Ingólfur - 06.01.1855, Blaðsíða 6

Ingólfur - 06.01.1855, Blaðsíða 6
146 Föstiiparti snjevi jes; mjer a?) þriftja partinuni, sem lilýðir tímanum milli Páska og Hvítasunnu; og nú get jeg sagt mönnum hverja stefnu jeg hef tekið með hann. Hann inniheldur vpp- risusðgv Drottinsor/ allt scm gjörðist til þess hann varð vppnuminn. Jeirri sögu hef jeg snúið úr sömú bók og píningarsögunni í Föstupartinum. Eins og t. a. m. píningarsög- unni er skipt í 50 kafla, eptir því sem Passíu- sálmarnir gáfu tilefni til, eins hef jeg skipt upprisusögunni í 25 kafla^ eptir því sern mjer þókti bezt við eiga; og svo kemur á eptir hverjum sögukafla dálítil hugvekja, líkt og er í Föstupartinum. jþessir tveir partar, Föstu- parturinn ogþriðji parturinn, gjöraþví í raun- inni eina heild, og mega varla aðskiljast frem- ur enn upprisa Drottins frá dauða hans. Jeg lief líka þá von, að jeg geti komið þessum parti á framfæri áður langt um líður. ‘J. Patag’ónarnfr. Eins og vjer höfum hjer að framan lýst nokkuð þeim mönnum, sem búa norðast í Yesturheimi, eins munum vjer nú víkja mál- inu að þeim mönnum, sem syðst búa í sömu heimsálfu. Patar/ónarnir eða Magelhaensland heitir liinn syðsti hluti af ineginlandi Yesturálfunn- ar; það er hrjóstugt land, óræktað og ófrjóf- saint, og fullt af eldgjósandi fjöllum. Lopts- lag þar er óvenjulega hráslagalegt, og það jafnvel um sumartímann. Skógar eru þar engir á láglendi, en sumar fjalishlíðar eru skógivaxnar; norðast í landinu eru stórar hjarðir af viliiuxum og hestum. Land þetta fann fyrstur spánsknr maður, Ferdinund Magelhaen, árið 1520, og hefur það síðan verið kennt við hann. Jegar hann kom þar, voru landsmenn allir klæddir í dýrafeldi, og höfðu svo sívafin skinn um fæturna, að þvi var líkast sem þeir hefðu dýraklaufir; þess vegna kallaði Ferdinand þá Patagóna, eða klaufgengu mennina; og hefur líka það nafn haldizt við þá siðan. Eigi hafa enn Evropu- uienn tekið sjer bólfestu í Patagóníu; að sönnu hófu Spánverjar þar einu sinni nýlendu, en að fáum árum liðnunr dó þar út hvert manns- barn i'ir sótt og sult.i. Patagónamir halda saman eptir ættkvísl- um í stærri og smærri hópum. Jeir eru rnikl- ir vexti, hraustir og vellimaðir, en ekki eru þeir neinir risar að stærð, eins og lengi var haldið um þá. Ferðamenn, sem til þeirra hafa komið þessi seinustu árin, segja að þeir sjeu með stærri og sterkiegri mönnum í Norður- álfunni. 5eir eru höfuðstórir, andlitið breitt og flatt, augun snör, tönnurnar hvitar, hönd- ur og fætur heldur litlar. Eirlitur er á hör- undi þeirra; þó er allt kverinfólk nokkuð bjartleitara, og surnt jafnvel hvítt. jiær hafa sítt hár svart og gjörð um yfir ennið. Jafn- vel þó loptslagið sje mög svo hráslagalegt, ganga þó ílestir Patagónar næstum alstrípaðir, nema þeir liafa feld einn um mittið, sem þeir binda að sjer með ólarbelti, og draga hann yfir herðar sjer þegar kaldast er. Patagónar eru rjettnefndir ríðandi veiðimenn. því vegna þess að gnægð er þar mikil af hestum, getur hver maður náð sjer og tamið eins marga og hann vill; enda er þar bæði karl og kona á sífeldunr veiðum, og fara varla af Irestsbaki alla sína æfi. Patagónar lita sig í framan með rauðri, svarti og hvítri jarðartegund; þeir hafa festar úr glertölum uin háls og’ hand- leggi, og koparhringi fyt-ir neðan knjeð. Fasta bústaði hafa Patagónar ekki, sem eigi er að vænta, þar þeir eru veiðimenn, sem eru á sifeldu reiki. En súmstaðar inn í miðju landi sjást eptir þá ofur ljeleg hreysi á ár- bökkum og við uppsprettur; það eru þrír uppstandarar, sein þeir setja í þríhyrning með bilkorni á milli; millibilið fylla þeir upp með kvislurn og þekja svo með húðunr. Tungu- mál þeirra er mjög auðugt af hljóðstöfum og kokhljóðum. Jað er orð á því gjört, hve liðugt þeim erummálfæri, því þeir eiga hægt með að hafa orðrjett eptir lreilar greinir úr öðru tungumáli. 5eir eru meinlausir, spak- lyndir, gestrisnir; en sje illa farið að þeim, þá eru þeir hefndargjarnir og hlifa engu. I Patagóniu er einn þjóðflokkur, sem hei.tir Tehúeltar, þeir eru taldir vestir viður- eignar af öllum Patagóniinr, eru þeir bæði rángjarnir og hermenn miklir. Jeir hafa slongur, sem þeir skjóta kiilum úr, og hæfa á 400 skrefa fjarlægð. Líka hafa þeir lag- vopn og kylfur,' boga og örvar, sem þeir stundunr eitra svo, að sá sem fær sár af þeim, i

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.