Bóndi - 19.04.1851, Síða 11
stafgólfi. jjegar [>eir reisa hús, sem eru óvanir eða ekki hafa
lært húsasmíði, þá verða þeir vandlega að gæta þess, að grind-
in sje hornrjett, allar stoðir standi lóðrjettar; aurstokkarnir,
lausholtin og bitarnir liggi allt vatnsflatt, sömuleiðis að sperr-
urnar standi þannig lóðrjett á bitunum, að þá menn hengja
snúru með lóði í niður af sperrubustinni, að snúran þá liggi
jafn þjett við bitan beggja vegar. Til þess að sjá nákvæm-
lega, að allt sje svo rjett sem lijer er um talað, þurfa menn ekki
annað en hormnát og lóðsnúru; því til þess að sjá hvort, t. a.
m. biti liggur vatnsflatur; þarf ekki annað en setja annan arm
hornmátsins á rönd á bitan, festa síðan lóðsnúrunni í gat það
er menn hafa á enda þess armsins, sem upp veit, og liengja
svo lóðið niður, sjá menn þá hvort snúran vill hallast á ann-
an hvorn vegin að neðan verðu. jþað er annars ekki síður
koniið undir því að grindin sje rjett, og vel sett saman, en und-
ir sterkleika viðanna, að húsið standi vel.
Stoðirnar eiga menn að tappa niður í aurstokkana og upp
í lausholtin; greipa bitana niður á lausholtin og tappa síðan
sperrurnar niður í hitana svo ekki þurfi að negla þær.
Allar stoðirnar eiga að standa 3 eða 4 þumlunga frá vegg;
og eiga síðan gættir þær, sem verða milli þils og veggja, að
standa opnar á sumrum, svo allur slagningur geti vel þornað
bæði úr viðum og veggjum; en undireins á haustin, áður en
frost konia, skulu gættirnar vandlega troðast upp, svo laugt
inn sem verður, með vel þurru reiðingstorfi eða þurrum mosa,
svo að sem minnstur kuldi komist inn á milli jiils og veggj-
ar, og það væri í rauninni bezt, yrði því við komið, að þjett-
fylla svo gættina að hún yrði loptlaus.
Að regnvatninu er svo gjarnt til aðhlaupa niður íveggina
og jafnvel líka inn á milli þils og veggjar kemur einkum til
af því, aö þegar bita Iiöfuðin ná ekki nema út á stoðirnar,
svo að sperrusætin eru rjett yfir stoöunum, þá verður risið
innar en veggjabrúnirnar, svo þakið leggst allt á veggina að
innanverðu, þar sem þakið og veggurinn mætist, verður þá
dæld, og hún því meiri sem veggurinn sigur meira að innan
undan þakþyngslunum, en að utanverðu þar sein ekkert ligg-
ur á honum. Niður um þessa dæld sígur nú vatnið ofan í vegg-
ina og jafnvel líka inn á milli þils og veggjar, og er auðsætt
hversu það bæði skemmir veggina og hleypir raka í húsin.
En til að koma með öllu í veg fyrir þetta, þá er auðsjeð, að