Ingólfur - 09.06.1854, Síða 1
£
I
§
'V
!!?
•v
$
3uflólfui\
2
9. d. júnim.
i§54.
Kostnatarmaður o® útgefari Svb. H allgrimsson.
t
I
-I
»<-
Bænarskrá Húnvetuinffa.
Oss hjer undirskrifuðum jarðeigenduin og
búendum innan Húnavatnssýslu í Islandi, jiyk-
ir mjög undarlegt, að vjer skyldum ekki geta
att neinn fulltrúa fyrir þetta kjördæmi á al-
{)ingi {)ví, sein í surnar var haldið í Reykja-
vík, {iar sem |)ó bæði var til fulltrúi og vara-
fulltrúi. Oss er aft sönnu kunnugt: að amt-
maður J. P. Havstein bannaði fulltrúa vorum
lækni J. Skaptasyni að sitja á alþingi, vegna
embættisstöðu þessa manns; og getum vjer
ekki annað enn viðurkennt, að þessi hái em-
bættismaður hafi hjer í gjört, livað lög og
skylda bauð honum, af því engan annan mann,
prófaðan í læknisfræði, var að fá í hans stað
um þingtímann, sem vjer gætum náð til, oss
til hjálpar, í uppáfallandi hættulegum sjúk-
dóms tilfellum. En það hefur vakið hjá oss
megna óánægju, að varaþingmaður vor, um-
boðsmaður R. M. Ólsen, skyldi ekki geta náð
þingsetu, þó hann eptir löglegri innköllun
væri kominn til Reykjavíkur í byrjun þings-
ins, lieldur var honum hrundið frá þingsetu
nieð 11 atkvæðum móti tíu af þeirri ástæðu,
að hann væri ekki rjettkosinn varaþingmaður,
eptir alþingistilskipuninni, jafnvel þó sjálfur
konúngsfulltrúinn, allir liinir konungkjörmi,
og flestir — ef ekki allir — lögfróðir menn
á þinginu, væru samdóma í þvi, að þessi þing-
maður væri rjettkosinn; og getum vjer ekki
efast um, að svo muni vera. eins og hjer með
fylgjandi staðfest afskript af sýslunnar kjör-
bók vottar, af hverri sjá iná: að kjörstjóri
vor hefur fullkomlega hagað sjer eptir orð-
um og anda alþingistilskipunarinnar, og að
hann gat ekki hagað kosningunni rjettar á
annan hátt, og sjeð fyrir þvi, að kjördæmið
yrði ekki varaþingmannslaust. Vissir menn
á alþingi eru því auðsjáanlega sök í því, að
varaþingmaðurinn náði ekki þingsetu, og fell-
ur oss þetta þvi þýngra, sem vjer geturn ekki
annað, enn verið sannfærðir ttm, að þeir al-
þingismenn, sem með atkvæðum sínum hrundu
vara{)ingmanni voruin frá þingsetu, hafi gjört.
það móti betri vitund, af þykkjufullum hug-
móð til amtmanns Ilavsteins, fyrir það, að
hami bægði J. Skaptasyni frá þingsetu; hefur
þingmaðurinn fyrir Skaptafellssýslu, Jón Guð-
mundsson, sjálfur á prenti látið á sjer heyra
þessa meiningu um þingið, og því getum vjer
ekki efast mn, að þessu muni þannig háttað
vera; þar seni það þó var auðsjáanleg skylda
þingmannanna, að láta ekki kala til nokkurs
einstaks inanns leiða sig í atkvæðagreiðslu,
frá rjettum skilningi þess lagaboðs, sem þeim
var beinlinis regla i þessu máli, og ekki varð
skilið rjett nema á einn veg. Jetta þykir
oss öldungis óþolandi af þessum þinginönn-
um, bæði af því, að þeir með þessum hætti
sviptu oss og aðra landsmenn duglegum þing-
manni, að vorri meiningu ranglega og ástæðu-
laust, og svo líka af því, að mjög líklegt er,
— ef þetta er óátalið, að lík tilfelli, og — ef
til vill — langtum meira áríðandi málefni,
geti fyrirkomið síðar, hverjum vissir menu
gætu uppá líkan hátt ráðið til lykta, til tjóns
og skaða fyrir land og lýð. Af þessum ástæð-
um finnst oss óþolandi að gjalda vora hlut-
deild af kostnaði þeim, sem af þessu alþingi
væntanlega leiðir, og álítum öldungis rjett, að
hann sje aptur í staðinn beinlínis lagður á þá
ellefu alþingismenn, sem með atkvæðum sín-
um hrundu varaþingmanni vorum frá þingsetu.
En vjer vonum, að vor allramildasti konung-