Íslendingur - 12.11.1861, Blaðsíða 1

Íslendingur - 12.11.1861, Blaðsíða 1
 ANNAÐ ÁR. Sl. 12. nóvember. M13 —• Póstskipið er enn eigi komið, að kveldi hins 12. d. nóvembermánaðar. Svíir. J>að var fyrst nú fyrir fám dögum, að mjer auðnaðist að sjá viðaukablaðið við 13. ár »J>jóðólfs« nr. 19—20, 17.apr., 1861, þar sem prentuð eru brjefin sjera Baudoins (Bald- vins) hins katólska í Reykjavík til ritstjóranna »J>jóðólfs« og »Norðra«. Hafði jeg fyrir löngu heyrt á skotspæni um þessibrjef, og þess getið umleið, að mjer væri beintþar einhverju, enda hafði jeg sjeð svar Sveins Skúlasonar til Baudoins. Og nú sje jeg glöggt, að mjer hefur einkum verið ætlað greinarkorn aptarlega í síðara brjefi klerksins katólska. J>essari grein fmnst mjer jeg verði að svara einhverju, og bera hönd fyrir höfuð mjer. J>ó reyndar sje fólgið í greininni, þegar vel.er að gætt, allt lof1 en ekki last um mig og »Iðunni«, þá liggur það ekki svo Ijóslega í aug- um uppi, sem jeg vildi. J>að kemur ekki mjer við, að tala um, hvernig þessi brjef sjera Baudoins eru samin, hversu kurteislega þau eru rituð, hversu vel þar er fylgt rjettum hugsunarreglum, eða hvernig honum ferst að sanna þar mál sitt, sem ekki snýr að mjer. Jeg er enginn rit- dómari. En svo er búningur efnisins og orðalagið, sjer í lagi á greininni til mín, að margir rnunu furða sig á, að þetta skuli vera eptir menntaðan mann af þeirri þjóð, sem talin er ein af hinurn menntuðustu og kurteisustu í heimi. Sjera B. byrjar á því í greininni um mig og »Iðunni«, að segja hún sje full af ósannindum2, og beinir að mjer, að jeg hafi sett þau saman eptir tnínu sciguviti. J>elta er þó auðsjeð framan á bókinni að ekki cr satt — því þar stendur, að jeg hafi safnað til hennar þáttunum, en ekki samið þá. Og þetta er satt, til þess get eg vísað á nóg- ar heimildir. J>ess vegna eiga í raun og veru aðrir, en ekkijeg, þau ámæli, sem klerkurinn velur mjer fyrir það, sem ritað er í »Iðunni«. En jeg ætla nú að gjöra hon- um það til þóknunar, að taka mál hans að mjer, eins og jeg eigi það, þó jeg hafi að eins íslenzkað þættina í »Ið- unni«, og sýna honum þá kurteisi að svara honum, þó | sumir beri sjer í munn, að grein hans til mín sje ekki svaraverð. Hann byrjar á því, sagði jeg, að segja »Iðunn« sje full af ósannindum, en nefnir þó engin, nema svo sem tvenn, er hann kallar svo, eða vill sanna að sjeu, og eiga þau að vera í þættinum um páfaveldið3, eins og sá þátt- 1) Er þati ekki fremur til lofs þeim, sem ritar, og rottur þass, at) liaim segi satt, þogar amiar ber honum, aþ liann hafl ritats lygar — en t#kur þó etigar fram og flnnur enga nýtilega ástœtiu til at) sanna tnál sitt. 2) Jeg minnist hjer ekki í ósannatla hrakdóma klerksins uin „lti- Hiini:' á 81. bls. vii'aukabiatsins (í brjeflnu til ritstjóira „pjótlólfs"); þyí | þeir sýnast miklii freinur sprottnir af því, ab rœtist á honuiu, aí) | sannleikanum verþi hver sárreicjastur, en af sannleiksást. Tek jeg heldur j þau ámælin, sem hann reynir aþ sanna, til at) sýna, hvernig honum tskst þaí). 3) pessi þáttur er tekinn eptir „Geschichte Dr. Martin Luther etc. von Dr. C. W. Spieker. 1, Eand. Berlin 1813". Sítian var honum snú- ifc á dúnsku í Biises-Archiv, eg kef jeg ekki beyrt getiþ um. aí) katoÍ6k- urinn hafi snortið sárast hjarta hans. En þessi ósannindi í páfaveldisþættinum, sem sjera B. drap á og gjörir sjer að yrkisefni, hefur hann búið til sjálfur; það getur hver sjeð, sem þáttinn les og samhliða greinina sjera B. til min. Hin fyrri ósannindin tekur hann aldrei fram með ber- um orðum, en málsgreinirnar, sem hann er að bera sig að hrinda þeim með, virðast stýlaðar móti þvf, aðjeghafi neitað, að andlegt vald páfanna hafi verið til noklturn tíma. þetta sjest hvergi í þættinum um páfaveldið, held- ur smíðar presturinn í huga sjer málsgrein þess efnis, og fer svo að reyna, að hrinda henni. Að vísu mun honum finnast jeg gjöri minna, en hann vildi, úr þessu allsherjar- valdi, sem páfarnir eignuðu sjer. Samt hef jeg aldrei sagt, að andlegt vald þeirra hafi aldrei verið til. J>egar hann fer nú að hrinda þessari málsgrein sinni, fer það þó varla í góðu lagi. Hann segir jeg »hefðigetað sjeð af sögunni, að andlegt vald páfanna hafi ávalit átt sjer stað«, og vill sanna þetta með tveim málsgreinum eptir kirkjufeðurna, þar sem þeir minnast á kristnina í Róm. »Andlegt vald páfanna hefur ávallt átt sjer stað«, segir hann. Ekki er þetta satt. Enginn páfi var til fyrir Iírists fœðingu, og páfanafnið kom ekki upp fyr en á 5. öld eptir Krist í þeirri þýðingu, sem það varð seinna. Eða hvað sannar það um andlegt vald páfa, þó Cyprianus kalli kristnina í Róm aðal-hellubjarg kristninnar, eða Irenæus kalli hana mjög volduga kristni, sem nauðsynlegt sje, að aJtir'1 trúað- ir komi sjer saman við. J>að var eðlilegt, þó kristnin í Róm væri styrkari í þann tíð, er þessir menn rituðu, en á flestum öðrum stöðum og vel rœkt, með því llómaborg var þá allra borga fjölmennust; tveir hinir merkustu post- ular höfðu kennt þar kristni og látið þar lífið, og þar var einna mest menntun og vísindi samankomin á einum stað. Og til að lialda einingu í kenningunni var nauðsynlegt, að söfnuðirnir, sem voru viðs ve/ar innan um heiðingjana út um löndin, kœmi sjer saman um trúarmálin — því hættan var þá svo mikil af speki beiðingjanna, samblandi trúar- bragðanna og misjöfnu áliti kristinna sjálfra. Enafþess- um greinum kirkjufeðranna verður þó ekkert sannað um andlegt vald páfanna i Róm, eða biskupanna þar, á dög- um þeirra Irenæusar og Cyprianusar. Hitt er auðvelt að sanna, að á fyrstu öldum kristninnar höfðu aðrir yfirmenn kristinna safnaða, t. a. m. patríarkarnir í Anthiochiu, Alex- andríu, Constantinopel og Jerúsalem, viðlíka vald og gildi og patríarkinn, eða biskupinn, f Róm, hverjir yfir þeim söfnuðum, sem lágu undir veldi þeirra. þó Irenæusi þætti mest koma til kristninnar í Róm á sinni tið, talar hann ekkiáþessum stað um neitt andlegt váld yfirmanns henn- ar. Og varla mundi hann liafa talið hana eptirbreytnis- verða fyrir alla, ef hún hefði verið þá eins og hún var orðin svo sem 12 öldum seinna. Mig grunar, hvað muni liafa komið sjera B. til að búa lil þessa hjegómlegu málsgrein: »andlegt vald páfans hef- ur ávalltátt sjer stað« o: það hefur verið frá eilífð. Hann it hafl iieinstatar fyr iiiaiipií) upp á nel' sjer af því, sern ritab er í honum um p.lfann. I) „Necesse est omnes“ liggur iistr Rýbi: «auS»)TiI**t er ab allir, heldur «n „ailir h)jóta“. 97

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.