Íslendingur - 28.05.1861, Blaðsíða 1

Íslendingur - 28.05.1861, Blaðsíða 1
ANNAÐ ÁR 28. maí. M k í Páll þórðarson Melsteð cr fœddur á Völlum í Svarfaðardal 31. marz 1791 ; voru foreldrar hans J>órður prestur Jónsson og Ingibjörg Jóns- dóttir. Hún drukknaði í Ilörgá 1797, en hann sálaðist á Völlum árið 1814. í sept. 1799 fluttist Páll vestur að Melstað til afa (móðurföður) síns, Jóns prófasts Guðmunds- sonar; þar ólst hann upp og kenndi aíi lians honum mest- megnis undir skóla; en þegar Páll kom að Melstað á 9. ári var liann alveg ólesandi. Haustið 1807 var hann settur í Bessastaðaskóla, og skrifaðist út þaðan 18 vetra vorið 1809. Eptir það fór hann norður að Möðruvöllum og varð skrifari hjá Stefáni amtmanni Tliórarensen hin ; næstu ár þar á eptir. í ágústmánuði 1813 fór hann utan, til þess að læra lög í háskólanum; en svo sagði hann sjálfur, að sjer hefði verið nær skapi, að iæra læknisfrœði, en efni og ástœður lilutu þá meiru að ráða. Um þær mundir var ófriður milli Englendinga og Dana; urðu því íslandsför að koma við Engiand; var I’áll um veturinn í Leitli á Skotlandi, og komst eigi til Iíaupmannahafnar fyr en nm vorið 1814. þá lók hann til að lesa lög, lauk sjer af og tók »dansk-juridisk Examen« með bezta vitnis- lnirði í marzmán. 1815. Sama árið 17. sept. var honum veitt Suður-Múlasýsla, en 17. maí 1817 fjekk liann Norð- ur - Múlasýslu, og bjó að Ketilsstöðum á Völlum, meðan hann var þar eyslra. Kammerráðs- nafnbót fjekk hann 1832. Árið 1835 var honum veitt Árnessýsla; fluttist liann þá að Hjálmholti, og bjó þar, meðan liann var sýslu- maður i Árnessýslu. Árið 1841 varð liann »riddari af dannebroge«, 1848 fjekk liann jústizráðs-nafnbót, 1851 jidannebrogsmnnns heiðurs-merki«, 1859 »Kommandör- kross dannebrogsorðúnnar«. 12. apríl 1849 varð hann amtmnðurí vesturamtinu ; hjelthann því embætti til dauða- dags og bjó í Stykkishólmi. Hann var tvígiptur, og átti fvrst Önnu Sigríði, dóttur Stefáns amtmanns Thóraren- sens; hún andaðist vorið 1844. I annað sinn kvæntist hann haustið 1846, og átli þá Ingileifl, dóttur sjera Jóns Bachmanns, fyrrum prests að Klausturhólum. Af fyrri konu börnum lians lifa 12, en 3 eru látin; með seinni konunni átti hann eitt barn, og er það á lífi. Hann and- aðist í Stykkishólmi á uppstigningardag, 9. maí þ. á., lítið eitt kominn á 71. árið. Hann fór heilbrigður á fœtur þennan síðasta morgun, gekk að aflíðanda miðdegi til tals við kunningja sinn í næsta húsi; en er hann liafði verið þar skamma stund, liafði hann orð á því, að dofl væri hlanp- inn í hina vinstri höndina, og því næst upp i handlegg- inn, og svo að segja samstundis leið hann út af; var hann þá borinn heim til sín, læknirinn þegar við hönd- ina, en það kom fyrir ekki; þó Iiafði hann lítið eitt getað talað, og rúmri stundu eptir miðaptan (ki. 7*4) var hann örendur. J>annig vitjaöi dauðinn þessa góðfræga öldungs, að vísu nokkuð snögglega, en þó var viðskilnaður hans svo hœgur og blíður, að flestir mundu kjósa sjer líkan dauð- daga. Nú syrgir hann ekkja lians og börn og barnabörn, því hann var þeim hinn ástríkasti, gleði og sömi og styrk- ur sinna ættmanna. Ilann tók sjer fyrstur Melsteðs-nafn- ið, og er því rjett nefndur foringi og höfundur þeirra, sem það nafn bera síðan, eða til lians telja ætt sína. Yinir og kunningjar sakna hans, því liann var hugljúfi þeirra. Amtsbúar mega sakna hans, því hann var vitur maður og liinn mannúðlegásti við alla, œðri og lægri. ísiand má allt sakna hans, því hann var einn af landsins mestu og beztu sonum, og vann í þess þarfir bæði lengi og vel. Ilvað alþingi á honum upp að unna, sýnir saga þess; hann var manna mest og margvíslegast við þáð riðinn allt í frá upphafi, og konungsfulltrúi var hann á 5 alþingum: 1849, 1853, 1855, 1857, 1859, og má það vera vottur um vitsmuni lians og Iagkœnsku, aðeigi verð- ur annað sannlega sagt, en að hvorumtveggja, stjórn og þjóð, hafi þótt hann laglega miðla málum, og borið gott traust til hans; er það þó ktinnugt, að einalt hefur þar sitt sýnzt hverjum, og að konungsfulltrúa-leiðin er vand- rötuð. Ilann ltefur um langan tíma verið kvaddur til 05 Jiáttur Grafar-Jóns og Staðar-manna. (Eplir Gííla Konriitsson). (Framhald). J>að var, er Björn Illugason reið til þings þessa frá Stað, að liann var alldapur og þungt í skapi; hefur liann svo sjálfur frá sagt kunnmönn- um sínum, að þá hafi hann verið hnuggnastur æfi sinnar. lteið hann um Stóru-Grafarhlað, og var Jón gamli úti; sá hann daufleika Bjarnar, og hafði það á orði, að lítt lægi á honum. Björn ljetlílið yfir því. Jón hljóp inn eptir glasi og sagði Birni að súpa áþví, svo hann fvndi, og jafnskjótt og Björn hafði á glasinu sopið, rak Jón knefa milli herða Bjarnar og mælti: »Stattú þig í dag, helv . - • þitt«. Birni harðnaðisvo við þettaskap- ið, að hann kvaðst hafa orðið þeirri stundu fegnastur, er hann komst á Jiingið, og vannst eigi á hans lilut. Leit- armenn liöfðu á þing verið stefndir og mörg vitni önnur, eiukurn Tómas á Flugumýri oglagsmönnum hans, er líkin fundu. Yar svarið af þremur vottum, að 3 hefðu líkin 66 verið í tjaldinu, en þá greindi á um það, hvort 4 væru, þott Tórnas hefði það sagt, og lýst Bjarna með bláa liúfu og í grœnum silkiskúf, og Einar væri lagður til við hlið honum. lVeis nú af þessu langt mál og flókið. J>að hafði á orði verið, að silfurknappar og svart hálfmerkurglas kenndist í höndum Bjarnar lllugasonar, og sýndi Björn glasið, en ei knappana; vildi þá maður sá, erGuðmundur hjet Eiríksson, bróðir Jóns Eiríkssonar, er síðar bjó að Goðdöium, sverja það úr eign Staðarmanna, en sýslumað- ur kvað það ei leyfilegt, er það væri með öllu ómerkt; var það þá af óvitrum mönnum svo virt, sem traðkað væri með því líkamálinu. J>að er haft eptir Sigurði, að liann segði svo eitt sinn: »Jeg fríkenni Björn sem sjálfan mig, en faðir ininn forsvari sig sjálfur!« Œrið margar voru sagnir um aðburð þennan, og sú ein, að líjörgu Hall- dórsdóttur, systur þeirra brœðra, þótti staka þessi vera kveðin fyrir sjer í svefni, er húnmundi, þá hún vaknaði: Enginn finna okkur má undir fannar lijarni;

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.