Lanztíðindi - 15.05.1851, Blaðsíða 7

Lanztíðindi - 15.05.1851, Blaðsíða 7
303 í þeim umsvifum, að jeg gekk ur þjónustu herra iníns, og gaf iiann mjer skotsilfur nokkuð, Ætlaði jeg þá að skoða heiminn enn um hríð á meian fjeð entist, og fór jeg nii suður í Frakkland. En skamma stund hafði jeg þar verið áður en breyting nokkur varð á fyrir mjer. fegar jeg var þar á ferð ekki lángt mjög frá Strasborg, þá lá leið mín yfir fjallendi eða heiði þá, er þar er allskamt frá, og jeg var að velta ein- hverju fyrir huga injer,, þá dvaldizt mjer ferðin fram undir kveld, svo nóttin datt á mig á heiðinni. Jeg Ijet það þó ekki á mjer festa og fór öruggur leiðar minn- ar. En er jeg hafði gengið svona um liríð, heyrði jeg skvaidur allmikið ogóhljóð skammt frá ínjer. Jeg gekk á hljóðið og hvataði mjer; því mjer þótti ómannlegt að vita ekki livað um var að vera. Sá jeg þá mann- þyrpíngu nokkra, sem var eitthvað að bjástra, og er jeg kom nær þeim, sá jeg að þeir voru að binda tvo menn, karlmann og kvennmann, en tveir menn láu þar dauðir hjá þeim. Jiegar þau, sem verið var að binda sáu mig, báðu þau mig að renna hið skjótasta til næsta bæjar og fá þaðan hjálp móti spillvirkjum þessum. Jeg sá, að sú hjálp mundi verða helzt í of sein, og spiil- villvirkjarnir voru 4. Jeg hugsaði þá, að nú væri færi að revna karlmeiinskuna, etf jeg hafði engi vopn nema staf þann, sem jeg hef enn með injer. Jeg snerj- ist þá að þeirn þegar og barði einn þeirra í rot i fyrsta höggi, en þá spruttu hinir 3 upp í móti mjer. Sóttu þeir að með kappi, en jeg varðist sem bezt jeg gat með stafnum og gátu þeir aldrei komið höggi á mig. Einn þeirra fjell og svo annar og lnnn þriðji og var jeg þá kominn að spreng af mæði. Settist jeg þá niður hjá bandíngjiinum, spretti af þeim fjötiunuin og talaði við þá. Mærin var úng og svo fögur að aldrei hafði jeg sjeð aðra jafn fríða iney. Hún var aiíhress og mátti vel mæta, en maðurinn var með litlu líli. Mær- in sagði nijer, að liann væri auðugur kaupmaður frá Stratsborg og væri hún einkadótlir lians. Ætluðum við til Parísarborgar, en þá rjeðust þessir ræningjar á oss. Hafa þeir lengi verið lijer á heiðínni og unn- ið mörgum manni mein, drepið suma en meitt suma, spjallað konur og rænt alla að fje, og voru þeir hver- vetna lialdnir ósigrandi söktim fjarskalegs atls síns og hreysti. Sagði hún því, að jeg skyldi koma með þeim til Strasborgar, og taka þar víð Inunum stórvirkis þessa. Á meðan hún talaði hafði jeg dreypt víni á föður hennar, svo Iiann hresslist bráðum; hann var litt sár en hafði örmagnast af lúa og mæði. jáegar við vorum mjög svo ferðhúin burtu lijeðan, heyrði jeg veikt mannahljóð skammt frá injer. Kom það frá ein- um þeirra löllnu, þcim, sem jeg hafði fyrst rotað. Við gengum til lians og lá hann mjög dauðvona og studdi höfðinu á vinstra lófa sjer en liægri hendina Imldi liann undir kápu sinni. Hann bað mig að unna sjer einnar stundar til að mæla nokkuð við mig, sem eng- inn mætti vita. Jiau mæðginin gengu þá nokkuð frá og settust þar niður, en jeg settist niður hjá hinum fallna. Hann tók þá svo lil orða: Jcg á of atutta stund ept- ir ólifaða til þess að geta iðrast allra íllverka minna, sem jeg er nú búinn að vinna í stigamannafiokki um 40 ára, og til þess að geta skriptast eins og kristnum manni ber að gjöra fvrir andlátið og| þegið syndafyr- irgefningu. Jeg hefi trúað á mátt nrinn og ineginn, og lifað eins og heiðingjar fornaldarinnar; því það var sú eina öld, sein injer þótti nokkur blómi í eða kjark- ur og sem mjer þótti verið hafa gróðrarstia allra lag- urra mannkosta og dygða, opt sór jeg það við goð mín, hiu óináttku, að þeim manni skyldi jeg að bana verða, sem á mjer ynni. Nú með því að þú ert orð- inn sigrari minn og 3 minna hraustu og triíu fjelaga svo enginn vor lifir eptir, þá hefur þú til mikils unn- ið hjá þeim eptirlifendu, og þú munt og fá lof og laun þeirra óinæld. Minnstn míii þá og láttu sýngja yfir mjer eina messu ár hvert. En jeg vil og arfleiða þig að fje voru stigamanna. Mikið af því og mest allt er það fólgið í jarðhúsi undir húsi þvi, sem vjer bjnggum i á heiðinni, og sein allir vita livar er, oger hella mikil undir hálmsænginni yfir munna jarðhússins. En nokkuð hef jeg og af gulli í |iúngi þeim, sem hjer er í vinstra kápuvasa inínuiii. Jiað vil jeg biðja þig að taka nú þegar, svo ekki verði það að bráð ónytjúng- um eða mannleysum, sen: kynnu að sjá lik mitt á leið eða týnist ella og fari i jörð niður. Að svo mæltu reis hann betur upp við olnboga, svo jeg ætti hægra nieð að ná púngnuin úr vasa lians. En hann lá á vas anum. Jeg laut þá niður, en í sama bili og jeg náðí utan um púnginn lagði hinn fallni morðkuta undir síðu mjer með hinni hægri hendi, og renndi af rifjuntim og niður á þykkvalær. Jeg snaraðíst undan laginuoghló þá svikarinn frarnan i mig einhverjum ónotalegum kalda- lilátri. Jeg spratt á fætur og rak liann i gegnj þegar með broddinum í stafnum inínum. Púnginiim hafði jeg náð og lijelt á honum í hendinni og fór til þeirra feð»- ina. Varjeg þá aiblóðugur og urðu þau lirædd mjög. Jeg sagði þeim hvernig allt befði farið. Hjálpuðii þau mjer nú að binda sár niitt svo vel, sem koslur var á, en jeg var sár injög. Að þvi btinu hjelldum við á stað til næsta bæjar. J>ar sögðum við tiðindin og livild- um okkur og hresstum, og bjelduin svo áfram lieiin til Strasborgar. Var okkur þar vel fagnað og sagði kaupmaðurinn, að jeg yrði hjá sjer þángað til jeg yrði 'gróinn sára minna. J>ar lá jeg þá eitt missiri í sár- tim, þvi þau grjeru seint og tóku sig aptur og aptur upp sökúm þess að morðkutínn hafði verið eitraður. J>að er nú ekki því að leyna, að frá þvi jeg sá Að- algunni, svo hjet kaupmannsdótturin, í böndumim, hafði jeg fengið pstarhug til hennar, og þessi ást fór vax- andi með degi hverjum þaðan i frá. Ilún var og opt hjá'mjer á meðan jeg lá í sárunum, og komst jeg þá svo lángt, að jeg birti lienni ást mina,' og tók hún þvi vel. Sagði hún mjer þá frá þvi, að faðir sinn hefði ætlað með sig til Parisar til þess að hún skyldi gipt- ast einhverju stórmenni þar; hún vissi ekki hverjum. En hún hjelt, að ef það væri min fyrsta bæn, sem jeg beiddi föður sinn Hm, þá er jeg kæmi á fætur, að 'jeg beiddí um sig, þá mundi hann ekki neita mjer því, þar sem jeg væri nú orðinn frægur mjög fyrir vígið á

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.