Lanztíðindi - 01.11.1850, Page 2
136
(Aðsent).
Ur brjefi frá Kaupmannah 'ófn.
Jað er bágt raeð skólamálið, en samdóma
er jeg f>jer i því, að Egilsen ætti ekki að fara
frá og skil jeg ekki betur, en að hann megi
geta komið öllu í gott lag þegar nú eru komn-
ir 3 úngir kennarar með honum; en það ríður
á, að allir málsmetandi menn styrki líka að
því, að hann geti haldizt við, enda sje jeg
heldur ekki, hvað menn hugsa að vinnameð
þvíað setja hann frá skólanum. Ekki fá menn
betri kennara en hann, þvi síður annan eins
snillíng í svo mörgum hlutum .... Jað er
ófært að kasta svona burtu mönnum á bezta
aldri og jeg liefi mikið á móti af> svipta Egil-
sen skólanum eða skólann honum, því jeg
er hræddur um, að ávinníngur verði þar við
einginn og víst er það, að hetra er að reyna
til að styrkja hann með því að fá honum
næga kennara, en að láta bytna] á honum það
sem ekki er honuni að kenna.
Yjer getum bætt því við brjefið, að síð-
an skólinn var settur 1. dag. f. m. hefur þar
allt farið fram með beztu reglu.
iSvar lil r Lanztíðitidanna~ um fluföa-hvalin
3>að eru til margir þrætugjarnir menn, sem
höfða mál út úr litlu efni og halda því fram
til hins ýtrasta, en þegar hæstirjettur er búinn
að gjöra út ummálið, láta flestir sjer það lynda.
Lanztíðindin hætta ekki við svo búið; þar hefir
höf. nokkur, sem einkennir sig 3 + 12, tekiö
fyrir sig að ryfja upp á ný hvalrekamál sjera
Benedikts á Hólum, sem þegar er útkljáð
fyrir mörgum áruin i hæstarjetti, og að koma
fram með lánga harmatölu urn missi sjera
Benedikts á hvalspikinu, og ber hann um leið
útgefendum nýrra Eélagsrita á brýn, að þeir
hafi annaðhvort ekki haft vit eða ekki vilja
til að segja satt og rjett frá málsástæöum.
Hvað nú þetta snertir, þá er höf. í Félagsrit-
unum að vísu ekki minna ætlandi, en að harin
ffeti, þegar hann hefir dómsskjölin fyrirsjer,
hermt rjett eptir þeim aðalatriði málsins, en
ekki þurfti hann að seilastl til að halla mál-
inu á prófastinn, ]ró henn hefði verið honum íll-
viljaður, — sem ekki var,því hann er hon-
um að öllu ókunnugur, — þar honum inátti
nægja, að próf. hafði algjörlega tapað málinu
við hæstarjett, af hverjum ástæðum, sem var.
En nú er eptir að sýna, hvort höfundurinn
hefur sagt, svo skakkt frá málinu, eins og
Lanztiöindin herma. Jað er að vísu satt, að
próf. i fyrstu byggði mál sitt. jeinkum á því
tvennu: 1, að rekarjettur undir Höfða landi
hafi veriö kominn undir Hólakyrkju, áður en
Höfði varð stólsjörð, vegna þess hann er
talinn með í rekaskrá kyrkjunnar frá 1374,
en jörðin varð stólsjörð 1388; og 2, að Hóla-
kyrkja og Hólastóll hafi verið sitt hvað. En
þegar sönnunin fyrir því, að rekinn hefði
verið svoleiðis undir kominn, var brotin,
eptir að afsalsbrjefið frá 1377 var komið
fram, og eptir að bæði málsflutníngsmaður
kaupmanns Havsteins í hjeraði og undirdóm-
arinn (sem höf. vill gjöra tortryggilegan, af
því hann var danskur inaður, þó hann sjeal-
þekktur að dugnaði og rjettsýni) höfðu leiðt
ómótmælanleg rök að þvi, að kyrkja og stóll
hefði verið eitt, þá sáu málsflutníngsmenn
próf. við yfirrjettinn og hæstarjett, að ekki
mundi hlýða að halda þessu fram, þeir tóku
þá upp það ráð, sem tiltækilegast var og sú
eina vörn í málinu, að reyna að sanna, að
rekarjetturinn . hefði yfirhöfuð verið sjerstök
eiffn kyrkjunnar, að skilinn frá landi stóls-
jarðanna, og því ekki seldur með þeim við
jarða uppboðið 1802, og ætti hann því fram-
vegis að fylgja kyrkjunni. Jetta var grund-
völlur málsins af hálfu prófasts við 'hæsta-
rjett, og nú má spyrja: hvort það sje rángt,
semíFélagsritunum stendur, „aðsjeraBenedikt
liafi þókst eiga tilkall til reka á Höfða landi
veffna pess að jörðin hafði áður verið stóls-
eign, og.að því hafi verið farið fram af lians
hálfu, að dómkyrkjan cða hann sjálfur setn
eigandi hennar, œtti tilkall til reka á peim
jörðum, er áður höfðu legið undir Hólastól.“
En nú heppnaðist það ekki málsfærslumönn-
um prófastsins, að sanna þetta atriði nægi-
lega og fjell fyrir þá sök málið á sjera Bene-
dikt. Svona er þráðurinn í máiinu, en það
á ekki við á þessum stað, og er líka óþarfi,
að gánga inn á efnið sjálft, eins og heldur
ekki rúmið í Félagsritunum Ieyfir að rekja
allan þann lánga. málsaðdraganda í öðru eins
máli og þessu, lieldur að eins að skýra frá
þeim aðalatvikum og ástæðum, sem einkum
koma til greina við úrslit málsins.