Ný tíðindi - 29.07.1852, Blaðsíða 3

Ný tíðindi - 29.07.1852, Blaðsíða 3
71 nrs með þeim hrnða, scm er 1,482 fefc, eða 247 faðmar, á sekúndunni; en þar Grímstunga er svo miklu nær heimsskauti, að breiddin þar er 65 gráður 20 mínútur, þá er það hjer um bil 103 faðmar, sem hún hleypur á sekúndunni til austurs, og þess vegna skyldi vígahnött- urinn hlaupa á sekúndunni 103 faðma til vesturs, ef ekk- ert skildi milli hans ogjarðar annað en snúningur jarðar j cinsamall. Nú eru 12 mílur úr Eyjafjarðarsýslunni vestur yfir Vatnsdal; og ef hnötturinn fer 103 faðma á einni j sekúndu, þá fer hann 12 mílur á 466 sekúndum, eða á j 7 mínútum og 46 sekúndum. En ineð svo seinni ferð hefði hann aldrei komizt vestur í Húnavatnssýsluna, heldur hefði orðið að detta fjarska langt í jörð niður vegna, þyngdarinnar, þó hann hefði verið hæst uppi í gufuhvolfinu. Vjer megum því ætla honum langt uin meiri ferð til vesturs heldur en þá, sem einungis leíðir af snúningi jarðarinnar til austurs. Vjer megum til að gæta að því, að jörðin ekki einungis snýst í austur dags- veltu sína, heldur og þar að auki hleypur til austurs- boga af árshring sínum. það hjálpar nefnilega ekki að láta vígahnöttinn verða samferða jörðunni nokkra stund, heldur verður að ímynda sjer, að hann haíi hlaupið í norður þegar jörðin hljóp í austur undir eins. þess vegna hefur vígahnötturinn sýnst norðar í Húnavatns- sýslunni, en í Eyjafjarðarsýslunni. Nú er ferð jarðar- innar til austurs 4^ mílu á sekúndu hverri, eða hjer um bil 16,480 faðmar og þar við bætastþeir 103 faðmar sem jörðin snýst á meðan, þá verður það samtals 16,583 faðmar, sem Grímstunga hleypur í austur meðan víga- hnötturinn sýndist fara sama veg í vestur. Með þessuni ílýti gat vígahnötturinn í loptleysu koinist vestur í Húna- vatnssýslu hjer um bil á 3 sekúndum; en vegna mótstöðu loptsins hefur staðið svo mikið í hann, að það hefur seinkað honum nærfelt um 5 sekúndur, og á meðan hef- ur hann orðið að falla á þeini 8sekúndum svo sem hálft annað hundrað faðma. Af þessu verður aptur skiljan- legt, hvers vegna vigahnötturinn sýndi sig bjartari fyrir llúnvetningum en Eyíirðingum. þar hann kom seinna í Húnavatnssýsluna, þá hefur hann fyrir jarðarinnar að- dráttarafl verið sokkinn dýpra ofan í lopthaf jarðarinn- ar, og þar loptið þjettist eptir því sem neðar kemur, þá hefur hnötturinn haft meira II t (oxygenium) í því neðra lopti, er hann var síginn ofan í, hefur þess vcgna logað betur á honum, því hjer uin bil £ af gufu- lopti jarðar er Oxygenium, sem er uppruni alls elds og bruna, eða brunavaldinn sjálfur; Iíka hcfur hnötturinn hitnað því meira, sem hann var lengur búinn að núast við loptið og kljúfa það, og það því meira sem það var þjettara. þegar nú hnötturinn’ hefur haldið á fram lengra, gjöri jeg ráð fyrir hann hafi sprungið af hitan- um, annaðhvort uppi yfir Strandaflóanum, Strandasýsl- unni, eða hafinu þar fyrir norðan; hefur þá komið gló- andi steinregn, eins og stundum hefur orðið vart við. Um stærð eða þunga þessa vígahnattar verður ekkert víst ákvarðað, því þó sagt sje að hann hafi verið fyrir- ferðar sem tunglið, (eins og líka annar vígahnötturinn, sem Eggert Olafsson sá), þá niá setja það sjálfsagt niður til helminga eða meir, vegna Ioganna, sem utan á honum voru. Menn vita ekkert um fjarlægðina, en það er venjulegt að loptsteinar sjeu 3| sinnum svo þungir, sem jafnstærð þeirra af vatni. þá ætti. hnöttur, sem ekki væri holur, en jafnþjettur alstaðar, og að þvermáli 1 faðmur, að vega 78 skippund. Væri hann 2 faðmar, þá 8 sinnum þyngri, ef 3 faðmar þá 27 sinnum þyngri, o. s. frv.; því talan á að teningast (cuberast) það er þrískrifast og síðan margfaldasl saman; t. d. 2. 2. 2=8, og 3. 3. 3=27. B. G. Skipreikar: 3. maím. seinastl. um morguninn kom galíasin: De tvende Brödre, sem skips- foringi Hansen var fyrir, og lagðist við akkeri á Pat- riksfirði. Vindurinn var á sunnan landsunnan (S. S. O.) og biljóttur mjög. Um hádegisbil fór skipið að reka, og lenti á jagt, er einnig hjet De tvende Brödre, og rak hana með. Brandurinn (Sprydet) á jagtinni llæktist í reiðanum á galíasinni, og áður en llækjan yrði greidd stóð jagtin á grunni á bakborða. Stjórborði jágtarinnar snjeri að galíasinni, svo að Röstbolterne á henni gengu í gegn um borðiö á jagtinni, og áður en skipverjar gálu borgið eigum sín- um fylltist jagtin af sjó, og af því öldurnar gengu þá og yfir hana alla, fóru þeir hurtu af henni. Uin flóðið setti galíasin segl upp til þess að komast hærra upp í fjöruna, eða á grunn, til að aflermast; náðist og farm- urinti inest allur þur úr hennj. Bæði skipin voru síðan seld við uppboð, hinn 24. s. m. og fóru þau með rá og reiða fyrir lítið, nema vara sú, er kaupmað. á I’atriksfirði T h o m s e n átti, sem gekk ineð hjer um hil fullu verði. Kaupmaður Johnsen á Bíldudal fjekk llOrbdd. fyrir það, að flytja skipverja viðstöðu- laust til Ileykjavíkur, og komii þeir þangað, 9 skip- brotsmenn, snemma í júnímámiði, og erti 3 þeirra enn hjer í Reykjavík. þess ber hjer að geta, að £!ÍI1<IP prentari f»órðarson er nú af stjórninni skipaðpr for- stöðumaður prentsmiðjunnar, og eiga menn að leita til hans um prentun bóka og hvað annað, sem þar að lít- ur. Um nýár í vetur á og Eiuari að seljast í hendur bókasa'a prentsmiðjunnar.

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.