íslenskra ör- æfa, svo að mér liggur við að fara að kenna í brjósti um það. önnur eru eins og sögubrot, hálf- kveðin vísa, sem hleypa ímynd- unaraflinu á fiug. Slíkra þarf ekki langt að leita: Við stöndum á Álfaskeiði, höfum Borgarás á aðra hönd, en Virkishamar á hina og og Skinnhúfuklett að baki. — Landnáma hefir feikna fróðleik að geyma um örnefni, hvenær og af hverju þau eru gefin. — Eg get ekki skilið, að nokkur só svo sofandi, að hann hafi ekki gaman af aé lesa um landnámið í átthögum sínum og fá þar vitneskju um örnefni kuim og kær. Það er verkefni handa ungmennafélögun- um að safna örnefnum hvert í sínum átthögum. Þá er ekki ófróðlegt að skygnast inn í hug landnáinsmanna, þegar þeir kveðja ættjörð sína Norveg og taka nýja hér. Auðvitað er skapið eins margvisiegt, og menn- ir-nir eru margir. Oft fara þeir með gremju og vígahug, hry^ggir og reiðir, reknir af löndum, neyddir til að forðá Ilfi sínu, og hlær þá ekki hugur við landinu nýja, allra sí-st, þegar þeir koma seint og verða að sætta sig við útskaga, en eru ættaðir úr bestu héruðum Norvegs. Svo var um Önund tréföt; hann var ættaður af Hörðalandi og Upplöndum, þar sém fegurst er og landkostir bestir; hefir látið frændur og vini, föður- loifð sína og fótinn annan, og verður svo hér að sætta sig við kuldalegt Iand og harkalegt á Ströndum norður. Hann hefir látið eftir sig vísu, er sýnir inn í hug hans og efalaust margra fleiri. Þó að ekki sé neitt kjökurhljóð í röddinni, þá er gremja beisk í orðunum: „Hefk land ok fjöl frænda -- flýt, en hitt er nýjask — Kröpp eru kaup, ef hreppik — Kaldbak, en læt akra.“ Sama lýsir sér glögt í svari mannsins, er hann kvað vísuna til. „Margr hefir svá mikils mist í Norvegi,* segir hann, „at menn fá þess eigi bætr.“ En stundum kveður líka við annan tón. Hallsteinn, sonur Þengils í Höfða við Eyjafjörð, sputði lát föður síns á leið frá Norvegi. Hann kvað, er hann sigldi inn Eyjafjörð og sá heim: „Drúpir Höfði — dauður er Þengill — hlæja hlíðar — við Hallsteini." Honum er létt um

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.