Ingólfur - 26.06.1854, Síða 3

Ingólfur - 26.06.1854, Síða 3
123 hans, sem guðspjöllin þegja um, og fer einn þeirra orðum um það á þessa leið: „j>að væri ekki til annars enn að villa lesendurna, ef jeg færi að greina frá öllum þeim getgátuni, sem inenn hafa fyllt upp með tímabilið í æfi Jesú, þar sem guðspjallasögurnar þegja um hana. Jað nægir að vjer vitum orsökina til þess, að hinir heilögu sagnaritarar hafa slept úr þessum kafla. 3?eir vildu sumsje ekki segja frá öðru enn þvi sein gjörðist, meðan hann gekk opinberlega um kring og kenndi, því frásagan um það var svo ómissandi bæði Israelsmönnuin og gjörvöllu mannkyninu“. 5að verður ekki lieldur annað sagt uin þá Barndómssögu, sem hjer ræðir um, enn að hún sje eitthvert villuljós, ef liana á annars ljós að kalla ; en það mun þó lielzt hafa verið tilgangur þeirra, sem gengizt hafa fyrir út- gáfu he;inar, að hún skyldi bera einhverja birtu á barndóms ár frelsara vors. Mjer virðist nú samt þau fáu atriði, sem Heilagur Andi segir oss frá, að verið hafi samferða æfi Jesú fram að þrítugs aldrinum, beri allt eins mikinn Ijóma á barndómsskeið hans, eins og hádeg- issól í heiðríku lopti ber birtu í bjart og veg- legt herbergi. Eins og flestuin mundi þá þykja koluljósið inega fyrirverða sig, ef ekki gjöra villu eina, væri það borið íhii í slíkt herbergi, eins mun flestum skynsömum mönn- um þykja þessi hjátrúarfulla Barndómssaga inega fyrirverða sig í duptið fyrir þeim hinuin hóglátu táknum guðs dýrðar, er faöirinn vitjaði með jarðarinnar á bamdóms-og æskuárum sonarins; hitt vona jeg, að hún í trúarefn- uin gjöri engar sjónhverfingar hvorki yngri nje eldri. jþvíþað lítursvoút, að af því hlut- aðeigendur Barndómssöguniiar hafa ekki heyrt þessi orðin, nje heimfært þau til sín: leggðu ekki hönd á sveiniim ! þá hafi sögunni sjálfri þegar i upphafi verið fengið það Kains merki, sem fæla skyldi menn alveg frá henni, þar sem hún í þriðju og fjórðu línunni víkur svo hraparlega frá heilagri ritningu, að hún talar um 12 syni Isaks Abrahamssonar. Hvort jeg á að álíta þetta prentvillu, eða hirðuleysi hlut- aðeigenda, eða beint ráð forsjónariimar bókinni til falls, það veitjeg ekki gjörla ; en hitt segi jeg, að það sem guð vill fordæma, það lætur hann fordæma sig sjálft um leið. Viðvíkjandi Barndó rassögn Krists vil jeg cinn- ig geta þess, er sagði mjer áttræður maður. Um næst- liðin aldamót var hann í Kaupmannahöfn; þá hvíslaði andinn því að prentara einuin, að hann skyldi gefa út Barndómssöguna; en óðar enn hún var komin undan pressunni, lætur Balle, þá verandi Sjálands biskup, prenta umburðarbrjef til prófasta og presta í Danmörku, og biður þá að sjá um, að alþýða Ieggi eigi of mikinn trúnað á hjegilju þessa, og sporna við því, að auðtrúa menn og fávísir leiðist af henni í villu. ____________ útg. (Aðsent). itafrófskver handa börnnm, satnið af H. Kr. Friörikssijni og M. Grimssyni. Mikið frjófsöm árstíð er þetta vor fyrir mentunarlif vort Islendinga! Barndúmssayan er ný komin út, til að endurbæta grundvöll trúarinnar, og svo kemur strax á eptir Staf- rófskver handa börnnm, „sem leggja á grund- völlinn hjá þeim til allrar menntunar“, eins og segir í formálanuin. Höfundar kversins eru þeir skólakennari Haldór Friðriksson, sigldur maður og vel að sjer, enda þótt ekki útlærð- ur við háskólann, og kandídat frá prestaskól- anum M. Grímsson, þýðandi Barndómssögunn- ar. Jað er hvorttveggja, að oss er það eigi kunnugt um þessa menn, að þeir hafi nokk- urn tima verið í þeirri stöðu, að þeir hafi átt að kenna börnum að þekkja stafina, — þeir liafa staðið ofar enn svo í stöðustiga lífsins, og fengizt við fræðslu unglinga á æðra mennt- unarstigi, — enda segja þeir það í formálan- um, „að eigi inyndu þeir hafa ráðizt í að búa til kver þetta, ef eigi hefði verið fastlega á þá skorað um það“; og gefa þeir mönnum með því í skyn, að sjálfir hafi þeir eigi fundið hjá sjer neina köllun til þess, allt eins og þá hafi vantað æfingu og reynslu, sem mun þó vera hinn bezti skólameistari, eins í því að segja bömum til að stafa, eins og í því að kenna mönnum allan annan fróðleik. Hvernig á sá, sein sjálfur hefur aldrei borið Ijá í gras, að geta búið viðvaningum í höndurnar? .Hann getur raunar sagt unglingunum svo fyrir: þú átt. ekki að reka í þúfurnar, ekki skera Ijá- mýs, ekki skilja eptir toppa; en eigi hann að máta Ijáinn í orfinu eptir grasi og sverði, eða stýra handtökum á húni og hæl, þá getur sláttuskussinn lítið sem ekkert sagt viðvan- ingnuin til um það. Allt að einu erfyrirþeim, sem sjálfur hefur ekkert fengizt við að kenna

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.