Ný tíðindi - 20.01.1852, Blaðsíða 4

Ný tíðindi - 20.01.1852, Blaðsíða 4
12 G j ö f. þess er getið, sem gjört er, segja menn, og svo ætti það að vera, þegar eitthvað er vel gjört. það er skylda manna að halda á lopti loflegum verkum, þeim til sóma, er þau vinna, og öðrum til eptirmyndar. 1 sumar, er var, sá jeg eptirrit af gjafabrjefi nokkru, er þá hafði verið lesið á Smiðjuhóls manntalsþingi í Mýra- sýslu, og mig minnir, að dagsett væri á nýársdag í fyrra. í brjefi þessu gaf hreppstjóri Jón Sigurðarson á Alpta- nesi hálfa jörðina Syðrahraundal Álptaneshrepp til ævarandi eignar; jörð sú er öll, eptir jarðatali Johnsens, 24 hnd. að dýrleika með 1 hnd. landskuld og 6 kúgildum, og má fullyrða, að jörð þessi er einhver með beztu landjörðum á Mýrum jafndýrum. Brjefið var mjög fallega samið, og kvaðst hreppstjórinn gefa gjöf þessa sveitarfjelagi því, er hann svo lengi hefði verið í, og hvar guð svo aðdáanlega hefði hlessað sig. Hreppsyóri Jón er án efa víða kunnur; hann er nú kominn á sjötugs aldur, er borinn og barnfæddur á Álptanesi á Mýrum, hefur búið allan sinn aldur á þess- ari «ignarjörð sinni, og grætt þar auð fjár; þegar hann var um tvítugs aldur, fór hann að búa, og varð þá undir eins hreppstjóri, hvað hann enn er; seinna varð hann og dannebrogsmaður. Af þessu er auðsjeð, að fyrtjeður hreppstjóri ekki hefur gefið gjöf þessa, til að sníkja sjer út með hcnni hjá stjórninni virðingartákn, því það hefur hann fyrir löngu öðlazt, heldur af sannri rækt við sveit sína, hverrar forstjóri hann svo lengi hefur vcrið, og af þakklátseini við guð, er þannig hef- urblessað hann; hver, sem og þekkir nokkuð til hans, mun álíta, að þessi gjöf hans sje ekki nema eptir öðru veglyndi hans og breytni á seinni árum. En hversu ólík cr ekki þessi aðfcrð margra annara? Margirverða auðmenn, en minnast þó ekki þannig fátækra; margir telja eptir hvert fiskvirðið, er þeir eiga að leggja til sveitar, og aldrei er það svo lítið, að þeim þó eigi þyki það ofmikið; fáir vilja nú vera lengur við hrcpp- stjórn, en þeir þurfa, þykir þeim staða sú ærið arg- söm og arðlaus; það er og víst um það, að ef hrepp- stjórar eiga að standa vel í sporum sínum, verða þeir að gefa út margan dag til þess, og vanrækja heimili sín. Duglegur og stjórnsamur hreppstjóri er einhver hin mesta stytta sveitar sinnar; hver sem vel og lengi stendur í þeim sporum, auðsýnir því sveit sinni raeð því einhvern hinn mesta velgjörniúg, þó hann ekki þar að auki gefi sveitinni stórgjafir. Hver, er ann ættjörð vorri, má því af alhuga óska, að margar sveitir ættu þvílíka hreppstjóra, og landið ætti marga slíka bændur, sem Jón á Álptanesi er. IXXV. Póstskipið. það kom hingað að kveldi hins 17. þ. m. eptir 15daga ferð frá Liverpool. I Danmörku er allt kyrrt. Brynjólfur Pjetursson er dáinn. Á Frakk- landi er róstusamt, og hefur L. Napoleon verið að berjastvið að ná þareinvaldsdæmi. þjóðfundarfulltrúarnir, J. Sigurðsson og J. Guðmundsson, höfðu fengið áheyrn hjá konungi, en ekki höfum vjer enn fengið vissu um erinðislok þeirra. Veitingar og frami. 15. d. júnímán. 1851 hefur hans hátign, konungur- inn, mildilegast gjört adj. Björn Gunnlaugsson, ridd. af dannebr., að yfirkennara við íslands lærða skóla í Reykjavík. 12. d. októbermán. 1851 var kandíd. theol. Bene- dikt Kristjánsson vígður tii aðstoðarprests sjera Skúla á Múla í þingeyjarsýslu. Prestaköll. V e i 11: Reynivellir í Kjós 12. d. janúarin. kandíd. theol. Gísla Jóhannessyni. Ó v e i 11: Garður í Kelduhverfi, og Kálfafell á Síðu. Mannalát oy slisfarir. Sjera Jósef Magnússon, prestur að Hellnaþingum í Snæfellsnessýslu, dó sneinma í vetur. Maður hefur drukknað í Markarfljóti í haust. Hann ætlaði að ríða fljótið á ísi, en ísinn brast, þegar út á hann kom. B ó lt a f r e g n. Frá prentsmiðju Islands eru nú komin út: „Islenzk æfintýri. Söfnuð af M. Grímssyni og J. Árnasyni. Kosta innfestíkápu 32skk. Reykjavík 1852. Prentuð í prentsmiðju Islands á kostnað E. þórðarsonar“. Æfintýri þessi eru þjett prentuð 9.J örk í litlu broti, og fást til kaups hjá útgcfandanum. Nú er og út komin 1 örk af „þjóðólfi", og er það ætlun vor, að hann muni nú verða mörgum manni kær- koininn og vinsæll; því — „andinn lifir æ hinn saini“.— þessu næst á að fara að prenta: „Æfisögu Lúthers“. Augtýsingar. Hjá undirskrifuðum fást þjóðfundartíðindin 1851 til kaups í 4 heptuin fyrir 1 rbd. þeir, sem kaupa 9 ex- emplör, fá hið 10. í kaupbætir, og þeir, sem kaupa 20 exemplör, eða þaðan af fleiri, fá 3 í kaupbætir. En til þess vildi jeg mælast bæði af þeim, sem þegar hafa keypt tíðindi þessi, og af þeim, sein enn kynnu að kaúpa þau, að þeir vildu gjöra svo vel og greiða mjer andvirði tíðindanna fyrir lok næstkomandi júníinánaðar; því þá á jeg að gjöra grein fyrir því, sem selzt hefur. Reykjavík, 12. dag janúarm. 1852. ♦/. Arnason. Með því að peningar liggja ekki jafnan á reiðum höndum hjá oss Islendingum, þá skal því hjer með lýst yfir, að kaupendur blaðs þessa megi borga það með innskriptum hjá kaupmönnum í Reykjavík. þó því að eins, að það sje gjört á lestum í sumar, og þá eptir samkomulagi við ritstjórann. Ritstjóri: M. Grímsson.

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (20.01.1852)
https://timarit.is/issue/138289

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (20.01.1852)

Aðgerðir: