Íslendingur - 08.07.1861, Page 4

Íslendingur - 08.07.1861, Page 4
60 ” faðma þurfa, til að gefa fóður fyrir eina kú um vetur. J>etta mun eigi fara fjærri sanni, en þó mun fremurþurfa meira en minna land, en lijer er talið, til að gefa af sjer kvrfóður, eptir því lagi, sem núer almenntá túnarœktinni. Eptir því, sem líergsöe segir, voru 1849: 25,523 kýr á íslandi. Er þá Innd það, sem þarf til að fóðra þessar kýr og rœktað er með fvr töldu móti: 76,569 dagsláttur. Á flestum stöðum er kúamvkja, og því nær ekki annað, höfð til áburðar; það annað, sem haft er til áburðar, er dá- lítið af hálfónýtu hrossataði, en mikiu sauðataði erhrennt, og þar með nokkru af kúamykjunni. Ef vjer setjum, að 480 fjórðungar eða 60 vættir af heyi sjeu almennt ætlaðar handa kúnni um veturinn, og að Vs af kúamykjunni sje . brennt, þá má fara nærri bæði um heymegnið af túnun- um, og hve mikinn áburð þau fái sjer til frjóvgunar. Að- ferðin að beraá erþessi: mykjunni, sem á stöku stöðum er drýgð með heyrusli og ösku, o. fl., er mokað út úr fjósinu á hverju máli, og sett í haug, ýmist hvar sljett er undir, en eigi ber það ósjaldnar við, að hún er látin á bala eða hól, svo lögurinn geti því betur sigið úr lienni. Á haustin og fyrst á vetrum er mykjan flutt á túnin, og látin þar í smáhrúgur eptir röð. Á vorin, þegar taðið er orðið mátulega þurrt, er það mulið og því næst ausið út yfir túnið ofan á grasrótina. Svo áríðandi sem þessi túnarœkt er íslendingum, svo er lmn þó eigi að eins ónóg, heldur þar hjá í alla staði ófullkomin. Fyrst og fremst vantar túnin nauðsynlega friðun; vetur, vor og haust sparkast túnin út og troðast af gripa-ágangi, og á sumrin, meðan grasið á-að spretta, verða þau varla varin átroðningi. |>ennan galla verður eigi komið í veg fyrir nema með gripheldum görðum úr grjóti eður torfl. En garðahleðsla þykir sveitamönnum á Islandi erfið, enda vantar þá flesta kunnáttu, og þar hjá er þeim öll jarðarvinna ógeðfelld. Verkfœrin, sem þeir hafa, eru lítt nýt, koma þeir því litlu af um þann stutta tíma af sumrinu, sem þeir hafa afgangs frá heyskapnum; ekkert væri því íslendingum jafnáríðandi og góð verkfœri, sem bæði flýttu fyrir vinnunni og gjörðu hana ljettari1. {>ó hafa garðar um tún verið mjög almennir í fyrri daga, því enn sjest móta fyrir þeim nær því alstaðar. Seinast á næstliðinni öld tóku bœndur sumstaðar að blaða garða um tún sín; hvöttust þeir til þess af verðlaunum þeim, er stjórnin í þá daga hjet fyrir garðahleðslu og aðrar jarðabœtur, en þegar verðlaun þessi voru af tekin, þá fjellu og garðarnir aptur. Nú um hin seinast Iiðnu 20 ár er aptur vaknaður nokkur áhugi með mönnum í þessu efni, og sjer maður sumstaðar, að bœndur leggja mikla stund á garðahleðslu, en langt er frá, að þetta sje orðið almennt, og mun óhætt að fullyrða, að ekki sje einn tutt- ugasti parturinn af túnunum á íslandi umgirtur enn. |>essar fáu framfarir, sem enn eru orðnar, eru víst að nokkru leyti að þakka viðleitni búnaðarfjelaga þeirra, er stofnuð hafa verið í suður- og vestur-umdœmunum fyrir nokkr- um árum síðan; en einkum hefur búnaðarfjelagið í'Vopna- flrði haft góðan árangur og komið miklu nytsamlegu til leiðar í búnaðarefnum, enda þótt verksvið þess sje minna en liinna fjelaganna. |>ar næst skal þess og getið, að túnin eru því nær hvívetna full af ójöfnum eður þúfum, sem svo eru nefndar; tálma þær jafnt grasvextinum og 1) Allir þeir, secn farilb hafa frá Isiandi tíl annara landa og tekií) hafa þá ofurlitiþ eptirþví, sem daglega ber fyrir augu, eiga hœgt meb aí> ímynda sjer, hve ómissandi vagnar eru til allra landflutninga. Aldrei mnnu trtn etiur abrar lendur verba almennt girtar á íslandi, fyr en hjer koma vagnar, til aþ draga aþ efniþ í þá. Hversu Ijóst þetta hafl veriþ stjórn vorri fyrir eina tíþ, má sjá af tilskipun 26. fehrúar 1754, hvar 1 hun skipar Islendingum, aí) útvega sjer vagna til hœgri verka vib jarþyrkjuna. pýþandinn. gjöra sláttinn erfiðan. Á stöku stöðum hafa menn sljett- að þessar þúfur, en varla á nokkurri jörð er enn búið að gjöra svo mikið að þessu, að túnin megi öll heita sljett. Fvrst skera menn grasrótina ofan af þúfunum með Ijá, pæla þær því næst og mylja í sundur með járnrekum, jafna þá flagið og leggja svo grasrótina á aptur, sem af var skorin. Enda þótt verk þetta sje bæði seinlegt og erfitt, þá sýnir þó reynslan, að það launar ómakið; án efa mundi það verða miklu fyrirhafnarminna og fijótar unnið með plógi og öðrum akuryrkjuverkfœrum. Hjer að framan hefur þegar verið drepið á, hvernig áburðinum á íslandi er varið; ðllum helmingi af honum er brennt, og jörðin, sem fær hinn helminginn ofan á grasrótina, hefur hans mjög lítil not sökum meðferðarinnar. Skógar þeir hinir miklu, er sögurnar segja að áður hafi verið á landinu, eru nú því nær gjörsamlega eyddir; á stöku stöðum er eigi eptir utan smákjör, sem engan veginn er nóg til kola, auk heldur til eldsneytis. Á mörg- um stöðum erþarámóti gnœgð af mómýrum, sem hing- að til alls eigi hafa verið notaðar. Á seinni tímum eru þó margir farnir að gefa þeim meiri gaum, og margstaðar er byrjað að skera mó til eldiviðar, enda þótt mörgum bœndum sje all-óljúft að bœta á sig þessari aukavinnu, endaerþetta víða bundið miklum erfiðleikum, sökum þess, hve örðugt er um alla flutninga þar á landi. Auka mætti og áburðinn með mörgu öðru móti, svo sem með því, að nota þang og þara, leðju og ýmist affall, einnig með því, að láta hross og annan fjenað liggja inni á næturnar að sumrinu. Að hafa sauðfje í fœrikvíum á sumrin, er víða orðið alltíðkanlegt. Sá vesti galli á meðferð áburð- arins er, að nær því hvergi hafamenn búið sjer til haug- stœði, sem gagn er í; er mykjunni opt fieygt á aflenda hóla, rjett á móti sólu; rennur þá allur vessinn úr taðinu, en haugurinn þyrrkist upp og skrælnar. Hitt, sem eptir verður, er lítt nýtur hrakningur, því allt loptkyns úr tað- inu rýkur út í loptið, en hvergi er höfð hirtni á að þekja haugana með rudda eður torfi, sem þó er alltítt, í útlönd- um. Auk þessa er og mykjan opt borin þar á túnin, livar vatnsgangur er; þvættist þá og skolast úr henni krapturinn til engra nota. Að síðustu er áburðurinn opt unninn illa ofan í á vorin, og það einatt á órjettum tíma, annaðhvort of snemma eða þá of seint; er sá háttur, að vinna taðið ofan í þegar á haustin, nú með öllu afiagður, en var þó tíðkanlegur til forna, hjá mörgum góðum bœndum. Nú þótt þessir og margir fieiri annmarkar sje átúna- rœktinni, enda þótt eigi kveði jafnmikið að þeim nú eins og fyrir 20 árum síðan, þá eru þó þegar margir af hin- um betri bœndum og hyggnari farnir að sjá, bæði hvað á grasrœktinni ríður, og leggja stund á, að anka hana og bœta, með því að sljetta, girða og grœða út tún sín. Að auka túnin eða grœðaþau út, hefur sumstaðar veitt auð- velt, nl. þar sem þurrt graslendi hefur legið utan við tún- ið, svo ekki hefur þurft annað en bera á það; en þetta hefur aptur yeitt örðugra sumstaðar, þar sem land til út- grœðslu vantar. J>eir, sem í fyrstu liafa byggt jarðirnar, hafa venjulega litið meira eptir góðu bœjarstœði en góðu og nógu túnstceði, er auðvelt væri að halda við og rœkta, enda mun nú víða vera mjög breytt frá því, er var í önd- verðu, þá er menn nám« hjer land og ruddu fyrst bú- staði. Nú á seinustu árum hafa menn á einstöku stöð- um tekið upp og reynt til, að auka tún sín með því, að brjóta upp órœktað land með plógi og herfi; hafa verk- fœri þessi nú flutzt til landsins, síðan nokkrir fslenzkir menn hafa farið utan og lært að nota þau; hjet sá Guð- mundur Ólafsson, er fyrstur fór utan þessa erindis, en síðan fóru fleiri eptirhonum frá ýmsum stöðum. En til-

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.