Ingólfur - 09.06.1854, Qupperneq 2

Ingólfur - 09.06.1854, Qupperneq 2
114 ur líti á rjettindi vor, og gæti þeirra, og því biðjum vjer stjórnarherrra innanríkismálefn- anna, að bera þá vora þegnlegu bæn fram fyrir hans hátign konunginn: að vjer fáum friun frá þeim kostnaði, er leiðir af þessu al- þingi, og oss annars bæri að gjalda, og að hann aptur beinlinis verði lagður á þá ellefu alþingismenn, semmeð atkvæðum sínumlirundu varaþingmanni vorum frá þingsetu. Með þessari vorri bænarskrá óskum vjer, að hlutaðeigandi sýslumaður og amtmaður riti sin þóknanleg meðmæli. Fylgiskjal: Hjer birtist nú bænarskrá Húnvetninga, „merkisskjalið“ er ábj'rgðarmaður Jjóðólfs svo kallar, „einkennilegt“ fyrir eitt og annað; og biðjum vjer útgefara Ingólfs, að veita henni móttöku í blað sitt, ásamt. línum þessurn, er vjer látum nú fylgja henni. Bænarskrá þessari, sem svo er orðin víð- ræmd bæði nær og fjær, ætlum vjer ekkert að hæla, heldur lofa sjerhverjum skynsömum manni að fella um hana þann dóm, sem hann vill, og hann álítur eptir sannfæringu sinni rjettastan. En aðaltilgang vorn með bænar- skránni, viljum vjer með hreinskilni gjöra mönnum kunnan. 3>að var engan veginn smá- munasemi í því, að reyna til að fríast frá al- þingistollsgjaldinu, sem hvatti oss til þessa fyrirtækis; heldur langtum framar það, að fá vissu fyrir því, hvort kosning varaþingmanns vors Ólsens væri lögmæt eður ekki, oghvort þeir ellefu þingmenn hefðu haft rjett fyrir sjer í því, að hrinda honum frá þingsetu. j>ví þegar þingmenn skiptust i tvo flokka, og sína meininguna hafði hvor þeirra, um rjettan skiln- ing þess lagaboðs, sem þó allir urðu að byggja á atkvæði sin, þá sáum vjer, að löggjafinn einn gat úr þessu skorið, og átti að skera úr því, og þar með að koma i veg fyrir ágrein- ing í líkum tilfellum framvegis. Vjer hjeld- um líka, að keppnisritgjörðir í blöðunum mundu aldrei leiða til algjörlegs úrslits í þessu máli. En vjer höfðum líka annan tilgang með bænarskránni, sem var sá, að koma í veg fyrir það, að nokkrum þingmönnum þyrfti að ámæla fyrir það, að þeir greiddi atkvæði móti betri vitund og sannfæringu fyrirkappssakir, af kala til einstakra manna, eður meðhaldi við þá. Að þessu verði rjettilega hreift um þing- menn, hvað atkvæðagreiðslu þeirra áhrærir, álítum vjer ríra mjög álit. þingsins og helgi þess, og ekki hugsandi til, að alþing vort nái sínu góða og rjetta augnamiði, svo lengi sem þingmennirnir ekki gæta á þingsalnum, — hvernig svo sem þeir koma í ljós utan þings, — lögboðinnar ýtrustu samvizkusemi í atkvæðagreiðslu þeirra; þó ekki leiddi annað illt af þeim framgangsmáta, þá mundi þó víst af honum leiða hindrun í framgarigi og heppi- legri endalykt góðra málefna. Jað hafa margir orðið til að lasta þetta vort fyrirtæki; en vjer gefum engum sök á því, þó þeir sjeu á annari meiuingu ennvjer. Samt er það víst, að bænarskrá þessi hefði aldrei kom- ið á gang, ef þinginenn hefðu greitt atkvæði um eitthvert frumvarp, eður uppástungu; því ef svo hefði verið, þá hefðum vjer álitið bænar- skrána eitthvert það lieimskulegasta fyrirtæki, og öllum þeiin til minkunar, sem undir hana hefðu ritað nöfn sín; því atkvæði þingmanna hefðu þá orðið að byggjast einasta á innvort- is sannfæringu þeirra, sem engin lög eður út- vortis vald getur hnekkt; eins og líka þá hefði verið rjett, að samlikja ályktun þings- ins við hæstarjettardóm. En hjer var allt öðru ináli að gegna: rjettur skilningur á gild- andi lagaboði var hjer þrætuefnið, í hverju báðir ílokkarnir gátu ekki haft rjett fyrir sjer. 5ví hafi þeir „tíu“, sem álitu kosninguna lögmæta, haft á rjettu að standa, og hafi þeir skilið lagaboðið rjett, þá er auðvitað, að þeir „ellefu“ hafa haft ranga skoðun; þá liafa þeir brotið á móti gildandi lagaboði; þá væri rjett, að þeir bættu fyrir lagabrotið, með því að gjalda fyrir oss alþingistollinn; því vjer vit- um ei til, að vanþekking á lögunum gjöri brot þeirra ósaknæm; og þessi hugmynd koin oss til að óska, að tollur þessi yrði lagður á þessa „ellefu“ þingmenn; því vjer vildum ekki fara því á flot, að þessum „ellefu“ þingmönn- um væri vikið frá þingsetu, þar eð vjerþekkj- um marga þessa menn að greind og dugnaði, og álítum þá allgóða þinginenn, þó þeim hefði orðið þetta í einliverju bráðræði; jafnvel þó nokkur ástæða væri til þess, að gruna þessa menn, sem þingmenn, um gæzku í fleiri mál- um, ef þeir helðu gjört sig bera að hrekkja- legum samtökuin í meðferð þessa ináls. þann-

x

Ingólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.