Íslendingur - 30.09.1861, Page 6
86
borg (1848), þar er margir af þeim fjellu eptir drengi-
lega vörn. J>á stóð upp maður frá »Sljesvík-Holtsetu«,
cr barizt hafði móti Dönum, og mælti nokkur »hjartnæm«
orð til þeirra, er við voru staddir. Af því, er þýzk blöð
segja hjer um, má marka, eins og af öðru, hve rík hefnd-
arfýsin og hatrið við Dani er meðal manna á þýzkalandi,
Frá Póllandi. Sá kur, er vaknaði hjá Póllend-
ingum í vor, hefur lengi við haldizt og stjórnarskráin nýja
hugnaði þeim eigi svo, að um bœttist. Einatt hefur farið
i úlfúð og aga í borgunum, en liðið hvervetna til taks
að bœla niður ófriðinn. Nú er sagt, að lýðurinn sje far-
inn að spekjast, og er það eignað hinum nýja landstjóra,
Lambert hershöfðingja, sem fer að landsmönnum með
vægð og stillingu; enda halda menn, að keisarinn muni
láta meira af bendi rakna við þá, er fram iíða stundir.
í brjefi hans til landstjórans stendur að niðurlagi: »Jeg
ersannfœrður um, að Póllendingum, ef þeir gæta skyn-
semdar, verður sú raunin á, að hœg og friðsöm nautn og
lagfœring landslaganna leiðir þá til sjáifsforræðis í land-
stjórninni. Safnaðu að þjer þeim mönnum, er vel hyggja,
að það verði fyrir mjer upp borið, er þjóðinni er sönn
þörf á. Kostaðu kapps um að spekja fólkið; jeg skal
glaður því gleyma, er á hefur orðið, og gjalda líku líkt,
ef Póllendingar tjá mjer traust og kærleika«.
Austurrílti. Vjer lukum þar seinast máli um mis-
klíðirnar við Ungverja, er keisarinn hafði tekið við ávarp-
inu frá landsþingi þeirra. Höfuðatriðin í því voru, eins
og vjer áður höfum á minnzt: fullur aðskilnaður frá Aust-
urríki í stjórn og lagasetningum; lög Ungverjalands lúta
að eins að sameiginlegum höfðingja fyrir bæði ríkin (Per-
sonalunion), en eigi sameiginlegri stjórn (Realunion); lönd
þau, er áður heyrðu til konungsríkisins, skulu að nýju
tengd við það; valdaafsala Ferdinands keisara ólögmæt,
af því Ungverjaland sje eigi nefnt í afsalsskjalinu. Ráð-
gjöfum keisarans varð oerið langrœtt um andsvörin; en
þar kom niður, að alls var synjað. það er helzt haft
frammi í svarinu, að Ungverjar líti meir á lagastaf en
lagavenju, á hag Ungverjalands en rjett sambandslandanna
og helgi keisaradœmisins. J>að þykir sjálfsagður hlutur,
að gjöld til alríkisþarfa sjeu rcedd á alríkisþingi, og eigi
síður útboðalög, því herútboð líti eigi til varnar einstaks
lands, heldur til viðhalds og frelsis allra þeirra landa, er
lykjast í keisaraveldinu. Sameining Sjöborgaríkis við
Ungverjaland leyfist eigi, því hvorki hafi hún gild lög við
að styðjast, og svo sjái þeir af landsbúum hlut sinn i
hættu, er eigi mæla á ungverska tungu. J>ar rœðir um
Króataland og Slavóníu, þá verði Ungverjar að koma sjer
saman við landsþingi þeirra, og ef samþykktir verða, þá
að senda þær keisaranum til staðfestingar. Og öllu frem-
ur verði þingið í Pestharborg að hyggja á og liefja slíkar
lagasetningar, er miði að því, að vernda og tryggja þjóð-
ernisrjettindi þeirra þjóða á Ungverjalandi, er að máli og
öðru greinnst frá Magýörum. Afsalsskjalið álítur keisar-
inn í fullu löggildi, því þar standi, að Ferd. keisari afsali
keisarakrúnu Austurríkis »ásamt öllum tilliggjandi konungs-
ríkjum og löndum«. J>ótt keisarinn væri svo þvertœkur og
Ijeti það fylgja, að hann með alvöru og krapti mundi reka
rjett sinn, ljetu Ungverjar engan bug á sjer til undanláts.
Júngið tók spaklega við svarinu og lagði til ítrustu rann-
sóknar. Deak tókst á nýja leik á hendur að semja and-
svarsávarp, og var því í einu ldjóði jákvætt af báðum þing-
deildunum. J>ar er hverju einstöku atriði í keisarabrjefmu
hrundið með rökum, og skýlaust upp kveðið, að það standi
á þeim stöðvum, er ekkert eiga skylt við lagagrundvöll
Ungverjalands. Eptir margtekin og þversynjandi at-
kvæði gegn innihaldi og stefnu keisarabrjefsins lýkur á-
varpinu á þessa leið: »Verið getur, að ættjörð vor eigi
þunga daga fyrir höndum, en oss þykir það drengskap
flrrst, að afrœkjast skylduna til að afstýra þrautunum; lög-
um stutt frelsi landsins er eigi í þeim skilningi vor eign,
að vjer megum frjálst með það fara, eins og hvern hlut
annan; þjóðin hefur lagt það í vorar vörzlur, treystandi
einurð vorri og þegnlyndi, svo að vjer eigum reikning fyrir
að gjalda bæði henni og sjálfum oss. Verði þess eigi
auðið, að komast hjá þrengingum, tekur þjóðin öruggvið
því, sem að höndum ber, að hún nái að varðveita óhagg-
að fyrir niðja sína lagafrelsi það, er henni er leift af for-
feðrunum. Hún mun bera þrautirnar með þolinmœði, eins
og forfeður hennar hafa borið þær, til að veita vörð rjett-
indum landsins. J>vi, er ofbeldi og yfirgangur ræna, má
ná aptur, er fœri gefur, en á hinu er mesta torveldi og
tvísýna, er þjóðir játa undan sjer af ótta og Jcvíða fyrir
þjáningum og prautum. J>jóðin kýs þrautirnar, væntandi
betri daga og treystandi því, að rjett mál beri um síðir
sigurinn úrbýtum«. Seinustu aðgjörðir þingsins voru þær,
að semja boðskaparbrjef til sambandslandanna, þar er yfir
var lýst, að þau ásamt öllum þjóðernisflokkum Iandsins
skyldu njóta jafnrjettis við Magýara, að því ástand heimti
og lög lægju til. Nú hefur keisarinn það af tekið, er
menn uggðu, að hleypa upp þinginu og boða menn á al-
ríkisþing, og þar með nýjar kosningar til landsþingis á
6 mánaða frestí. þingmenn lögðu bann fyrir í nafni
þjóðarinnar, og hvervetna er skírskotað til landslaga og
lýriti varið, er embættismenn eða hermenn keisarans
heimta gjöld cða reka aðrar sýslur af hans hálfu. Að
vísu hefur ríkisráðið í Vínarborg, eður hinn þýzki hluti
þess, lokið lofsorði á tiltektir keisarans, en þó er eigi
sýnt, hversu lengi hann treystist að fara sínu fram, því
það vitum vjer, að margt getur borið til vandræða í Aust-
urriki, og að keisarinn, eigi síður en aðrir höfðingjar vorra
tíma, mun þykjast fullþreyttur, er til lengdar leikur, að
reka stjórn móti óvinsæld og mótþvkki þegna sinna, þótt
við deigari væri að etja cn Ungverjar eru.
Frakkar, Bretar og ítalir. Nú liafa þeirráð-
ið sendiboða hvor hjá öðrum Napól. keisari og Viktor
konungur, og upp tekið öll þau viðskipti, er tíðkast hjá
vináttu- og sambands-þjóðum. Napóleon keisari sýnir enn
af sjer sörnu tregðuna, að kveðja iið sitt burtu frá Róma-
borg, og þykir það mest fyrir standa friði og friðarskipun
á Italíu. Sumir halda keisarinn sje ráðinn í því, að láta
hjer við standa, meðan Píus páfi 9. er á lífi, aðrir segja,
að hann vilji fá greiðann borgaðan, en hugnunin sje engin
önnur en Sardínarey. íbúar eyjarinnar eru 500 þús.,
lendur með lítilli rœkt, en hafnir og flotastöðvar hinar
beztu. J>ví má nærri geta, að Rretar, er hafa ávallt
glöggvan augastað á bandavini sínum, líti hjer grandgæfi-
lega eptir, að eigi verði sjer of nær þokað um ríki í Mið-
jarðarsjó. J>eir vilja hafa vinfengi keisarans og Frakka,
en gjalda varhuga við, að hann verði þeim hvergi ofjarl,
Jtar nje annarstaðar. f>að hefur verið upp kveðið af manni
úr neðri málstofu Rreta (Roebuck), er þykist hafa gilda
heimild fyrir sögu sinni, að fyrir löngu sje samningur um
þetta við Viktor konung (Cavour). Ráðherrar Rreta sögð-
ust einkis hafa orðið áskynja um samninginn, og stjórn-
arblöð keisarans og Viktors konungs hafa þvcrneitað allri
tilhœfu til slíks pata. En öllum er enn í minnum, hversu
kappsamlega var móti borið kvittinum um afsölu Savoju
og Nizzahjeraðs, og varð þó sú raunin á, sem kunnugt er.
Mátti það finna á orðum Russels lávarðs, að lionum þótti
sagan eigi svo trúleg; hann kvað það ráðlegast, að hafa
andvarann á sjer, enda yrðu Bretar hjer að stöðva vin
sinn, ef honum væri alvara. Fyrir nokkru ferðaðist Maxi-