Lanztíðindi - 01.11.1850, Blaðsíða 1

Lanztíðindi - 01.11.1850, Blaðsíða 1
LAIVZTÍÐmDI. 18 5 0» 2. Ár 1. Hoveinber. 89. og 30. ( A ð s e n t.) Um, neitunarvald konungs. Jijóftóliur liefur nú látið yður í ljósi Islend- ingar! álit sitt á Höfundi ritgjörðar |>eirrar, um neitunarvald konungs, sem prentuð er í Undirbúningsblaðinu til þjóðíundarinsaðsumri. Álit Jjóð. á Höf. er þetta: „Mjer finnst í skoðun Höf. (sumsje á neitunarvaldinu) ein- liver óveruleg hæverska, sem vill láta nafnið ráða meir en nytsemina og einhver ófrjálsleg hollusta við einveldið gamla, sem ekki vill vinna það til að rýra konungstignina, þó það sje til þess að efla þjóðheillina*. Jótt Höf. þyki nú dómur þessi um sig bæði ófagur á- litum og í sjálfum sjer ólögmætur, aí því liann er einungis sagður en ekki sannaður, þá finnur hann enga ástæðu til, hvorki að af- saka sig fyrir áburði þessum við yður, nje yrðastút af honum við 3?jóð.; því hann ætlar að sjer eða yður ríði það á engu, hvort Jjóð. kallar Höf. ófrjálslyndan konungsþræl eða frjálslyndan föðurlandsvin. En llöf er svo mikill ættjarðarvinur, að hann álítur það skyldu sína, að vara bæði yður og 5jóð. við ófrelsi því, sem hætt er við að 3>jóð., leiddur af blindri tilfinningu og sannarlega þvert á móti vilja sínum, leiði »yfir Islendinga, með ástæð- um sínum fyrir skoðun sinni á neitunarvald- inu. Álit íjóð. á neitunarvaldinu er í fámorð- um þetta: »Jað er hættulaust þó konungur hafi algjört neitunarvald í Danmörku, því hann þorir ekki að neita neinu því, semlvík- isfundurinn samþykkir. Að Höf. sje núþjóð. samdóma í þessu, hefur hann áður sýnt í Undirhúningsblaðinu, þarsem hann leiddi rök að þvi, að hverjum þeim konungi, sem áann- að borð hefði takmarkað vald sitt, yrði ó- mögulegt að stjórna þjóðinni, nemahanngæti sannfært hana um að stjórn hans væri skyn- söm og góð. En það er líka álit 3?jóð., að það sje nauðsynlegt fyrir ísland að konungur liafi hjer að eins frestandi neitunarvald. Á- stæðurnar fyrir þessu áliti hans 3>jóð., eru svona: „Jað mundi hæglega geta komið fyrir, að fyrst að konungur stjórnarbæði yfir Dan- mörku og Islandi, að hann þá í þeim málefn- um, þar sem hagsmunum beggja þjóðanna lendir saman, freistaðist til að líta fremur á það, sem sú þjóðin vill, er hann situr ávalt hjá, heldur en hitt hvað hollast er Islandi, sem er i 300 mílna fjærlægð“. Jótt Island væri nú ekki nema 3 mílur frá konungshöll- inni, þá niundi Höf. vera^jóð. öldungis sam- dóma í því, að það væru öll líkindi til, að konungur Ijéti aö óskum Dana, en neitaði óskum Islendinga, þegar óskir þeirra væru svo gagnstæöar, að umtalsverðan hag eða ó- hag annarahvorra væri að tefla, og er Höf. þessu því fremur samdóma, sem liann er áður orðinn sáttur við jþjóð. um það, að það sje í ranninni ómögulegt fyrir konung að neita því, sem Ríkisfundurinn í Danmörku vill, eða játa því, er hann vill ekki; og hefur Höf. einmitt bent á þetta í Undirbúningsblaðinu; því þó hann segi þar: „að það sje bæði órjettvístog ósaniigjarnt, að ranglátri og ósanngjarnri kröfu Dana verði framgengt Islandi í óhag“, þá er það enganvegin af því, að hann ætli að konungur geti með neitunarvaldi sínuneitt Dani til að sýna Islendingum rjettvisi og sann- girni í þeim málum, sein þeir eiga annars samvinnu og samneyti í á annað borð, held- ur eru þessi líkindi einungis byggð á þeirri mannúðlegu tilgátu Höf., að Danir láti sann- færast af skynsömum og sanngjörnum ástæð- uin bæði konungs, íslendinga sjálfra og hinna skynsömuog sanngjörnu manna meðal sjálfra

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.