Ný tíðindi - 20.04.1852, Side 2

Ný tíðindi - 20.04.1852, Side 2
34 Við Ísaíjarðardjúp hefur verið ágætur fiski- aíli, en hákarlaafli lítill ogselaveiði nærri því engin. I Steingrímsfirði liefur selur þar á móti aflazt nokkurn veginn í nót. Af mönnum þeim, sem voru á skipi því, er um var getið í 7. bl., að farizt liefði í Höfn- unum, var hinn elzti 26 ára; liinir allirumog innan tvítugt. 2 af þeim voru kvongaðir, og annar þeirra var sá, sem bjargað varð. For- maðurinn hjet J. Hallclórsson. Skipið og 3 af mönnunum voru frá Kotvogi í Ilöfnum. A t li u g a s e m d 1 viö lýsingu á ókemidum fiski (sjá Ný Tíð'indi, 7. bl. 10. Marz 1852). Eptir Benedict GrÖndaL Lýsing sú, sem er í ofan nefndu blaði, virðist mjer einkar vel og greinilega samin af f)eim, sem ekki hefur stundað nattúrusögu. Ilið fyrsta, sem mjer finnst mega leggja til grundvallar, f)á er menn vilja nota hana, er það, að menn álíti, að það sje til, sem nefnt er, en hitt, sem ekki er um getið, sje ekki til. Yið þessa höfuð- reglu styðst jeg í minni skoðun á fiskinum. J>að er þá fyrst, að jeg er viss um, að h.efðu bæði augun verið sama megin, þá mundi þess hafa verið getið, cn þar stendur ekkert um, og því munu þau hafa verið sitt hvoru megin, eins og er á flestum íisk- um. Jeg er líka viss um það, að þar sem svo vel og skilmerkilega er sagt frá uggasetningunni (nema, ef til vill, sporðinum), þá mundi hafa verið getið um got- raufarugga ; en hans er ekki getið hið minnsta, og álít jeg því, að hann hafi enginn verið. Af þessum hlutum, og öðru fleiru í lýsingunni, í- mynda jeg mjer, að fiskur þessi sje engan veginn lúðu- eða flyðrukyns. Ekkert dýr af þeirri ættkvísl hefur sitt augað hvoru megin, heldur bæði á annari hvorri sömu hliðinni, og er sú hliðin ætíð bungaðri en hin, og dökk. Fiskurinn hefir og án efa verið ein5* báðu megin að öllu leyti, því annars mundi þess hafa veriö getið, þar sem svo margt ómerkilegra er nefnt. I engu af þeiin verk- um, sem jeg hefi notað við lúðukynið (eða flyðruætt- kvíslina), stendur neitt um það, að nokkur flyðra hafi fagurrauða ugga, og jeg held jeg megi fullyrða, að menn þekki enga slíka flyðru." Allar fiyðrur og lúður hafa gotraufarugga, sem þenna fisk vantar. Að lyktum er engin flyðra eins löng og mjó, og þessi fiskur er sagður; því lengd flyðranna, þegar menn bera hana saman við breiddina, er aldrei, eða mjög sjaldan, meiri, en eins og 4 til 1, og því kalla dýrafræðingarnir líka mynd þeirra „o v a 1“ eða „rhomb o e d r i s k “ (skáferhyrnda) ; II i p p o g I o s s u s er ekki heldur nema 3^ sinnuin lengri, en hann er breiður til, og hann er einna Iengstur og mjóstur af flyðrukyninu. En nú höfum vjer fyrir oss fisk, sem er 4| al. á lengd, og al. á breidd, það er með öðrum orðum, sem er sex sinn- um lengri, en hann er breiður til. Eptir þvf sem jeg kemst næst, eptir lýsingunni á fiski þessum, held jeg, að það hafi verið fiskur nokkur, sem reyndar optar en einu sinni hefir fundizt hjer vjð land, og víðar, en sem þó má kallast sjaldgæfur. Vjer köllum hann á íslenzku V o g m æ r (eða Y o g m e r i), hann hefir aldrei, svo menn viti, verið dreginn á öng- ul. Vegna líkamsbyggingar sinnar hefir hann gefið náttúrufræðingunum nóg að hugsa, og fengið ýmiss nöfn, því hann er mjög veikur af sjer, eða brothættur ; og hefir hann mjög sjaldan fundizt óskaddaður. Uggar hans eru harla brothættir ; á flestum þeim, er mcnn þekktu fyr, vantaði sporðinn ,svo menn hjeldu, hann væri sporð- laus (svo sem A r t e d i). Sporðurinn er ekki beint aptur úr stirtlunni, hcldur á ská, upp og út (þcss vegna segir Eggert Olafsson „að sporðurinn hafi h a n g- i ð við“, í ferðab. I, pag. 594), og er sýldur í raun og veru. Bakuggar eru tveir, hinn fremri er ekki ncma nokkrir beingeislar, og ekki samtengdir með himnu; hann brotnar optast af; aptari bakugginn nær frá haussendanum apt- ur að sporði; í honum eru 172 beingeislar, beygjanleg- ir, sameinaðir með himnu. Eyruggarnir eru að sínu leyti eins, og rjett þar fyrir neðan kviðuggarnir, sem eru sundurlausir beingeislar, og brothættir. Gotraufaruggi er enginn ; því kallar Gronovius hann: G y m n o- g a s t e r, og Danir : B a r b u g (B r ú n n i c h, zool. fund. p. 132.), það er: sá sem hefir uggalausan kvið. Munnbeinasetningunni er þannig háttað, að kjálkarnir geta skotizt fram, og þá verður höfuðið framdregið og trjónuinyndað. En þegar trjónan er ekki fram skotin, þá sýnist höfuðið styttra ogbreiðara, og þásnýrmunn- urinn upp á við. Efri kjálkabeinin, sein eru sitt hvoru megin að ofan verðu við munninn, eru lauf - eða blikð- mynduð, og sjást, þegar fiskurinn tevgir munninn fram, 1) Ritgjörð þessi barst mjer í hendur 16. d. marzm., og lofaði jeg þá þegar að taka hana. En 6. d. þ. m. fjekk jeg aðra ritgjörð um sama efni frá herra A. 0. Thorlacius í Stykkishólmi, sem hann hefur ritað 22. d. marzm. Sú ritgj. er þessari svo lík, að jeg er hræddur um, að lesendiun, „Nýrra Tíðinda“ myndi þykja það ósparlega farið með rúmið, ef jeg tæki þær báðar, og því hef jeg heldur tekið þá, sem jeg hafði fyr lofað. Ritgj. herra Thorlaci*- usar er þó, að minni hyggju, engu miður samin, en þessi, og hefur það atriði um fram hana, að h ö f. h e f ur sjálfur sjeð 3 .vogmerar, og er þeim mun vissari í ætlun sinni um Kópavíkurfiskinn, enda þó hann sæi haun ckki sjálfur. Að öðru leyti styðst liann við hjer um bil sömu bækur um þetta efni, og Gröndal gjörir. — Yegna þess að svona stendur á, bið jeg herra Thorlacius, að virða mjer það til vorkunnar, þó fyrirhöfn hans sje þannig að nokkru leyti orðin mín vegna til ónýtis, og jafn framt votta jeg honum, í nafni allra fróðleiksvina, þakklæti fyrir starfa sinn, og tilraun til þess að leiðbeina löndum sínum í náttúrusögunni, sem þeim er svo mjög á- bótavant í, eins og mörgu öðru. M. Grímsson.

x

Ný tíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.