Íslendingur - 12.11.1861, Blaðsíða 7
103
en sje garðurinn þar á móti láglendur og raklendur, verð-
ur að þurrka hann með skurðum og vatnsaugum gegn um
girðinguna, og halli ekki frá garðinum að utanverðu, verð-
ur að grafa, þangað til halli fæst, því ekkert vatn má hafa
viðnám innan garðs, og mega skurðirnir ekki vera grynnri
en alin; bæði er það fallegast og drýgst upp á garðrúm-
ið, að skurðirnir sjeu lokaðir, þannig, að á skurðbotninn
er lagt 6 þumlunga þykkt lag af smásteinuin, þakið síðan
yfir með hellum eða seigu grastorfi, og fylltur síðan með
því, sem upp úr honum var mokað, en sje grjót ekki til,
verða þeir að vera opnir, en þá eiga skurðirnir að flá vel
til beggja hliða, og á álnardjúpur skurður að minnsta
kosti að vera á vídd að ofan röskvar 2 álnir, en Va al- 1
botninn. Einnig hafa garðar þeir, er byggðir eru heima
við bœi, þann kost til að bera, að hœgt er að ná til vatns,
þó þerritíð sje, því rnaður getur ekki ímyndað sjer neinn
þann bústað, að ekki sje vatnsból fyrir menn og fjenað;
og að endingu sje garðurinn heima við bœi, þáhafamenn
við höndina þann bezta áburð, er fengizt getur, og seinna
skal sýnt verða. Líka er miklu hœgra að verja garða,
sem heima eru, fyrir gripa ágangi; en girðingin á að rjettu
lagi að vera svo vönduð, að engin skepna ráðist á hana.
(Framli. síðar).
I>ess ber að geta, sem vel er g;jört.
Eins og kunnugt er sveitungum mínum, þá á jeg
undirskrifaður að heita hóndi á Lárkoti í Eyrarsveit, hef
að sjá fyrir heilsubilaðri konu minni, þremur hörnum
okkar, og móður minni, örvasa ómaga, hefhaftaf skepn-
um til af að lifa eina kú, þó gallaða, og lítið meira en
sauðarkvíildið af kindum; þennan minn bágborna efnahag
hafa nú bæði sveitarmeðbrœður mínir og fleiri fundið með
hluttekningu, en fyrst og fremst náfrændi minn og með-
hróðir, herra silfursmiður og bóndi á Iírossnesi Sigurður
Jósefsson Hjaltalín, hver næstliðið voi' gekkst fyrir því,
að bæði sveitungar mínir og fleiri góðviljaðir menn skutu
saman fríviljugum gjöfum handa mjer upp í bjargargrip;
þannig byrjaði hann fyrstur, af mönnum ótilkvaddur, og
heimilisfólk hans, eins og fylgjandi gjafalisti sýnir, að
gefa mjer upp í kýrverð, og hvatti aðra til þess, meðal
hverra jeg minnist þeirrar höfðinglegu gjafar í 5 rdd. á-
vísun frá herra umboðshaldara og settum sýslumanni Á.
0. Thorlacíus í Stykkisholmi. Fyrir þessa mannkærleiks-
legu hjálp hef jeg því eignazt snemmbæra kú, og öðlazt
upp í verð hennar 33 rdd. 32 skk., og vona þvi af eigin
rammleik að geta horgað það eptirstandandi á tilteknum
tíma. Öllum þessum mönnum, sem þannig hafa rjett mjer
brúðurlega hjálparhönd, en einkum hvatamanni þess, herra
S. J. lljaltalín, og herra umboðshaldara Á. 0. Thorlacíus,
votta jeg hjer með mitt skyldugt þakklæti, og bið föður
miskunsemdanna og kærleikans, að minnast þeirra með
velþóknun, á honum þóknanlegum og þeim hagkvæmasta
tíma. Lárkoti í li yrarsvoit í júlímán. 1861.
Davíð Bjarnason.
Samskot til Dav. Bjarnasonar á Lárlcoti 1861 upp í hjrverð.
Sigurður J. Hjaltalín á Krossnesi 2 rdd. 16 skk.;
madama Ilelga Bjarnadóttir samabœ 1 rdd.; Jósafat Sam-
sonarson s. b. 1 rdd.; Jóhann Bjarnason s. b. 16 skk.;
Bjarni Dagsson s. b. 8 skk.; Brynhildur Teitsdóttir s. b.
16 skk.; lierra Jón Thorsteinson s. b. 1 rdd.; madme
Ch. B. Thorsteinsen s. b. 1 rdd.; Georg Thorsteinson s.
h. 32 skk.; Árni Bjarnason s. b. 1 rdd. .64 skk.; Hall-
grímur Jónsson á Rimabœ lrdd.; Pall Eiríksson á Suðurbúð
48 skk.; Ingibjörg Jónsdóttir s. b. 20 skk.; Páll Einars-
son s. b. 64 skk.; Yalentínus Narfason s. b. 16 skk.; Jón
Jónsson á Norðurbúð lrdd.; Sigurður Sigurðsson á Rimabœ
16 skk.; Narfi Eiríksson s. h. 16 skk.; Sveinn Ólafsson
áMýrhúsum 64skk.; Guðmundur Jónssoná Suðurbúð 20skk.;
Ilans PálssonáHöfðakoti 16skk.; Dagur þórarinsson áSkerð-
ingsstöðum 32 skk.; Jónas Sigurðsson á Pumpu 32 skk.;
Sigurður Jónassson s. b. 48 skk.; E. V. Fjældsted á Hali-
bjarnareyri 16skk.; Bjarni Brandsson á Neðri-Lág 48 skk.;
Jón Guðmundsson á Kirkjufelli 36 skk.; Bjarni Bjarnason
á Neðri-Lág 48skk.; Iljálmar Sveinsson á Kóngsbakka 48
skk.; herra J. Daníelsen á Grundarfirði 2 rdd.; herra J>.
Ilelgason á sama stað 1 rdd.; herra G. Guðbrandsson s. st.
48 skk.; Ingibjörg Ólafsdóttir s. st. 64 skk.; Vilborg Guð-
brandsdóttir s. st. 16 skk.; Benedikt G. Jónsson á Setbergj;
16skk.; Jón Jónsson s. b. 16skk.; þórður Bárðarson s. b.
60 skk.; frá Davíð sjálfum á Lárkoti 1 rdd. 32 skk.; hjeraðs-
læknir E. Lind Stykkishólmi 1 rdd.;hreppst. Bárður |>or-
steinsson Gröf 1 rdd. í peningum samtals 25rdd. 32skk.
Ilerra umboðshaldari Á. 0. Thorlacíus
í Stykkishólmi í ávísun til Ólafsvíkur ... 5 — » —
samtals 30 — 32 —
Krossuesi 10. júlí 1361.
S. J. Hjaltalín.
Framantalin mannkærleikslega byrjuð og framhaldin
fjársamskot, til hjálparþurfandi bróður, hef jeg undir-
skrifaður móttekið til reglulegrar afhendingar, nefnilega í
peningum 25 rdd. 32 skk., i ávísun frá herra umboðs-
lialdara Á. 0. Thorlacíus 5 rdd., og enn frá undirskrifuðum
3 rdd. r. m.,til samans 33 rdd. 32 skk., livað hjer með
þakklátlega viðurkennir. Brimiisvuiium n. júií i86i.
E. Bjarnason.
Leiti og leyti.
Konráð Gíslason dregur þetta orð, þegar það merkir
sama sem hluti, af sögninni hljóta, eða af rótinni
IILUT, og hefur til fœrt dœmi úr fornum skinnbókum
því til sönnunar í »Islendingi«, l.ári, bls. 76—77. Mjer
þykir þessi afleiðsla sennileg, og það er ekki fyrirætlun
mín, að rengjahana eða ónýta, og jeg ætlaekki að kenna
mönnum, hvernig þeir eigi að rita þetta orð. Jeg vil að
eins sýna, að skinnbœkurnar eru eigi liver annari sam-
kvæmar í ritliætti þess; og með því farið er að safna
dœnium um það, þá ætla jeg að bœta þremur dœmum
við úr fornum skinnbókum, en fornar skinnbœkur kalla
jeg þær, er ritaðar eru fyrir lok 14. aldar. Fyrsti stað-
urinn er í Konungsbók (codex Begius), þeirri er Snorra-
Edda erárituð, og geymderíhinu mikla konunglega bók-
safni í Iíaupmannahöfn. Ætla menn, að sú skinnbók sje
rituð í byrjun 14. aldar. J>ar stendur í Grottasöng, 16.
vísu (Sn. Ed. Kmh. 1848, I, 386):
Ilendr skulu hvílast,
hallr standa mun,
malit heíi ek fyrir mik
mitt of leiti.
í Kaupmannaliafnar-útgáfunni, 1848, er þcss getið neð-
anmáls, að orðið leiti sje ritað í skinnbókinni nálega
sem letti, og kemur það eílaust til af því, að strykið,
sem dregið er gegnum t, hefur orðið of langt, svo það
hefur gengið yfir i-ið. Munch hefur látið prenta það
létti í útgáfu sinni af Sæmundar-Eddu, Christiania 1847,
og svo er einnig prentað í Reykjavíkur-útgáfunni 1848, en
í Kaupmannahafnar-útgáfunni 1848 og í orðabók Svein-
bjarnar Egilssonar er það prentað leiti, og svo á það
að vera. Sveinbjörn Egilsson hefur snúið vísuhelmingn-
um svona á latínu: Manus quiescant, lapis (immotus)
stabit, molui pro me, mea quidem ex parte, og mú þar