Íslendingur - 28.05.1861, Blaðsíða 7

Íslendingur - 28.05.1861, Blaðsíða 7
39 það ár veiddist, eður 757 flskar, i júlí og ágústmán. Um marsvínaveiðina eru til lög og reglugjörð frá 29. desemb. 1857, og verður eigi annað sagt, en að vel sje hlynnt að þessum atvinnuvegi og fvrirskipun öll hagkvæm; allt um það er það ætlun manna, að veiði þessi hafi nú orðið minni síðustu 5 árin fyrir þá skuld, að hinn mesti grúi útlendra flskiskipa scrkir hingað á ári hverju, og liggja lyer frammi á flskimiðum vorum 2 og 3 milur undan landi, enda eigi ugglaust um, að skipverjar þessir stvggi mar- svínavöðuna, er hún vill ganga tii grunna; og fullyrða má, að árið sem leið kom fjöldi marsvína lijer í nánd við eyjarnar, og náðust þó eigi nema við 600, því þau voru stygg og óhemjandi, eins og þau hefðu áður verið elt; var þó landtakan hin bezta, og mátti eflaust vinna um 2000, ef styggðin liefði eigi verið komin að þeim, áður Færeyingar komu til sögunnar. Að fyrirgirða hin skað- samlegu áhrif útlendra þjóða á marsvínaveiði vora, verður að líkindum ekki liœgt., og það því síður, sem vjer get- um eigi haldið mönnum þessum í skefjum, er þeir ganga hjer á land, sem opt ber við, en sárt væri það, ef þessi auðsuppspretta Færeyinga skyldi alveg að engu verða. f ÓLÖF JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIIi. 1. Með tengdar hendur, ljósa lík, lít eg þig nú á dökkum fjölum ; af vörum þínum varla fölum liðin er öndin elskurík. 2. Ilelfagurt hros á hlýrum er, sem hinnstur geisli ljóss á kvöldum. Er sem þú mælir munni köldum: »Tárfellið ekki yflr mjer!« 3. Samt bugar grálur geðið fast — hlíðara aldrei byrgðist auga en barnsins, sem að tár vor lauga, aldreigi hrejnna lijarta brast. 4. Engill á jörðu þóttir þú, þess vegna drottinn burt nam kalla þig, góða mey! sem gladdir alla, og grættir engan áður en nú. 77 börn: a, Ragnheiður, átti Einar umboðsmann á Reynistað, Stefánsson prests á Sauðanesi, Einarssonar prests Arna- sonar; þeirra börn: Stefán, nam í skóla, og Iíatrín. b, Björg, átti Jón prest Eiríksson prests síðast á Stað- arbakka, Bjarnasonar bónda í Djúpadal í Ilegranesþingi, Eiríkssonar. Jón var fyrst aðstoðarprestur Magnúsar prests i Glaumbœ, hjelt síðan Undirfell í Yatnsdal; þeirra börn: Katrín, Benidikt, Guðrún og Herdís, og c, Stefán Beni- diktsson, efnilegur maður, dó nær tvítugur. 5. Anna, fyrri kona Stefáns prests að Sauðanesi; þeirra son Einar um- boðsmaður á Reynistað, átti ltagnheiði, voru systkinabörn. 6. Sigríður Ilalldórsdóttir, seinni kona Magnúsar prests Magnússonar að Hvammi i Laxárdal, og síðan að Glaum- bœ; þeirra börn: a, Halldór smiður, átti Guðrúnu }»or- leifsdóttur frá Stóradal, bjuggu í Geldingaholti, voru barn- laus. b, Anna, átti Jón hreppstjóra Bjarnason hreppstjóra frá Hraunum í Fljótum, þorleifssonar; bjuggu þaufyrst að Utanverðunesi í Hegranesi, að Eghildarholti, síðan á Reykjahólum vestur, og svo að Ólafsdal; þeirra börn: Jón, 5. }>ú ert ei nár — þú sefur sœtt; hin blíða sól ei blundinn hrekur, nje barnið móður kossi tekur, heiminum dáið, himni fœtt. 6. Seinna þú vaknar aptur ung á morgni hinnar miklu vonar, þá máttug bljómar röddin sonar og dauðamóðan dreifist þung. 7. Að degi verður niðsvört nótt, náklæði þitt að engilskrúði, hvítfaldin mey að bimins brúði og líður guðs í faðminn fljótt. 8. Tregaða mey! sem tárin heit betur en orðin börmug hrósa, líknsömum falin föður ljósa sof þú i grœnum grafarreit. Foreldrarnir. Tilgátan í »íslendingi«, l.ári, bls. 151, aðafmáskvdi orðið »enn« í Njálssögu, Kaupmannahafnarútgáfunni, kap. 121, bls. 185, er rjett. það er auðsjeð, að Öxará, er þar er um talað, er ekki Öxará á þingvelli, heldur bœrinn Öxará í Ljósavatnshrepp í þingeyjarsý.slu; þar bjó þorkell hákur, og er það sagt ineð berum orðum í Ljósvetninga- sögu, 13. kap., bls. 36: »þorkelI bákr, son þorgeirs lög- sögumanns, bjó þá at Öxará í Ljósavatnsskarði«. Hann bjó og að Öxará, þá er ltann var veginn, og sjest það af 18. kap., bls. 59 í sömu sögu: »Síðan fór Rindill, ok kom til Öxarár í drápveðri miklu. þorkell var úti«, o. s. frv. Orðið »fásinni« (þ. e. fámenni) á vel við um bœ þorkels háks, en ekki um alþingi, því þar var margmenni. Að þetta orð »enn« á ekki að standa í textanum, sjest og af liinni latínsku þýðingu Njálssögu, Kmh. 1809, bls. 408. þar eru til nefnd sjö handrit, er þetta orð standi ekki í, og eru fjögur þeirra skinnbœkur, nefnilega B, C, D, E, það eru skinnbœkurnar nr. 133 fol., 132 fol., 468, 4., og 466, 4. í safni Árna Magnússonar. Ueykiavík, í jamíar lSfil. Jón Þorkelsson. 78 fór utan, nam formannafrœði, kom út og drukknaði innan tvítugt á Eghildarholtsduggu. Magnús, átti Guðrúnu, dótt- ur Jóns alþingismanns Samsonssonar, bjuggu fyrst að Hlíð í þorskaflrði, síðan að Sælingsdalstungu. Bjarni,ókvongaður með bróður sinum í Tungu. Sigríður, átti Halldór sniðkara Friðriksson prófasts að Stað á Reykjanesi, Jónssonar prests, síðast á Breiðabólstað í Vesturhópi, þorvarðssonar, ög Ingi- björg, átti Einar yngra Magnússon úr Skáleyjum, Einars- sonar úr Svefneyjum, Sveinbjarnarsonar. c, Stefán Magn- ússon, átti Guðrúnu yngri Árnadóttur frá Fjalli í Sæmund- arhlíð, Ilelgasonar; bjuggu um hríð á Víðimýri; varð Ste- fán eigi gamall, áttu börn og eitt Bjarna. d. Bjarni, dó ókvongaður barnlaus, rúmt tvítugur. e, Ragnheiður, átti Guðmund þorleifsson frá Stóradal, áttu börn, bjuggu að Mánaskál í Laxárdal. f, Ingibjörg, átti þorleif, bróður Guðmundar þorleifssonar, frá Stóradal, áttu börn, var eitt Magnús, bjuggu að Geithömrum í Svínadal. g, Einar Magnússon smiður, átti Evphemíu Gísladóttur Konráðs- sonar, bjuggu fyrst að Hátúni, svo Iiúsabökkum, síðan að

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.