Þjóðólfur - 18.10.1919, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 18.10.1919, Blaðsíða 3
Þjoðolfur 23 I. C. Pedersen heíir ætíð fyrirligg'jandi uýtillbúið: gerpúlver í bréfum og lausri vigt. Eggjaduft, sem er á við 6 egg. Sitrondropa. Vanilledropa. Mðndludropa. Krydd allskonar í bréfum. Sodapulver. Lyfjavörur: Álún. Boráx. Kolodium. Glycerin. Heftiplástur. Flugnalím. Magnesia. Kamilluté. Kúmen. Einiber. Vaselin o. fl. Meltingar- og styrkjandi iyf: Barnamél. Agernkacao. Maltsaft. J.ýsi. Hunang o. fl. Sóttvarnarlyf: Klórkalk. Kreolin. Lysol. Blývatn. o. fl. — Hóstalyf: Lakríslíkjór. Mentholtöblur. Montreuxpastillur. Terpinoltablettur. Sen Sen. Tyggegumi o. fl. Hreinlætisvörur: Tannpasta. Coldcream. Varasmyrsl. Kolodonia. Arnicinglycerin. Hárspiritus. Eau de Cologne. Frönsk ilmvötn. Handsápui o. fl. Hjúkrunarvörur: Gumiléreft. Bomull. Sjúkrabindi. Kviöslitsbindi. Slcolunaváhöld. Hitamælar. Greiður. Svampar. Sprautur. Tannburslar o. fl. Tekniskar vörur: Brennisteinssýra. Saltsýra. Salmiakspiritus. Brennisteinn. Talcum. Viöarkvoöa. Schellak. Krlt. Gips. Linolía. Bæs. Terpentinolia. Suðuspiritus o. fl. — Sadol, aesti pólitúr á húsgögn, hljóðfæri, ramma o. þ. h. ltatin: Besta rottuoitur; drepur aðeins rottur og mýs. Einnig: Suðusúkkulaði. Atsúkkulaði. Konfect. Brjóstsykur. Piparmintur. At af bestu tegund. Lit í pökkum til xj2 og 1 punds. — Málningarvörur allskonar. Pensla af öllum stærðum. Níðursoðið, svo sem: Leverpotej. Kjötbollur. Fiskibollur. Soya. o. fl. Skósvertu. Fitusvertu. Ofnsvertu. Fægiefni. Bláma. — Flugnanet. Kraftskurepulver o. fl. o. fl. Munntóbak. Vindlar. Cigarfcttur og Reyktóbak. =E= Kaupmenn! Spyrjið um verðið. EE=E Pantanir afgreiddar um hæl. EEEEE Talsími nr. 10. ==:E greiðar samgöngur og siglingar nægi ekki til að koma versluninni í gott horf. Fyrsta skilyrðið sé samheldni héraðanna og réltur skilningur á því, hvert stefna skuli í verslunarmálum. Sundrung og samtakaleysi á þessu sviði eigi síður en annarstaðar, sé það skerið sem helst vill stranda á. Allir hafa þessir menn mikið til síns máls, hvev með sinn uipbóta- vilja. En inér og sjálfsagt mörgum öðrum finst, að til þess að koma versluninni austanfjalls í la.g, nægi ekkert af því, sem nefnt var, eitt útaf fyrir sig, hvort sem það hoitiv járnbraut, höfn eða verslunarsam- heldni. Til þess að vel sé, þarf það alt í sameiningu. Eins og líflð sjálft og æfikjörin eru margþætt og margvísleg og evfltt að leggja framtíðarveginn með einni bend- ingu, #r óhugsandi að ráða fram úr jafn umfangsmiklum málum og hér er um að ræða moð nokkru einstöku, ákveðnu verki eða ákvöð- inni skoðun án athafna, og án þess að hvað grípi inn i annað í sam- ræmi hvað við annað. — Eg vil til dæmis nefna það, að þótt hin langþráða járnbraut til Reykjavíkur væri komin á — og hún er auð- vitað höfuð nauðsynin — er engan veginn þar með sagt að verslunai;- fyrirkomulagið breyttist til batn aðar að öðru leyti en því, sem skiftir mjög miklu, að flytja mætti afurðir og aðdrætti til markaðs- staðar, án þeirra vandræða og káks, sem nú er við að búa. En verslunin austanfjalls gæti, eftir sem áður, verið í þúsurid molum, niðursetuverslun hjá ótal milliiiðum suður í Reykjavik, og gæti þvi farið svo, að kaupmenn og kaup félög hór eystra yrðu, eftir sem áður, að lifa á undanrennunæring, en rjóminn færi suður til milliliða og í höfnina þar. Járnbrautin er mjög æskiieg, en við megum ekki dáleiða sjálfa okkur með því, að hún sé það eina nauðsynlega. Þegar stóru áveiturnar komast á, og aðrar vonir um íramtíð þessara sveita rætast, verður þörf á fleiri en einni leið. Eins og jái nbrautin frá framleiðslusveitunum til Reykjavíkur er nauðsynleg til þess, að fullnægja viðskiftaþörfum höfuðstaðarins, sem gerist all þurftafrekur, vevður eigi síður nauðsynlegt að bæta höfn eða hafnir ausfanfjalls og koma á góðum samgöngum þaðan og upp um héraðið. Það liggur opið fyrir, að siglingaleíð og lending frá sjávarströndinni austanfjall er skil- yrði fyrir því, að hínar miklu framleiðslusveitir geti vænst, þess, að lifa sinu lífi í framtíðinni, verslað sjálfar við útlönd, án þess að þurfa „passa“ frá Rvík o. s. frv. og þannig notið eðlilegra sambanda, er til útlendrar verslunar kæmi, auk þess sem það er lífsskilyrði fyrir þá er stunda sjóinn frá voiði- stöðvunum hór eystra að fá lend- ingarbætur og ættu þær ástæður að geta gert góðan herslumun. En til þess að Árnesingar og Rangæingar geti gert sér vonir um heillavænlega vorslun í framtíðinni, mega þeir eigi iáta sér nægja að krefjast samgöngubótanna einna saman. Menn verða að láta sór skiijast það, að „vort lán býr í oss sjálfum" og að ián þessara héraða er mikið undir þvi komið, jafnt i verslunarmálum som öðru, að fólkið taki höndum saman til að hrinda þeim verkum á stað, sem mest iiggur á. Eins og hver er sínum hnútum kunnugastur, svo vita þeir betur sem hér búa, en aðvífandi menn, hvar skörinn kreppir mest. Og að trúa mikið á ókunnuga menn, ef þeir eru upp- dubbaðir, en lítið á sjáifan sig, er einkenni andlegs undiriægjuskapar. Pess vegna eigmn við sjálflr að hugsa um nauðsynjamálin, ræða þau og rita um þau f héraðsblaðið. Og með því, er hér hefir verið sagt vildi eg reyna að beina athygii manna að versluninni, sem er mörgum áhyggjuefni og þarf bráðra endurbóta við. Og hvaða leiðir sem inenn vilja benda á til þessara endurbóta, hljóta allir hér austan- fjalis að vera á eitt sáttir um það, að auk þess að keppa saman að greiðri, úlfbúðarlausri og fi iálsii verslun — því frjáls þarf verslunin að veva — sé takmarkið einnig það, að láta ekki aðra fleyta allan rjómann ofan af og sitja sjáifur eftir með undamennuna, en til þess þarf bæði starf og samheldni. Bátur tersj á fiugTivliavatni. Tveir menn drukna. ----V- Miðvikudaginn 1. október fórust, í Þingvallavatni Guðbjörn Gíslason bóndi í Hagavík og Eyjóifur Sig- urðsson frá Púfu í Ö^vesi. Hafði um mo;guninn vorið besta veður og allir umhverfis vatnið róið til þess að vitja urn murtunet, en upp úr hádeginu gerði norðanrok og urðu sumir naumt fyrir. Þó bafði Guðbjörn heitinn verið búi.nn að lenda og losn, en farið út afiur í byrjun roksins. Yita menn ögeria hvernig slysið heflr að höndum borið, en bátinn rak að latidi maunlausan. Lík Guðbjarnar fanst, fljótlega og vav það skamt undan landi. En lík Eyjóifs heflr enn ekki fundist, þrátt fyrir raikla leit. Guðbjörn hoitinn var ættaður úr Mosfellssveit, sonur Gísla, er lengi bjó í Miðdal, mesti dugnaðar og efniisbóndi. Lætur hann eftir sig ekkju og tvö börn. Eyjólfur heitinn var nýkominn að Hagavík, ráðinmþar haustmaður yfir veiðitiraann. Myndar piltur nálægt tvítugu. Yelskotnar Hrágœslr, allar tegundir, handa Náttúrusafni íslands, kaupir P. Jíielsen Eyrarbakka. — / Best af öllum bóksaiinn borgar ykkur frimerkin, gangið því í Göt’hús inn, Guðmundur er kaupandinn. Mannalát. Hinn 28. ðgúst s. i. andaðist á heimiii sínu, Reynifelli á Rangár- vöilurn, Jónas Árnason bóndi þar. Fæddur á Reyuifelli 31. okt. 1860. Hann var kvæntur Sigríði Helga- dóttur frá, Árbæ. Eru 5 börn þeirra hjóna á lífi, þar á meðal Helgi, er stundar nám við háskólann. — Jónas heitinn á Reynifelli þótti besti drengur og var merkisbóndi. Dáin er og fyrir skömmu húsfrú Jórunn Halldórsdóttir, kona Jóns Gunnlaugssonar bónda í Skálholti, en sonardóttir Jóns Árnasonar dbrm. í Forlákshöfn. Ung kona og efnileg. Frambjóðcndur í Arnessýslu. Auk þeirra Eiríks Einarssonar og Porleifs Guðmundssonar, sem nefndir eru A öðrum stað í biaðinu, bjóða sig fram fosteinn f’órarinsson á Dmmboddsstöðum og Sigurður Siguvðsson, ráðunautur 1 Reykjavík. Bankaútikúið á Selfossi er nú komið í sjálfsábúð. Er stofnunin nú flutt í nýbygt hús, er bankinn iét reisa í sumar, norðan við flutninga- brautina, nokkur hundiuð faðma austur frá Ölfusárbrúnni. Byggingin er væn að viðum og rúmgóð, tví- lyft, að grunnmáii um 14X24 álm Kjallari er undir öllu húsinu og er prentsmiðja Fjóðóifs núfluttþangað. Hefir flutningurinn frá Haga í þetta sinn valdið drætti á útkomu blaðsins

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.