Ingólfur - 03.02.1854, Síða 4
88
fyrir því niálinu, seni hann ætlafti að styftja.
Verið hef jeg þar heyrandi í holti, er bændur
töluðu saman út af Hugvekjunni á þessa leið:
„vjer vituin ekki hvað segja skal um þetta
skólamál og skólameistara; það er auðsjeÖ, að
höfundur Hugvekjunnar leitast við að ala lijá
mönnum ótrú á Trampe greifa, og mun hann
nú líka eiga honum grátt að gjalda; en hvor
veit nema hann þá eins á hinn bóginn sje að
gylla fyrir mönnum þennan nýkomna skóla-
ineistara, af þvi liann er, eða viil vera vinur
hans. Og finnst þjer bændum láandi, þó að
hlutdrægnisblærinn, sem er á Hugvekjunni,
vekji hjá þeim nokkra tortryggni á henni?
En af þessu er það þá bert, hve á því ríður,
að ritgjörðir blaðanna beri það eigi með sjér,
að þær sjeu ritaðar í þeim tilgangi, að sverta
suma af kala, en gylla aðra af vilhylli“.
Jað var nú raunar ekki tilgangur vor
með línum þessum, að hreifa við Hugvekju
Jjjóðólfs um latínuskólann í Reykjavík, en
það ætluðum vjer oss, að vekja máls á öðrum
ritgjörðum, sein stefna í líka átt og Hugvekj-
an. er eptirtektavert hvernig hin helztu
alþýðurit vor, þar sem eru hin „Nýu Félagsrit“
og „3>jóðólfur“ hafa eins og orðið samtaka
um það, árið sem leið, að vekja hjá lands-
mönnum ótrú, og jafnvel fyrirlitningu á skól-
um voruin og mentun þeirri, sem þeir véita.
Félagsritin hafa í því skyni tekið fyrirLærða-
skólann, en Jjóðólfur Prestaskólann. Hvor-
ugur þessara rithöfunda er að sönnu langorð-
ur um efnið; það er eins og þeir viti, að
þeir sjeu þjóðkunnir menn, og þurfi þvi ekki
að færa neinar ástæður fyrir glósuin sínum;
þeir hugsa sem svo: þegar við segjum það,
þá leiðist alþýðan til að trúa því. Og því er
verr og miður, að mennirnir hafa nokkuð fyrir
sjer i þessu; en eininitt þess vegna viidum
vjer líka eyða við þá .nokkrum orðum.
„Brjefiö um Island“ í 12., árgangi Félags-
ritanna er gott og gagnlegt, að því leyti sem
það bendir Islendingum á ýmsan hagnað, sem
þeir gætu tekið heima hjá sjálfum sjer, efþeir
kynnu með að fara, og aðrir ekki sætu þeim
í Ijósi; en að því Ieyti er það líka skaðlegt,
er það gjörir sjer far af að glósa með helber
ósannindi, til að kasta skugga á skólamennt-
un landsins.
Vjer skyldum nú ekki fást neitt um það,
þó „Brjefið“ nefndi Hebreskuna svo sem ein-
hverja hina óþarflegustn vísindagrein, sem
menn væru að kúldast við að læra enn pá
í Lærðaskólanum, ef það segði þetta satt; en
það lýsir bezt þekkingu mannsins á skóla-
lærdómnum, eins og hann er núna, að hann
veit ekki, að einmitt Hebr.eskan befur orðið
út undan í Lærðaskólanum þessi árin; og teljr
um vjer það fremur sem ókost, enn kost við
• skóla vorn, því vjer getum fullvissað höfund
Brjefsins um það, að Hebreskan er að sínu
leyti eins nauðsynleg fyrir kennimanninn, eins
og „leirpípan til að veita vatn í“ er það fyrir
jarðirkjumanninn, eða bíldurinn fyrir lækninn;
enda væntum vjer þess, að skólastjórn vor
láti það ekki lengi viðgangast, að það sje
ekki annað enn háð, að Hehreska sje kennd
í skólanum. Jegar höfundur Brjefsins hefur
þannig sjálfur komið upp um sig, hve lítið
hann þekkir til liius einstaka í skóla vorum,
þá segir hann svo sem til að lýsa dómi
síuum um liann yfir höfuð að tala: „En
það er ekki að búast við, að neitt lag kom-
ist á slíkt hjá oss, (höfundurinn er þá að
tala um húsabyggingar), á meðan menn álíta
allan lærdóm vera innifalinn í skólalærdómn-
um, eins og hami tíðkast núna og hefur tíðk-
ast í mörg hundruö ár“. Jessi dómur lýsir
annaðhvort, eins og áður, stakri vanþekkingu
á ásigkomulagi skóla vors, eins og það er
núna, eða þá einhverri þeirri illgirni, sem
ekki vill kannast við það, sem vel er gjðrt
af hendi stjórnarinnar, nje unna þeim mönn-
um sannmælis, sem með dáð og dugnaði fram
fylgja endurbótum hennar. Hvor getur ineð
nokkurri sanngirni talað um skólalærdóm vorn
á þá leið, að Iiann tíðkist núna, eins oghann
liefur tíðast í mörg hundruð ár? Hvað er
það hjá oss Islendingum, sem tekið hefur
öðrum eins framforum, eins og einmitt lær-
dómurinn í skólanum? Vjer álösum ekki
lærdómi nje kennslu i skólunum á Hólum, í
Skálhoiti og í Reykjavík áður fyrri, þó vjer
segjum, að hún hafi verið miöurþar, enn hún
seinna varð á Bessastöðum; og því síður vilj-
um vjer gjöra lítið úr lærdómi og kennslu í
Bessastaðaskóla, þó vjer verðum að játa, að
þetta hvorttveggja hafi verið í inörgum grein-
urn miklu miður, enn það núna er í Reykja-
víkurskóla. Ilver skynsamur alþýðumaður