Íslendingur - 10.05.1861, Page 2

Íslendingur - 10.05.1861, Page 2
26 látið sjer mjög annt um, að gefa valdstjórninni á íslandi fœri á því, að segja álit sitt um hvað eina, áður en því hefur verið ráðið til lykta. Að því er dómstólana snertir hefur skipulag þeirra, einkum á þessari öld, að vísu verið líkt og í Danmörku, er hæstirjettur einnig hefur verið œðsti dómstóll íslands, og vantar það ekki, að sumir hafi viljað beita þessu með öðru fleiru sem sönnun fyrir því, að Island væri orðið einn hluti úr Danmörku. En þó því ekki verði neitað, hversu óeðlilegt það sje, að leggja íslenzk mál undir út- lendan dómstól, sem hvorki skilur íslenzka tungu, sem lögin og málsgögnin auðsjáanlega ættu að vera og eru að nokkru leytiáfyrir öllum dómstólunum, nje heldur, aðþví sem menn geta ímyndað sjer, mun þekkja til hlítar allt hið sjerstaklega og einkennilega í lögum vorum, rjettarvenju, hugsunarhætti og' öllu því ásigkomulagi landsins, sem á- hrif getur haft á úrslit dómsmálanna, að vjer eigi tölum um þann afar-mikla kostnað, sem af þessu fyrirkomulagi leiðir, og menn þannig i fljótu bragði kynnu að álíta, að löggjafmn því hefði orölð að leggja íslenzk dómsmál undir hæstarjett í Danmörku af þeirri ástœðu, að hann hefði með því viljað draga Island í þessu tilliti inn undir Dan- mörku, þá ætlum vjer samt, að það liggi í augum uppi, að þessi skoðun er alveg röng og sprottin af einberum misskilningi. Menn verða að gæta að því, að konungur- inn eptir konungalögunum hafði sjálfur œðsta dómsvaldið, og var þess vegna hinn œðsti oddviti hæstarjettar; það var þvi með öllu þessu samkvæmt, að íslenzk dómsmál heyrðu undir hæstarjett, og það þvi fremur, sem þessi rjettur hefur verið og er ágætur dómstóll og skipaður beztu lagamönnum, þó hann af ástœðum þeim, sem vjer áður gátum um, ekki geti verið landi voru að jöfnum lieillum sem Danmörku. Loksins er alþingi vort órækasti votturinn um það, hversu ranglátt það væri að segja, að þjóðrjettindi vor Islendinga ekki hafi verið viðurkennd af konungum vorum á seinni timum. Að vísu vildi sljórnin fyrst, að Islend- ingar ættu ráðgjafaþing í Hróarskeldu saman við Eydani, og sendu þangað fulltrúa sína, og hefur það án efaverið sökum þess, að stjórnin hefur álitið, að slíkt fyrirkomulag mundi verða Islendingum til hins bezta, en alls eigi af því, að hún eigi vildi viðurkenna rjett landsins til að hafa ráðgefandi þing út af fvrir sig og í Islandi sjálfu, og sjest þetta bezt af því, að jafnskjótt sem hinn ógleymanlegi konungur vor Kristján hinn VIII., er hver íslendingur ætíð mun minnast með þakklátu og lotningarfullu hjarta, sá af öl Goðdalir með fám kirkjujörðum, og þykir merkilegt svo nærri Hólastól. Með Sigurði Ijetu þau fara Einar son sinn, svein 11 vetra; var hann allnauðugur, og er mælt hann segðist eigi aptur koma mundu. Gafst öllum vel að honum, og sagt er liann bæði móður sína þess, að hann þyrfti eigi að fara, en hún viidi eigi annað heyra, en hann fœri. Skipti hann þá gullum sínum með öðrum börnum þar á klaustrinu, og það mátti síðan heyra á Ragnheiði, er hún varð eigi með heilli sinnu, að hana iðraði þess, að hafa sendan Einar frá sjer, er sveinninn hafði beðið hana svo innilega, þótt eigi fcngi hún fyrir vitað, hversu fara mundi. |>eir Sigurður mœttu á Kilinum Jóni biskup Teitssyni, er hann fluttist norður til Hóla. Sagði svo Iiatrín dóttir hans, er ung var þá með föður sínum, að sjer litist mjög vel á Einar litla Halldórsson, en hennar Ijekk síðan Ilenidikt Vídalín, bróðir hans. J>á var með biskupi Magnús stúdent Magnússon, fósturson Magnúsar prests Sæmundarsonar á þingvöllum; var hann vel styrk- ur maður og hvatfœr; gjörðist liann smásveinn biskups; vísdómi sínum, hve margt var því til fyrirstöðu, að ís- lendingar gætu haft nokkur sönn not af þvf, að sœkja á þing með Eydönum til Hróarskeldu, gaf hann oss í land- inu sjálfu þing, er hann bauð að nefnast skyldi alþingi, eins og þjóðþing vort hið forna; skyldi það hafa hinn samastarfaá hendi, sem hin ráðgefandi þingí Danmörku, í málum þeim, er Island snertu, og standa þeim því jafn- fœtis, en að öðru leyti skyldi þing þetta vera lagað sem mest eptir alþingi hinu forna. Var það og að eins boðið, að þingið fyrst um sinn skyldi vera haldið í Reykjavík, en vilji konungs var þó auðsjáanlega sá, að það með tímanum skyldi standa á þingvöllum við Öxará. Að vísu vitum vjer vel, að sumir hafa viijað gjöra lítið úr þeirri viðurkenningu á þjóðerni voru, sem fólgin er í þessari endurstofnun alþingisins, þar Eydanir og Jótar, sem ó- neitanlega eru ein og hin sama þjóð, hafi átt sínir hvort ráðgefandi þing, annað í Hróarskeldu og hitt í Vjebjörgum, og að ísland því vel hafi getað verið álitið einn hluti úr Danmörku, þó það fengi þing sjer, en þessi skoðun er þó auðsjáanlega byggð í lausu lopti, því auk þess sem þingin í Hróarskeldu og Vjebjörgum voru í stjórnlegu tilliti eitt þing, er því bæði áttu jafnt að rœða um öll dönsk mál- efni, er undir þau heyrðu, en þar á móti alþingið eittað fjalla um þau mál, sem ísland snerti út af fyrir sig, svo að samvinna millum alþingis og þinga Dana gat að eins átt sjer stað í málefnum, sem snerta Danmörku og Island í sameiningu, svo að íslenzk málefni í ströngum skilningi drógust gjörsamlega undan öllum áhrifum fulltrúa dönsku þjóðarinnar, þá fáum vjer ekki betur sjeð, heldur en að líking sú, sem vera átti millum nýja alþingis og hins forna, auðsjáanlega bendi á stefnu þá, sem konungurinn hefur í sínum landsföðurlega og mildilega visdómi viljað og álitið rjettast að þjóðlíf vort tœki, og að þessi stefna einmitt sje sú, að hluttekning íslendinga í stjórnarmálefnum sínum, sem þeir fengu við endurreisn alþingis, eður seinna meir kynni að verða geíin af konunginum, ætti að byggjast á og lagast eptir grundvelli þeim, sem íslendingar sjálfir höfðu forð- umlagtfyrir stjórn sinni, og kemur þetta einmitt lieim við það, sem vjer höfum áðursagt um áhrif þau, sem einveldið eptir hlutarins eðli liafi haft á stöðu Islands í stjórnlegu tilliti. Nýjar sannanir fyrir því, að konungar vorir haíi við- urkennt þjóðerni vort og þjóðrjettindi, má sjá á því, sem gjörðist í Danmörku um þær mundir, er hin nýju grund- vallarlög Dana voru að komast í kring, og því, er síðan hefur fram farið, bæði þar og hjerálandi. (Framh. síðar). 52 varð liann sfðan prestur að Ilvammi í Laxárdal, og seinua að Glaumbœ; hefur hann margt sagt skilvíslega frá þess- um tíðindum. En þeir Sigurður riðu austur, og fundu þá Jón Austmann og Rjarna; höfðu þeir keypt fje margt, 2 stórhundruð; varð þeim stðfarið, því eptir mestum þorra fjárins urðu þeir að bíða fram yfir rjettir, og báðu nú margir góðgjarnir menn þá að leggja eigi á fjöllin við vetur sjálfan, og buðu að taka þá til veturvistar, og svo að koma fvrir fje þeirra; það er óg alsagt, að Bjarnaværi boðinn skóli í Skálholti um veturinn, og var hann þá um tvítugt, og er það til merkja talið, að Bjarni Halldórsson fyndi Bjarna Jónsson skólameistara, og áttu þeir tal sam- an. Bjarni Halldórsson var örorður, og það svo, að Bjarni 8kólameistari þykktist við; þótti Bjarna þá eigi ráðlegt að ganga í skólann, en Jón Austmann vildi eigi annað heyra, en á tram væri haldið; þá var í för með þeim til fylgdar son Daða prests í Reynisþingum Guðmundarsonar, sá er Jón hjet; höfðu þeir fengið hann sjer lil liðveizlu; lögðu þeir nú upp úr Ilreppum laugardag annan í vetri með

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.