Lanztíðindi - 07.01.1850, Blaðsíða 2
34
það til að samþykkja gjörðir sínar, en fegar stjórninni
er skipt eptir málefnum og sinn hefur hverja stjórnar-
grein á hendi; af jtrí að allir í fjelagsstjórninni starfa
að sama verki, f>á hlýtur j>eim öllum að vera jafn um-
hugað um að fá alþingi til að leggja samþykt sína á
samvinnu þeirra og leggjast því allir á eitt í þessu
efni; kann þeím þá heldur að takast að skipta þing-
mönnuin með sjer til að fá þá á sitt mál, en þegar
hver einstakur eptir hinu stjórnarforminu á í höggi við
allann þingheim, sem hann getur ekki látið sjer koma
til hugar að leiða eða lokka. Jtað verður hjer ekki talið
Qelagsstjórn tíl gyldis, að málin verði þá vandlegar
skoðað og rædd en ella, því að bæði er það, að eng-
inn á að takast lanzstjórn á hendur, sem er ófær til
þess, og líka getur hann alltað einu ráðfært sig við
hina stjórnendurna, þegar eitthvert vandamál kemur
fyrir, þó hann einn bafi ábyrgð þess á hendi, einsog
þó þeir hefðu hana sameginlega. er Cle*
lagsstjórn þurfi ekki nema eina skrifstofu og að það
verði kostnaðarminna fyrir landið, en að láta hvern
stjórnenda hafa skrifara sjerilagi; en þó er það aðgætandi,
að þessi eina skrifstofa þyrfti að vera þeim mun stærri,
þegar öll stjórnarmálefni lanzins kæmu saman á einn
stað, og þaraðauk þyrfti þá að setja mann yfir skrif-
stofuna, sem hefði meiri laun en skrifararnir, svo þessi
tilhögun yrði ekki kostnaðarminni, heldur, ef til vill,
kostnaðarmeiri og þvi eins í þessu sem öðru tilliti
verri fyrir landið.
Jiað væri lika kynlegt fyrir okkur að taka það
stjórnarform upp, sem nú er allagt íDanmörku einsog
annarstaðar þar sein stjórnarhót er komin á og væri
þá nokkru nær að una við þá stjórnarskipun sem nú
■er, en að hverfa aptur til hins forna og úrelta, þvíað
það væri ekki framför, heldur apturför.
---------•«<-----------
Siðan alþingi var slitið 1847, eru frá stjórninni út
komin þessi lagahoð og reglugjörðir viðvíkjandi Islandi:
1. Tilskipan frá 27. mai 1848 uin nýan jarðadýrleika
á Islandi.
2. Reglugjörð fyrir þá menn, sem meta eiga jarðir á
Islandi, til þess að nýr dýrleiki verði á þær lagð-
ur; 1. sept. 1848.
3. Reglugjörð fyrir þá menn, er ransaka eiga jarða-
virðíngu þá, er gjöra skal til ad koma á þær ný-
um dýrleika; 1. sept. 1848.
4. Regluhrjef handa sýslumönnunum á Islandi rið hið
nýa mat fasteignanna þar í landi; 1. sept. 1848.
5. Opið hrjefö. júlí 1848, um kostnað þann erleiðiraf
kjöri alþíngismanna framv. o. 11.
6. Opið brjef, s. d. nm breyting á þeim tiina, sein á
íslandi þarf til að eignast sveit, eptir 6. grein. í
reglug. 8. janúar 1834.
7. Opið brjef, 1S júli 1848, um það, bvernig endur-
gjalda skuli hiniim konúngl. jarðahókarsjóð alþing-
iskostnaðinn og önnur þar viðriðin útgjöld.
8. Erindishrjef dómsmála stjórnarherrans til hreppstjór-
anna (viðvikjandi alþíngiskostnaðinum) 18. júli 1848.
9. Opið brjef um brevting á fyrirkomulagi spítalanna
og læknaskipun á Islandi; 23. ágúst 1848.
10. Tilskipan 20. júní 1S49 um veiði á islandi.
11. Lög utn kosningar til þjóðfundar þess á Islandi, sem
heitið er í konúngsbrjefi 23. sept. 1848; 28. sept. 1849.
---------------------
Um verzlim og fiskiveiðar.
(eptir C. F. Siemsen kaupmann)
I.
Áðuren vjer áræðum að láta í Ijósi álit vort um
▼erzlunina — sem mun vera frábrugðið hugsunnm og
eptirvæntingum almennings hjerðlandif — ætluni vjer
að koina ineð nokkrar skýrslur og athugaseindir um
fiskiveiðar og fiskiverzlun.
Fiskurinn er ekki einúngis merki Islanz í rikismerki
Danmerkur, heldur er liann einnig merkilegasta varan,
sein llutt er út úr landinu og „einkum er það hann, sem
margir ætla, að muni hækka í verði, þegar hin svo
kaliaða frjálsa verzlan kemst á“.
Af þorska kyninu (gadus) eru ýmsar tegundir til
og þykir misjafnt til þeirra koma i verzlaninni. Norð-
urálfu þorskurinn *) (g. callarias) lieldur til all-
staðar í norður höfunum, milli 50—70° n. hr. Hann er
öðrum fiskitegundum fremri að gæðum þegar húið er
að verka hann, en það er ekki önnur eins óvenjuleg
mergð til af honuin og vestnrálfu þorskinum; hann er
vanur að gánga hjer á hverju ári og kallast austan-
gaungu fiskur. Af honum fæst árlega í norðurálfu
höfunum hjerumhil 40—50 þúsundir þúsunda. Vest-
urálfu þorskurinn (Cahliau. g. morrhua) lieldur til
við vesturstrandir þessa megin lanz, einkum undir La-
bradór, Nýafúndlandi og Grænlandi og er þar fjarsk-
inn allur til af honum. Jess< öskur er stærri, fcitari
og styttri en liinn fyrrtaldi, en bragðverri; og gengur
liann lielzt inná víkur og voga þar sem kyrrt er fyrir
og hafrót minnst; en því er verr ogmiður, að þetta er
óvíða lijer við land þó það sje vogskorið; liann kall-
ast hjcr vestangaungu fiskur eða neta fisknr
af þvi að það er skjaldan á vorin, að liann verði veidd-
ur á liandfæri; gengurhann hjer með höppum og glöpp-
um og fer aptnr undireins og veður gjörir eða sjórok.
Af neta fiski fást árlega 300 þúsundir þúsunda !). I
f) j)ó ritgjörð þessi kunni, ef til vill, að hafa aðra skoðun á frjálsri verzlun en látin er í Ijósi hjerað framan
bls. 14 — 16, höfum vjer þó aunganvegin viljað synja henni inntöku í blaðið, þviað bæði er hún svo fróðleg, að
vjer kunnuin herra Siemsen þökk fyrir hana og lika er það sjerhverju málefni til útskýríngar, að það sje skoðað
á alla vegu, munuin vjer og síðar gjöra einhverja athugasemd við ritgjörðina, þegar búið er að prenta liana alla,
ef þess þykir viðþurfa. Ritst.
') I inörgum náttúrufræðum er blandað saman g. callarias og morrhua. >) Kormak segir, að 200 millíónir
sjeu veiddar á capelina beitu; 100 milliónir á smokkfisks beitu; og 100 millíónir í netum á síldar og isu beitu;
í allt 400 millíónir. Oken. VI. B. bls. 158.