Íslendingur - 18.07.1861, Side 2

Íslendingur - 18.07.1861, Side 2
66 norðurfjlkjanna stóð í þremur stórflokkum þannig niður- röðuðum, að suðurfylkja-herinn var mittámilli þeirra eins og í nokkurs konar kvíum. Menn vita eigi neitt með vissu um tölu hersins frá norðurfvlkjunum, en að líkind- um mun liann nú vera 75 þúsundir; her þessi hafði haft ýmisleg óhöpp, og kenndu menn foringjunum um; þannig hafði einn flokkur hans skotið á sína eigin menn í hálf- dimmu, og í annan stað hafði fallbyssuliðið skotið á járn- brautarvagna að ófyrirsynju. M'enn virðast því að Jiafa verið mjög óánœgðir með foringjana. Eptir enskum Llöðum 3. d. þ. m. hefur verið afar- mikili eldsbruni í Lundúnaborg, og mökkurinn af honum sást enn þá um kveldið langar leiðir út um iand. Tjónið af þessum eldsbruna er talið að sje 27,000,000 rdd. Kornvöxturinn á Hollandi og Frakklandi er sagður standa í bezta blóma, og voru kornvörur því að lækka í verði á Frakklandi. í „Abcrdeen journal“ 3. júlí liefur varaforset- inn fyrir „alpin club“ á Irlandi, herra William Long- man, skýrt löndum sínum frá, að eldsumbrot væru í Ör- æfajökli á Islandi, og fýsir þá á, að fara út til íslands með nassta gufuskipi, sem hann segir að Koch og Ilenderson bati skrifað sjer að ætti að koma til Skotlands þann 15.— 21. þ. m., og ætti aptur að fara frá Reykjavík 14. ágúst. f Sjera J Ó N EIRÍKSSON, prestur að Undirfelli. Fokið er nú i fagurt skjól, fyrir augum mjer dimma tekur , harmaský vonar-himin þekur og byrgir unaðsbjarta sól. Eilifðar- íram í hyldjúpt -haf hverfa þeir burt á tímans straumi, sem til aðstoðar oss hann gaf, og takmörk setur hryggð og glaumi. Svo mælir hver, sem þekkti þann, er þrumu dauðans nú var sleginn; en þó hann sjálfur yrði feginn að flnna guð og frelsarann, sjúkdómi leysast sárum frá, sem hans þolgœði mest bar vottinn, honum því hvorki heyrðust á harmatölur nje mögl við drottin. Sjera Jón Eiríks arfi var einhver hinn bezti fjelagsmaður, vinum tryggur, og veglundaður; umhyggju fyrir öðrum bar allt eins mikið og sjálfum sjer, (sízt það einkennir tíma vora); að hjálpa snauðum, eins og ber, opt á ríkismenn fast nam skora. Og hann gekk sjálfur undan þeini i því, sem fara betur skyldi, því að hann aldrei vera vildi bundinn of fast við hálan heim; •jðal á himni meira mat; rrienn þá fátœkum gjörðu bjarga, aðgjörðalaus hann aldrei sat, efnum sínum þó hlyti farga. Fósturbörn sýna sannleik þann, sem hann var eins og faðir bezti, að hann við auð ei hugann festi, hvað opt þá ríku henda vann; nnnara jafnt og sinni sveit sýndi þá rausn með fúsu geði; engin hans gjöf til gjalda leit, góðvilji sannur öllu rjeði. líúhöldur einn sá bezti var, bæði dugnað og reglum unni; hann sýndi það með hönd og munni, hvervetna þegar þörf að bar, og fyrir góðri umsjón þá umhyggjuleysi hlaut að rýma; Undirfell bera margar má menjar hans œrið langa tíma. Lundin var bæði ljett og hrein, lipur, fjörugur andi vakti glaðværð, en alla ólund hrakli þeim frá, sem hugar þjáði mein; cinurð og kjark hann ekki brast, alvarlegt mál þá skyldi rœða, sannleiks-málefni fylgdi fast, fjelagsskap allan vildi glœða. Iljett í kennimannsstjett lrann stóð, stundaði velferð sóknarbarna, skeytingarleysi vildi varna að læra næði ung kynslóð; hógvær, blíður og hollur var húsbóndi, faðir, ektamaki; ætið vorkunn með öðrum bar, en slóð þó sjálfur fám á baki. J)ungbær er missir þvílíks manns, sem þannig var með kostum búinn ; hann þó sje burtu hjeðan snúinn, vjer gleymum aldrei verkum hans, og vitum fyrir víst, að hann verðlaun trúlyndra þjóna hlýtur, og húu, sem grætur góðan mann, glaðari dag í trúnni iítur. Sá kemur tíminn seinna meir; sem þau í betri heimi finnast, þá munu ýmsir endurminnast margrar gleði, sem þáðu þeir i sælla vina sambúð hjer; þó sorgum stráða leið opt göngum, sú hryggð mót slíkum unað er eins og hálf stund lrjá degi löngurn. G. Guðmundsson. Alþinj^i 1H6I. Vjer gátum þess í »íslendingi« hjer næst á undan, hvað gjörzt hefði á alþingi 4 fyrstu dagana, sem þing var búið að standa; nú höldum vjer þar áfram, er vjer hætt- um, og skulum í stuttu máli skýra frá, livað síðan hefur á þingi gjörzt. 5. fundur, 6. d. júlim. 1. Konunglegt álitsmál um, að hve núklu leyti þau laga- boð, sem út hefðu komið í Danmörku árin 1859— 1860, gætu átt við á íslandi. Tilþess að segja álit sitt um það mál, var nefnd kosin, og urðu í henniþessir: Jón Pjetursson, Páll Sigurðsson, Páll Melsteð. 2. J»ví næst voru rœddar uppástungur: a, frá þing- manni Barðstrendinga, að setja nefnd manna til að rannsaka allar bœnarskrár, er til þings kœmu, og segja álit sitt um þær; sú bœnarskrá var eptir nokkrar um- rœður tekin aptur af uppástungumanni. b, frá Kolla- búða- og fingvallafundi, um að stytta alþingistíðindin, en svo lauk því máli, að uppástungurnar voru felldar. c, uppástunga frá þingmanni Borgfirðinga um að prenta alþingistiðindin í tvennu lagi, þingskjöl öll sjer, en rœðurnar sjer; eptir nokkrar umrœður var því máli og hrundið. 6. fundur, 8. d. júlím. 1. IJœnarskrá þingmanns Reykvíkinga, umþað, að losast frá skrifarastarfi á alþingi, rœdd; sk<ar þingið svo úr þvi máli, að tveim skrifurum var við bœtt, og urðu þeir Páll Melsteð og Sveinn Skúlason fyrir þeirri kosn- ingu. 2. í álitsmál um spítalahluti á Vestmannaeyjum kosin þriggja manna nefnd: Árni Einarsson, Páll Sigurðs- son, Jón Ujaltalín. 3. Álitsmál um laun málaflutningsmanna við yfirdóminu

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.