Íslendingur - 12.11.1861, Blaðsíða 2
98
hefur sem sje haft í hnga, að vald páfannasje sama sem
vald Krists á jörðunni, og stóð þá á sama, hvort nafn þeirra
var til eða ekki. En þetta hefur hann ekki dirfzt að bera
fram, því liann vissi vei, að auðvelt er að sanna, að helzt
til margar athafnir þeirra og trúargreinir, sem þeir settu
af sínu valdi, hafa verið næsta ólíkar því, sem fram kemur
?if Ivrists anda.
Næst þessu fer sjera B. að gjöra gys að sönnunar-
hætti mínum, þar sem jeg segi í »Iðunni« um ólíklega
hluti »pað er cl;hi trúlegt, og þó er það satt«. þessu
svara jeg því einu, sem hann getur ekki neitað, að þessi
ályktunaraðferð er rjett, og það á ekki við í stuttum sögu-
þáttum, að setja inn í þá sögulegar eða vísindalegar rann-
sóknir um heimildir sagnanna. En þetta ótrúlega, sem
jeg nefni, mundi mjer auðveldara að sanna, en honum
að hrinda.
|>á kemur hið annað aðalyrkisefni sjera Boudoins,
hið annað, sem liann telur jeg hafi ranghermt í páfaveld-
isþættinum: »Gregorius 7. bannaði lclerkum að kvong-
ast«. þetta kallar klerkurinn stórvitleysu. Er það ekki
allt of mikil dirfska að taka svo til orða um órækan sann-
leika? Hefur nokkur páfatrúarmaður verið svo djarfur til
þessa dags, að bera móti því, að Gregorius páfi hinn 7.
hafi bannað Iderkum að kvongast? Sannlega bannaði
hann það; um það eru allar sögur af honiim samhljóða,
og liann barði það fram á allar lundir með vizku sinni,
kœnsku og járnvilja, að því yrði almennt hlýtt í kristn-
inni, þó sumstaðar lægi við uppreistum út af liarðræði
hans í þessum efnum.
En það er reyndar ekki þetta, sem sjera B. hefur í
huganum, þegar hann feraðreyna að hrinda því, semjeg
hafi sagt, heldur annað, sem hann smíðar sjer sjálfur og
eignar mjer. J>að sýna málsannanir hans. Hann býr sem
sje tii, að eg hafi sagt: Gregorius 7. bannaði fyrstur
klerkum að kvongast. þetta stendur hvergi í »Iðunni«. Jeg
þyrfti því ekki að svara öðru fyrir mig, en hjer erkomið.
En það er gaman að skoða, hvernig sjera B. ferst að
hrinda þessari málsgrein sinni, sem hann býr sjer til.
Vissijeg vel, að lengi hafði verið klifað á einlífi klerka á
undan Greg. 7., annað veifið alla tíð frá því er, munk-
lífis og einlífis andinn læddist inn í kristnina frá heið-
ingjunum í Asíu og Essæum, og slíkur lifnaðarháttur brá
nokkurs konar helgiblæ fyrir augum fávísrar alþýðu á þá,
sem stunduðu hann. En getur sjera B. sannað fyrir það,
að einlifi klerka hafi nokkurn tíma orðið almennt í kristn-
inni fyrir daga Gregoriusar 7. og Paschalis 2., hversu opt
sem klifað var á því af kirkjufundum og páfum? Sjera
B. gat sjeð, að páfaveldisþátturinn tekur ekki inn í páfa-
söguna teljandi fyr en með Gregorius 7., og getur lítils á
undan honum, því þátturinn er ritaður til að sýna helztu
stórlaxa páfastjórnarinnar, sem efldu mest veldi þeirra og
bjuggu því fall; og ein helztu upptök þeirra, eða það sem
mest þyngdi járnok páfaveldisins, voru atfarir og stjórn
Gregoriusar páfa hins 7. þátturinn fer stuttlega yfir allt
og nefnir fátt annað, en hið stórvægasta í atförum páf-
anna cptir miðja 11. öld fram að siðabótinni. Var því
síður efni til, að þar væri rakin frá upphafi sagan um
einlífislögmál katólskra. Ur þessu vill nú sjera B. bœta,
þegar hann er að hrinda málsgreininni um Gregoríus 7.,
sem hann smíðaði sjer til að gcta glímt við eitthvað. Og
til að fella sjálfan sig — sína fölsku málsgrein — segir
hann, að allir páfar á undan Greg. 7. o. s. frv. hafi talað
um einlífi klerka, en sannar með engu þennan framburð,
fyr en liann kemur með latínuþuluna eptir kirkjufundinn
í Nicœu, sem liann kallar trúnrgreinM j>ar er hin fyrsta
1) í pessari latíiiugrein er þó eitt orb, i.eftiil. l)ií> síbasta,
sönnun hans fyrir því, að einlífislögmálið sje gamalt. En
liann lætur ekki hjer við staðar nema, heldur fœrir sig
upp eptir öldunum til Páls postula, og kennir honum um,
líklega eptir sið katólskra, að hann hafi verið höfundur
einlífislögmálsins. Iljer taka nú fyrir alvöru að geggjast
sannanir og ástœður klerksins. Hann ámælir mjer fyrir
það jeg segi einlífislögmálið stríði móti lögum náttúrunnar
og heilbrigðrar skynsemi. (Hví lætur maðurinn svona fá-
víslega! Eru það ekki lög náttúrunnar sett af skaparan-
um allri lifandi skepnu, að hún œxli kyn sitt? Eru það
ekki guðs boð, að maðurinn lifi í hjúskap? Og er það
ekki lögmál heilbrigðrar skynsemi, að fara eptir lögum
náttúrunnar og drottins boðum?) En er það ekki miklu
meiri dirfska og meira áfnælisvert, að skrökva því á Pál
postula, að hann hafi sett fyrstur einlífislögmál klerkanna,
og hafa ekki annað fyrir sjer eptir postulann, en þessar
greinir: »því er betra að giptast en brenna af losta«, »sá
gjörir vel, sem giptir (dóttur sína)« o. s. frv., og aðrar
slíkar í sama anda, sem engin skipun er í eður bönnun
að giptast, heldur heilræði, sem postulinn leggur söfnuðin-
um í Korintliu, af föðurlegri umhyggju fyrir andlegri og
líkamlegri vellíðun hans á þeim hættulegu tímum, þá söfn-
uðurinn var umkringdur og umsetinn af heiðingjum á alla
vegu og ofsóknirnar vofðu yfir1.
Víst hef jeg lesið 7. kap. í 1. Kor, og svo hið sama
um hag kristninnar á þeim tímum — en hvorttveggja með
heilbrigðri skynsemi (ekki katólskri). Og þessi skynsemi
segir mjer, eins og postulinn bendir til sjálfur, að hann
hafi haft í huga, þegar hann ritaði 7. kap. í l.Kor., sjer-
staklegan og hættulegan lífshag kristinna, og því ráðleggi
hann þeim sjer í lagi, að lmgsa sem mest um að rœkja
trú sína með bœn og árvekni, sjálfum sjer til sálarheilla
og öðrum til góðrar fyrirmyndar — og binda sig sem
minnst veraldlegum sýslunum, konum og börnum, svo
þetta yki síður harmkvælin í ofsóknum og flótta. En jeg
hef orsök til að trúa, að þó sjera B. segi prótestantar
»byrgi augu sín fyrir því, sem þeim líki ekki í biflíunni,
en katólskir taki allt«, þá hafi hann og þeir gleymt að
lesa sumt í pistlum Páls postula, t. a. m. í hinum fyrra
til Tímótheusar og % pistlinum til Títusar, s. s. pessar
greinir: «Þess vegna á biskup að vera ólastanlegur,
einnar konu eiginmaður, o. s. frv. — sá er veiti sínu
heimili góða forstöðu og haldi með allrt siðsemi börnum
sínum í hhjðni (þvi hver sem ekki hefur vit á að veita
sinu heimili forstöðu, hvernig má hann umsjón veita
söfnuði guðs«? l.Tím. 3., 2., 4-—5.). »Djáknarnir sjeu
einnar konu eiginmenn« o. s. frv. (l.Tím. 2, 12.). »En
andinn segir með berum orðum, að á siðustu tímum muni
nokkrir ganga af trúnni, festa trú til villuanda og djöfla-
lœrdóma, sem af fláræði kenna lygar og eru brenni-
merktir á samvizkunni, banna að giptast og neyta fœðu«
o. s. frv. (l.Tím. 4, 1—3.). »Til þess skildi jeg þig eptir
í Krít — að þú settir öldunga í hverri borg, þann er
væri ólastanlegur, einnar konu eiginmaður«, o. s. frv.
(Tít. 1, 5—6.).
Þessar greinir sýna þó berlega, að Páll postuli skip-
sem getur verib vafasamt um &b hjer sje rjetc ritab lijá klerknum cg
rjott þýtt, því reynslan sannaíii um margar aldir katúlsknnnar og mun
sanna enn, aí) klerkar muni hafa lcsií) þar c fjrir t. Og hvergi
hef jeg sjei) í hinum katólska kirkjurjetti el)a siigunni, aí) slíkt bann
og kárínnr væri lagt vit) því, þó klerkar hefc)u fylgikonur og ættu lansa-
leiksbörn, eins og hinu, of nokkur dirfdist at) ganga í helga hjóna-
bandsstjett. Virþist þetta ljós vottur þess, at) kirkjustjórninni va;ri
miklu annara um einlífl en hreinlífl klerkdómsins.
1) Til þessa bendir postulinn berlega í 1. Kor. 7,20., 28.—30. v.
svo sein þess, er knýí sig til aþ rábleggja þeiin ati bindast sern miimst
kvonföngum.