Lanztíðindi - 07.01.1850, Blaðsíða 1
LANZTIÐINDt.
1§5 O*
t. Ár. 7. Janisar. 9.
Snndiirlansar Imgmyndir,
um stjórnarskipun hjer á landi eptirleiöis.
II.
3>a& er aöalkostur á sjerhverri stjórnar-
skipun, að stjórnarábyrgðin sje skýlaus og að
það sje auðgengið fyrir þjóðina að hverjuin
þeim, er hefur stjórnarathöfn á hendi; því
einsog þjóðin þá á hægra með að lagfæra
það, sem henni kann að þykja ábótavant, eins
er það líka ómissandi hvöt fyrir þann, sem
stjórnar, að vita sig eiga að standa þjóðfjelag-
inu reikningsskap af gjörðuin sínum; eða með
öðrum orðum: það er ómiss.andi, að ábyrgðin
sje persónuleg, og að hver fái lof eða last
fyrir sínar gjörðir, en ekki annara. En slik
persónuleg ábyrgð truílast, þegar stjórnin er
feingin nefnd manna i hendur, sem allir eiga
að vinna að sama verki, þvíað þá verður ein-
um ekki kennt um fremur en öðrum, þó útaf
beri og leiðir þá þaraf, annaðhvort að ábyrgð-
in verður þýðíngarlaus og ekki nema.að nafn-
inu til, eða að öllum stjórnarnefndarmönnum
verður að vikja frá í einu, þegar svo ber und-
ir, og er hvorttveggja slæmt. . Jó ekki væri
nú annað en þetta, þá væri það mjög ísjár-
vert að stofna íjelagsstjórn lijer í landi og ó-
mögulegt mundi það verða hjer að láta þess-
háttar stjórn fylgja verulega ábyrgð og þó
henni væri boðið að gjöra alþíngi grein fyrir
gjörðum sínum, kæmi það fyrir alls ekki, sök-
um erfiðleika þeirra, sem hjer yrðu á því að
reka alla stjórnarnefndina frá i senn, þar eð
við höfum htiorki það mannval, að fengnir
yrðu jafnmargir menn aptur í stað hirma, sem
væru færir um að takast þessháttar störf á
hendur, nje heldur bæri landið af þvi að skipta
opt um stjórnendur, eða eiga á hættu, hvern-
ig ókenndir rnenn reyndust. En það væri ekki
einúngis óforsjállegt, heldur einnig í sjálfu sjer
ránglátt, að sleppa þeim úr stjórnarnefndinni,
sem duglegastir væru, um leið og hinum ó-
riýtari, og hæglega gæti það að borið, að dug-
legasti maðurinn yrði þar svo borinn ofurliði
með atkvæðafjölda, að hann í einhverju mik-
ilvægu málefni fengi ekki vilja sínum fram-
komið. Úr þessu verður heldur ekki bætt með
því að aðskilja ábyrgð fjelagsstjórnarinnar
með ágreiníngs atkvæðum, þegar nefndarmenn
yrðu ekki á eitt sáttir, þvíað það mundi
vekja sífelt sundurlyruli í stjórninni, leiða
hana til ofmikillar varkárni og draga afl úr
ölluin framkvæmdum hennar. Ábyrgðarleysi
er því, að vorri ætlan, óumflýanlegur föru-
nautur Qelagsstjórnar hjerílandi; en þarsem
ábyrgðarleysið er, þar er hlutdrægninni rudd-
ur vegur, og það því heldur, þegar slík stjórti
væri hjer innan lanz og stjórnarnefndarmenn
ættu jafnan einhverja vini og vandamenn, sem
þeir vildu koma fram eða gjöra eitthvað fyr-
ir; er þá vant að vera svo, að liver hliðrar til
við annann til þess að fá það aptur endur-
goldið á sama liátt. Eða mundi vera síður
hætt við þessu hjer en annarstaðar þar sem slík
stjórriarsamvinna hefur átt heima? það er að
vísu satt, að meðan danska stjórnin var fje-
lagsstjórn og í gamla horfinu, mun henni þó
sjaldan hafa verið brugðið um, að hún gjörði
okkur ▼ísvitandi rángt til; en þetta kom af
því, að hana dróg ekkert til þess, og við vór-
um svo fjærstaddir henni; en við þessu yrðu
ekki reystar skorður, ef ábyrgðarlaus Qelags-
stjórn kæmist á í landinu sjálfu. I fjelags-
stjórn er það líka vant að fara svo, að þeir
sem af náttúrunni eru latir, verða afskipta-
lausir og hliðra sjer hjá öllum störfum, svo
að allur þúnginn leggst á einstaka menn, sem
þeir, eftilvill, ekki fá undir risið og má nærri
geta, að það muni skekkja og lama stjórnina.
Jaraðauk er lángtum hægra fyrir fjelagsstjórn
að hafa þau áhrif á alþíngi, sem hún vill og fá