Íslendingur - 08.07.1861, Side 1

Íslendingur - 08.07.1861, Side 1
ANNAÐ ÁR. 8. jíU. M 8, Konungleg auglýsing til alþingis um árangur af þegnlegum tiilögum þess og öðrum uppástungum á fundinum 1859, dags. 1. d. júním. 1861. Vjer Friðrllt liiiut sjönndi, o. s. frv. Af því, sem gjörzt hefur á alþingi árið 1859, höfum vjer sjeð með allrahæstri ánœgju, hvernig alþingismenn vorir hafa leitazt við að efla vort gagn og hag landsins; svo höfum vjer og með konunglegri velþóknun tekið við þegnlegu þakkarávarpi alþingis fyrir það, er vjer höfum allramildilegast veitt, að hinn íslenzki texti laga þeirra, sem koma út fyrir Island, verði undirskrifaður af konungi og lilutaðeigandi ráðgjafa. Yjer höfum vandlega látið íhuga tillögur vors trúa alþingis um mál þau, er stjórnin bar undir álit þess ár- ið 1859, og aðrar uppástungur þingsins, og munum vjer nú skýra hjer í einu lagi frá, hvað í þeim efnum hefur verið af ráðið. I. Um þegnleg álitsmál, sem komin eru frá alþingi. j>essar rjettarbœtur hafa gjörðar verið um þau mál, sem vjer höfum fengið um þegnlegar tillögur vors trúa alþingis : 1. Opið brjef 26. sept. 1860 um breyting á tilskipun 28. marz 1855, um sunnu- og helgidagahaid á íslandi. 2. Opið brjef s. d. um að leggja skatt á tómthús og óbyggðar lóðir í Reykjavík. 3. Tilskipun 12. des. 1860 um stofnun barnaskóla í Revkjavík. 4. Opið brjef 4. jan. 1861, er lögleiðir á íslandi með breytingum lög 30. nóv. 1857, áhrœrandi nákvæmari á- kvarðanir um betrunarhússvinnu. 5. Opið brjef s. d., er lögleiðir á íslandi með breyt- ingum lög 30. nóv. 1857, um innkallanir í búum. 6. Opið brjef s. d., er lögleiðir á íslandi lög 29. des. 1857, um myndugleik kvenna. 7. Tilskipun 15. marz 1861, um vegina á íslandi. 8. Tilskipun 1. apríl 1861, um löggilding nýrrarjarða- bókar fyrir Island; og var hin nýja jarðabók sama dag allramildilegast staðfest. 9. Opið brjef s. d., um það, hvernig endurgjalda skuli kostnað þann, er risið hefur af jarðamatinu á íslandi, og til bráðabyrgða hefur greiddur verið úr jarðabókarsjóði íslands. þegar lagaboð þessi hafa verið samin, hafa verið vandlega íhugaðar atbugasemdir þær, er alþingi hefur gjört um þau, og liefur sumum þeirra eptir því verið breytt í ýmsu, ýmislegt verið nákvæmar ákveðið, og ýmsu við bœtt. Viðvíkjandi þegnlegri uppástungu alþingis árið 1857 um, að lögleidd yrðu á íslandi með breytingum lög 2. apríi 1855 um innköllun hinna gömlu ríkisorta, skal skýr- skotað til auglýsingar frá fjárhagsstjórninni, er út kom 30. júlí 1860. Eptir þegnlegri uppástungu alþingis höfum vjer allra- mildilegast veitt, að almenn lagaboð, þau er virðast vera þess efnis, að þau beri að löggilda á íslandi, verði.hjer eptir lögð fyrir alþingi sem lagafrumvörp á dönsku og íslenzka, hvert lagaboð út af fyrir sig, með þeim breyt- ingum, er þurfa þykir. Um lagafrumvarp, er lagt var fyrir alþingi 1859, um laun ýmissa embættismanna á Islandi, skal þess getið, að eptir að komið var þegnlegt álit alþingis um málið, var frumvarp þetta með nokkrum breytingum, eT eptir því voru við það gjörðar, lagt fyrir ríkisþingið; en með því það mœtti mótspyrnu á ríkisþinginu, að lögunum yrði framgengt, varð að hætta við málið að sinni. II. Um þegnlegar bœnarskrár vors trúa alþingis birtum vjer þinginu allramildilegast á þessa leið: 1. J>ar sem alþingi í 1. og 2. niðurlagsatriði í þegn- legri bœnarskrá sinni um fiskiveiðar útlendra þjóða við ísland, m. m., hefur beðið um, að fiskiveiðunum við ís- land verði sjerlegur gaumur gefinn, og að hve nær sem tiltœkilegast þyki, verði því farið á flot við stjórnirnar i þeim löndum, þar sem ójafnaðartollur er á fiski, að sá tollur verði af numinn, þá mun stjórnin láta sjer fram- vegis vera mjög umhugað um þessi atriði. En hvað því næst snertir 3., 4. og £. niðurlagsatriði bœnarskráar þess- arar, þá verður ekki uppfyllt sú ósk þingsins, að send verði til landsins smáskip þau, er það bað um, með því lierskipastjórnin liefur ekki til slík skip, og það á hinn bóginn yrði óhœfilega dýrt að útvega sjer þau; en bæði skal verða sent til íslands herskip, svo opt sem því verð- ur við komið, til að hafa gát á útlendum fiskiveiðamönn- um, og til að halda reglu við strendur landsins, og svo skal einnig verða annazt um, að þegar þess verður œskt, verði á skipum þessum veitt viðtaka hœfilega mörgum Is- lendingum, til að læra sjómennsku. 2. Út af þegnlegri bœnarskrá alþingis um, að löggilt- ur verði verzlunarstaður á Skeljavík við Steingrimsfjörð í Strandasýslu, þá verður nú lagafrumvarp um það efni lagt fyrir þingið. En þar sem alþingi enn fremur hefur beðið um, að Straumfjörður í Mýrasýslu einnig verði lög- giltur sem verzlunarstaður, þá hefur sú uppástunga ekki orðið tekin til greina, með því ekki hafði verið farið að á löglegan hátt með bœnarskrá þá, er um þetta kom til þings- ins, er hún ekki var fengin neinni nefnd til meðferðar. 3. þar sem alþingi í þegnlegri bœnarskrá, er frá því kom um fjárkláðann á íslandi, hefur í 1. kafla niðurlags- atriðanna lýst yfir almennri óánœgju yfir ráðstöfunum stjórn- arinnar í máli þessu, ogjafnvel þótt ástœða til að áskilja, að stjórnin hafi ábvrgð á því, þá er slíkt með öllu ástœðu- laust, erþví verður ekki neitað, að gjörðar liafa verið þær ráðstafanir, er bezt þóttu við eiga, til að vinna bug á fjár- kláðanum, með ráði þeirra manna og yfirvalda, er skyn báru á málið, og kunnugt var um, hvernig ástatt var á landinu. Eigi verður heldur falliztá, að nauðsynlegar sjeu eður hagfelldar ráðstafanir þær, sem alþingihefur stungið upp á í II. kafla niðurlagsatriðanna í bœnarskrá þessari, og hvað sjer í lagi snertir uppástungu þess um, að sje sýkinni ekki algjörlega út rýmt um nýár 1861, þá verði lagt fyrir alþingi það ár lagafrumvarp umalgjörða útrým- ingu sýkinnar, þá getur þetta nú ekki orðið umtalsmál, með því svo má álíta, eplir embættisskýrslum, er komið hafa

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.