Ný tíðindi - 31.03.1852, Blaðsíða 2

Ný tíðindi - 31.03.1852, Blaðsíða 2
30 bjátar. En f>að er jarðræktin ein, sem getur bætt úr f>essu yolæði, sem ekki er enn f)á liðið úr minni gamalla manna, og mun, ef eins árar og að undanförnu, leita margra, sem ekki bafa sjeð annað, en árgæzku. En J>að er jarðarræktin, sem þarf að halda á at- orku mannaflans og borgar hann líka með að- dáanlegum ávexti; það er hún, sem eykur frjófsemi jarðarinnar, frjófsemin heyfenginn, heyfengurinn skepnuhöldin. Hún flytur bónd- anum ótæmandi blessun úr skauti jarðarinnar og getur ein bætt úr því, sem svo opt hefur komið oss á kaldan klaka. Hún leggur liorn- steininn undir búskapinn, því sjaldan var sá bjargarlaus til lengdar, sem ekki komst í hey- þrot. Sá sem á heyin getur alið fjenaðinn til ágóða, og bann stendur þó harðindi komi; en sá, sem er jafnan í heyhraki kvelur fjenað- inn; Qenaðurinn er honum arðlaus,afþví liann skríður hordauður fram á vorin; bóndinn er sjálfur bjargarlaus, og öreigi, þegar minnst varií. Og það er jarðarræktin, sem getur komið þessu ólagi af búskapnum. Án henn- ar getum vjer ekki haft fjárfjöldann, sem fólks- fjöldinn þarf. Án hennar vofir hungrið, og dauðinn yfir oss hvað lítið sem í skerst. Og án liennar verður mannaflinn oss að byrði. Nauðsyn vor og nytsemi jarðyrkjunnar ætti þvi að draga allann áliuga vorn að lienni, og skulum vjer þá fyrst athuga, hvernig lienni geti orðið bezt framgengt, og hvernig vjer getum beitt á liana allri atorku vorri, sem bezt má verða. (Framhahlið síðar). Frjettir: 26. d. þ. m. kom hið fyrsta skip til suðurlands í Ilafnarfjörð. Skipið var frá stórkaupmanni Knudtzon, og hafði verið 23 daga á leiðinni frá Kaup- mannahöfn. — Arferði hefur verið hið bezta í Danmörku í vetur, snjólaust og frostalaust að mestu. Engra stór- tíðinda er þaðan getið; þar er allt með friði, og engin mannalát eru sögð þaðan, nema factor B o g ö e, sem mörgum var góðkunnugur frá Húsavík, Eyrarbakka og Reykjavík, andaðist í vetur. — Ráðhcrraskipti hafa orð- ið i Danmörku, og fóru þeir A. W. Moltke, (Premi- erminister), Flensborg (Krigsminister), van D o c- k u m (Marineminister), T i 1 1 i s c h innanríkisráðhcrra, og Bardenfleth (ráðherra fyrir Sljesvík) frá 24. dv janúarm. En þessir eru nú ráðherrar: Bluhme (Pre- mierminister og utanríkisráðherra), B a n g (Cultusmini- ster og innanríkisráðherra), Steen - Bille (Marine- minister), II a n s e n (Krigsminister), C a r 1 M o 11 k e (ráðherra fyrir Sljesvík), og Reventl o w-Criminil (fáðherra fyrir Holtsetaland og Láenborg); S p o n n e c k (er eins og áður Finantsininister), og A. W. S c h e e I (Justitsministen). 28. dag sama mánaðar kom út kon- ungleg auglýsing um að s t j é 11 a þ i n g (Provind- sialstænder) skuli innleiðast í Sljesvík og allt komast aptur hjer um bil í sama lag og það var í fyrir 1848. Sljesvík og Iloltsetaland eiga hvort fyrir sig að hafa ráðherra sjer, er með öllu sje óháður ríkisþingi Dana. — M a d v i g ætlaði að fara að halda fyrirlestra í fe- brúarm., og er hann þannig kominn í hið fyrra embætti sitt við háskólann. T i 1 1 i s c h vill ekkert embætti hafa, og Rosenörn og Bardenfleth eru nú embætt- islausir. — 22. d. febrúarm. var prófessor Engels- t o f t vígður til biskups á Fjóni. — Ur öðrum löndum hafa oss enn ekki borizt miklar frjettir sögulegar. Prestur einn reyndi til í vetur að myrða „Spánardrottningu“, en tókst það ei, náðist og var drepinn. — Louis Napol eon heldur sjer sem forseti þjóðfjelagsins á Frakklandi. Rússakeisari kvað öðruhvoru vera að senda honum kveðjur sínar, og biðja liann að gjöra svo vcl og taka sjer ekki kcisaranafn. Hefur hann 42 línuskip vel búin í Eystrasalti, sem þar eiga að bíða átekta. Austurríkismenn og Prússar kvað ekki treysta sein bezt friðarheitum Frakka, og hafa því allt á reiðum höndum. Eins kvað Englendingar gjöra. — I Englandi hafa og orðið ráðherraskipti nokkur, og er nú m a r k g r e i f i (marquis) D e r b y (áður lord Stanley) æðstur ráðherranna þar. — Ekki höfum vjer heyrt að Islands væri neinstaðar getið að ncinu, og engin embætti þar nýveitt. En sagt er að margir lögfræðingar danskir lesi nú íslenzku í því skyni áð fá hjer sýslur og sitt hvað, er verða má. J)að er og mælt, að hjeraðslæknarnir á Islandi sjeu búnir að fá 300 rbdd. launaviðbót hver. Hvergi höfum vjer enn sjeð nje heyrt neitt áreiðanlegt um erindislok Jón- anna, þjóðfundarfulltrúanna. J)að helzta sem vjer höfum frjett viðvíkjandi verzl- aninni er það, að kaupmenn vona að „vel verkaður saltfiskur“ geti í ár orðið þolanleg vara, því að tollur- inn á honum á Spáni er dálítið lækkaður. „Hai ður fisk- ur“ segja þeir þar á móti, að ekki muni verða í neinn verði. — Oþurkað „rúg“ hefur orðið í Kaupmannahöfn í vetur á meira en 7 rbdd. og „bankabygg“ á 8—8.]- rbdd. tunnan. — Mælt er að þeir Siemsenog Biering kaupmenn ætli báðir saman að ferma 10 skip hingað upp í sumar, og er nú þegar farið- að vænta smnra þeirra. Eptir þessu lítur svo út sem nægir aðflutning- ar muni verða í Reykjavík í sumar; því það er ætlandi að stórkaupmaður Kuudtzon sjái ríflega fyrir sinni verzl- an. Ilöfum vjer það eitt til merkis um það, að nú er verið að Ieggja undirstöðu að vörubúð, sem hann ætlar að láta byggja hjer. A það hús að verða eitthvað 24 álna langt og 16 álna breitt, og tvígólfað (paa 2 Etager). Ætla menn að liúsi þessu verði eins haganlega fyrir komið að innan, og eins skrautlegt og ríkulega út búið, eins og það verður föngulegt tilsýndar. það á að standa austantil við vörubúðina gömlu og í sömu húsaröð. — Um leið skal þess og getið, að þar scm R o b b hefur

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.