Lanztíðindi - 12.11.1850, Blaðsíða 2

Lanztíðindi - 12.11.1850, Blaðsíða 2
130 • völclum skáldmælum, ámóta miklum og tvær boekur eptir Hómer. J>egar reynt er úr grísku, skal eins og í latínunni, spyrja um helztu atriðin úr bókmenntasögu Grikkja og öðrum forn- frœðum þeirra. 6, í ebresku skal að eins reyna lærisveina í málfrœði þessarar tungu, og láta þá leggja út grein í {jví, sem lesiö hefur verið með þeim í skólanum, en það má eigi vera minna, en 40 kapitular i fyrstu bók Moísesar, og þar að auki einhver annar kafli, sem sje jafnmikill og 15 sálmar Daviðs. 7, í guðfroeði skal prófið að eins vera munn- legt; skal reyna lærisveina í því, sem lesið hefur verið með þeim í skóla, svo og í bifliusögu, en hún skal þó eigi vera nein sjerstök prófgrein, og í nýja-testa- mentinu á grísku; verður að lesa eitt- liverthinna stoerriguðspjalla, eða (>á Mark- úsar - guðspjall og svo sem tvö brjef. 8, I sagnafrœði og 9, í landafroeði skal prófið að eins vera munnlegt. 10, I talnafrœði er prófið tvöfalt, bæði skrif- legt, með þvi að láta lærisveiua leysa eitthvert verkefni, sem fyrir þá er lagt, og líka munnlegt. 11, I rúmmálsfrœði skal einnig reyna læri- sveina bæði skriflega, með því að fá læri- sveinum eitthvert verkefni til að leysa, og líka munnlega, og skal þá einnig reyna þá í því, sem lesið hefur verið með þeim í stjörnufrœði og hirini stoerða- legu landafroeði. Jannig skal spyrja úr stœrðafrœðinni, að sjá megi, að hve miklu Ieyti þeir, sein eru miður lagnir á þessa vísindagrein, og hafa eigi getað numið hina síðustu og torskildustu kafla af öllu saman, hafi náð þekkingu á hinum hlutunum og festu í þeim, og eiga þeir þá að geta staðizt prófið, enda þótt þeir fái lægri einkunn. 12, í eðlisfroeði og 13, í náttúrusögu skal reyna lærisveina að eins munnlega. 12. grein. Burtfararprófinu skal skipt í tvo hluti, og skal halda fyrri hluta þess, þegar læri- sveinar fara úr 3. bekk upp í 4. bekk, í þeim fjórum greinum, sem sagt er í 4. grein að fullkenndar eigi að vera í þessum bekk, þ. e. dönsku, þýzku, landafroeöi og náttúru- sögu, en síðari lilutann, þegar lærisveinar hafa verið liinn ákveðna tíma í 4. bekk í hinuin 9 vísindagreinunum, sem kenna á í þeim bekk, þ. e. íslenzku, latínu, grísku, ebresku, trúarfrœði, sagnafroeði talnafroeði, stcerðafrœði og eölisfrœði. (Framhaldið .síSar). ( A cí s e ii í.) í>ú segir, að það sje ekki kynja, þó íþjóðólfi þyki vatnsbragð að Lanztíðindunum, því að hann sje sjálfur smekklaus og þyki ekki neitt til neins koma nerna smekkleys- anna úr sjálfum sjer; þú segir, það sje eins og þe,gar blindur maður dæmi um lit að heyra jijóðólf leggja dóm á ritgjörðir; þú segir, að hann hafi heitið því að fræða alþýðu, en flest af því sein í honum sje, miði til þess að spilla smekk liennar með allra handa ó- þrifa rugli ogsje ekki til annars en að vekja úlfbúð og flokkadrátt i mannlegu fjelagi; þú segir, að þó taki .steininn úr síðan Búrhildur koin til hans ög hann fjekk þessa nýu þyrla, því síðan hafi flautirriar stórum vesnað bjá lionum og margt annað þessu líkt, segir þú um jþjóðólf eða þjóðálf eins og þú kallar hann. 3?að getur verið, að nokkuö sje bæft í þessu sem þú segir, en .þú ættir þó að var- ast að láta nokkurn mann heyra það; því ef jþjóðólfur frjettir það, setur hann þig p.ðar í gapastokkinn; hvað beldurðu bonum vérði fyrir því? bonum, sem ferðast þrjú hundruð niílur til að færa andgkotanum úr sjer ruglið — eins og hann svo hnittilega hefur sagt í Hlj óðólfi — og beimtar ríkisdal fyrir hverja mílu af sjálfu stiptinu — bonum, sem ýmist verður að „gæruskinni í túngiiriu“ eöa „veður jörðina upp að knjám með Pjetri rússakeis- ara“; honum, sem rekur íslendíriga einsog áburðarhesta á undan sjer og segir: áfram lestin íslendingar! , og þá hlaupa þeir hver sem betur má með fírimarkið í vasanum uppá skrifstofu Jjjóðólfs; hættu þjer ekkií þennan ósjó góðurinn miiin! liafðu heldur annaðráð; berðu þig að smjaðra þig upp við 3>jóðólf

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.