Ingólfur - 06.01.1855, Blaðsíða 8

Ingólfur - 06.01.1855, Blaðsíða 8
148 vita eigi fyr til, enn þær ráfia engu vift, fleygjast i einu vetfangi fram af hömrunum og falia dauftar nifiur í liina öskrandi iftu’. Bergið sjálft, sem fossinn steypist fram af, er alltholtinn undir sig að neftan, þessvegna myndast óvenjulega há og mikil bogadregin hvelfing, f>ar sem bergið er annars vegar allt bjúgt, og fossinn sjálfur á vnóti eins og bogi. Jarðvegur er misjáfn í lCanada; sumstað- ar eru sendnir flákar, en sumstaðar líka frjóf- samt land og grösugir hagar. Lítið er þar um kvikfjárrækt; og þar eð nautpeningur er aldrei hýstur, þá er kal í hornslónni mjög algeng veikindi á honuni á vetrum. Fólks- talan er þar þvi nær hálf milljón; eru það bæði hinir upphaflegu byggjendur, og svo útlendir menn, sem tekið liafa sjer f)ar bólfestu. Hinir upphaflegu byggjendur, eða Indí- anarnir, fækka ár frá ári, f)ví nýlendnmenn- irnir, sem setjast f)ar að, kreppa æ meir og meir að þeim og reka þá inn í óbyggðirnar. Karlmenn eru þar stærri, beinvaxnari og hraust- ari enn kvennfólk; sumar konur eru þar af- bragbsfríðar, og því ber það ekki svo sjaldan við, að frakkneskir og brezkir nýlendumenn ganga að eiga innleíidar konur. Skrautbún- *aður þeirra er smekklaus, eins og allra villi- manna. Jó eru þeir nú heldur farnir að laga sig eptir smekk og siðum Evrópumanna. 3>eir búa í Ijelegum hreysum, sem þeir kalla Wigwams; það er ekki annað enn staurar, sem þeir festa niður i jörðu, þekja yfir með viðarberki, og leggja svo yfir dýra húðir; á vetrum fylla þeir stundum upp í allar holur á þessum hreysum með klaka og snjó. Opt byggja þeir 3 til 4 þessa skála saman, og er svo kynnt bál í miðskálanum. Villimenn- irnir í Kanada liafa enga alminnilega bæi, því aðalatvinnuvegur þeirra er dýraveiðar og fiskiafli; það er helzt í nánd við eignir Ev- rópumanna, sem menn finna hreysi þessi mörg saman áeinuinstað, og er stauragirðing allt í kring. Inn i óbyggðum sinum eru Indíanar al- frjálsir og ekki háðir öðru enn boði ættar- höfðingjanna. 3>egar fyrir liggur eitthvert mikilvægt málefni, sem alla varðar, koma allir vígir karlar saman á fund; sje ófriðar- von velja þeir sjer einn foringja. Skilriingar- vit þeirra eru óvenjulega næm og skörp: ieið- ir það hæði af þeirra óbreytta lífernishætti, og af sífeldri áreynslu, sem þeir hafa á dýra- veiðum og á ferðaiögum, þar er þeir í frá blautu barnsbeini æfa Ög skerpa skilningar- vítin. 5að segja menn, að börn þeirra sjeu hvít fædd, og að þau dökkni á hörundið bæði vegna þess að það svo iðiiglega sje núið með fitu og jurtarvökvum, og svo vegna alls kon- ar óþrii'naðar á þeiin sjálfum. 3>egar er börn- in fæðast, er þeim dyfið niður í kalt vatn, vafin innan í dýraskinn eða eitthvað fatkyns og siðan bundin á fjöl, og er mosi undir þeim. Jannig bera mæðurnar þau með sjer, eða hengja þau upp í einhverja eikina, þar sem þau dingla til og frá fyrir vindi, eins og þegar börn Evrópumanna sitja í rólu. Til dýraveiða og hernaðar venja feðurnir syni sína snemma við vopnaburð og við það, að þola þrautir og þjáningar; þeir örfa huga þeirra í æskunni með frásögunum um afreksverk forfeðranna. Upphaflega höfðu þeir ekki annað til vopna enn boga og örfar, stríðsex- ina og hárramshnifinn; en nú eru þeir farnir að tíðka skotvopn meir enn áður. Báta sína búa þeir til úr viðarberki, sjaldnar úr roði; þeir eru mjög Ijettir í vöfunuin og fleyta þó 8 til 10 mönnum. J>að vantar mikið á það, að Indíanar sjeu heimskir menn yfir höfuð að tala, þó að sumir kalli þá bjána, sem ekki taka vel eptir þeim. 5að er sjálfsagt þeir eru mjög óframfærnir og gefa sig .aldrei á tal við livíta menn, nema þeir ávarpi þá að fyrra bragði. j>að er og enginn hægðarleikur að hrífa á tilfinningar þeirra; þvi það þykir þeim ófyrirgefanlegur veikleiki, að láta hið minnsta bera á nokk- urri undrun, gleði eða sorg. Mikill hluti æfi þeirra líður fram eins og í einhverjum draum- órum, þvi löngum sitja þeir með krosslagða fætur, eins og þeir sjeu fastir á öðrum end- anum, og reikja tóbak; eru þeir þá líklega að reisa skýaborgir sínar. Framh. síðar. fngólfur hefur legið í púðurgrafa, og því kemur hann svo seint; en jeg hef vori um fiata hans, ef honum er eígi ofboðið. Prentaður í prentsmiðju íslands hjá E. Jiórðarsyni;

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.