Íslendingur - 16.01.1862, Qupperneq 3

Íslendingur - 16.01.1862, Qupperneq 3
131 grasefnið eða *Theinen« eigi var fundið á þeirra dögum, var engin von, að þeir hugsuðu fremur út í það. Mjer skilst allvel, að efnafrœðingar hafi enn þá getað farið al- veg á mis við þetta efni, því bæði er það, að fáir efnafrœð- ingar hafa enn sem komið er, tekið fyrir sig, að sundur- liða sölin í frumefni þeirra, enda getur mönnum hœglega yfirsjezt jafn-smágjört efni, sem «Theinen« er, þar sem menn halda, að eigi sje von á því. Jeg væri fyrir löngu búinn að leita að því, ef tíminn leyfði mjer að gefa mig við sundurliðun jurtaefna (organisk Analyse anvendt paa Plantestoffer), en með því slíkt tekur langan tíma og út heimtir nákvæm efnafrœðisleg verkfœri, þáerþað of vaxið mönnum, er allt af þurfa að hugsa um veika og stunda þá. Eins og vjer höfum áður um getið, voru sölin hjer á landi fyrrum í miklum metum; þannig er mælt, að Brynjólfur biskup Sveinsson i Skálholti hafi borðað ákaf- lega mikið af sölum, og Lighfoot segir, að þau hafi áður verið almennt við höfð á Skotlandi, írlandi og Orkneyjum. Á Grœnlandi hafa þau og almennt verið við höfð lil mann- eldis, og enn þá þann dag í dag eru þau á Japan talin sælgæti, enda hafa nærfellt allir þeir, er lifa á eyjunum út frá Kamshatha, þau til matar. Auk nœringarefna þeirra, er nú voru talin, hafa sölin einnig í sjer lækningaefni það, er «Jod« heitir, ogerþað nú á tímum talið hið bezta lyf við kirtlaveiki, gigt og ýms- um öðrum sjúkdómum, einluim lifrarveiki og miltisveiki. Björn Halldórsson segir, að það sje almenn trú, að sölin lækni harðlífi og uppþembing, og sjeu jafnvel góð við sjó- sótt; enn fremur segir hann: »J>eir, sem með ofdrykkju liafa spillt reglu maga síns og blóðstemprun, hafa gott af því, að brúka söl fyrir mat«, og þykir oss allt þettamjög sennilegt. Enn fremur viljum vjer geta þess, að læknir nokkur enskur, Budd að nafni, sem hefur skrifað eitthvert hið ágætasta rit, er vjer höfum nú á dögum, um öll lifr- arveikindi, telur »Jod« hið ágætasta lyf, tilað afstýralifr- arveiki þeirri, er hjá oss drottnar hjer á landi, og þó það sjeu litlar líkur til þess, að lyf þetta geti eytt henni, þar sem hún er mögnuð, þá höfum vjer þó nokkrum sinnum verið sjónarvottar að því, að sölvabakstrar lagðir útvortis á lífið, þar sem sullarnir eru undir, svía á stundum sjúk- lingum þessum vonum framar, og vjer höfum alls engan efa á því, að væru sölin almennt við höfð til manneldis, þá mundi verða talsvert minna af hinni svokölluðu lifrar- veiki hjer á landi. það, að sjúkdómur þessi hefur auð- sjáanlega farið í vöxt á hinum síðari tímum, kemur víst langtum fremur af því, að sölin eru nú hætt að vera al- 133 og allir aðrir. Jeg stökk heim, og þegar jeg varkominn inn í herbergi mitt, og hafði læst dyrunum, og jeg var aleinn, þá var jeg sem jeg væri því nær vitstola; fullur örvæntingar fórnaði jeg höndunum til himins, rjett eins og hann gæti bjargað mjer; jeg stundi og kveinaði, grjet sáran, en ekkert hljóð kom yflr varir mínar. Jeg hef aldrei skilið í því, hvernig á því stóð, að jeg gekk eigi af vitinu það kveld, því að jeg ætlaði, að enginn mað- ur mundi geta risið undir slíku, og vera þó neyddur til, að bera það einsamall. það var almæli, að jeg, og enginn annar en jeg, hefði gjört mig sekan í þessu hinu svívirðilega verki. Upp frá því kveldi voru allir samhuga í því, að örvænt- ing föður míns væri að eins risin af syni hans; en hann hefði dulið það, sem lionum hefði verið auðið; en það hefði komizt upp, fyr en hann liefði getað ráðið bœt- ur á. þegar faðir minn hefði sjeð embættisbrœður sína koma inn til sín, heföi hann mælt: »Sonur minn, sonur minn, hvar er sonur minn?» og heföi þotið út úr her- menn fœða, eins og þau voru fyrrum, heldur en af þeim aukna kaffidrykk, eins og sumir halda. Vjer getum sum- sje með engu móti skilið, að kaffið (jafnvel þótt það, drukkið um of, geti orðið skaðlegt) skyldi vera orsök í því, að sullaveikin virðist að vera að aukast hjá oss, en hitt getum vjer vel skilið, að þegar menn sleppa þeirri fœðu, sem líkindi eru til að afstýra muni sullaveikinni, þá hljóti veiki þessi að aukast og út breiðast. Um verkun sölvanna og meðferð þeirra til manneld- is, viljum vjer fara nokkrum orðum, en þó sjáum vjer oss sem stendur ekki fœra um, að leggja fullan dóm á það, hver notkun þeirra sje hin hagkvæmasta og náttúr- legasta fyrir land vort yflr höfuð að tala, því þetta er og mikið komið undir matvælabyrgðum þeim, sem fyrirhendi eru á hverjum stað fyrir sig, og hvort þau skal hafa sem sjúkra-fœðu, eðaþau skal borða ásamt öðrum mat affull- hraustum mönnum. Meðferð sölvanna þótti áður mest komin undir því, að þau væru vel afvötnuð, vandlega þurrkuð og geymd nokkurn tíma í vel heldum ílátum, áður en þau voru borðuð. Sölin voru vanalega tekin í ágústmánuði, afvötn- uð í 24 klukkustundir, og breidd á hreina jörð til þurrks. Var til þessa helzt valin nýsleginn, vandlega hreinsaður túnblettur, og voru sölin þurrkuð á líkan hátt og menn þurrka töðu, með því þeim var snúið með hrífu í ffekkj- um; eptir það voru sölin látin í velheldar tunnur, ogþau fergð, eða þeim troðið vel í tunnurnar, en síðan var botn- inn látinn í þær, og sölin þannig geymd allt fram undir árslok; eptir það fóru menn vanalega að borða þau með hörðum flski og smjöri. Eptir því sem M. Stephensen frá skýrir, þótti mönnum mikið komið undir því, að sölin væru látin standa um hríð i tunnunum, áðurþau voruvið höfð til manneldis; hjeldu menn, að þetta gjörði þau hneitumeiri, mjúkari og betri til meltingar. Oss þykir þetta alls eigi ósennilegt; því við geymsluna mun hneitan, er vjerverðum að telja nokkurs konar sykurmyndun,mest aukast, einkum ef sölunum er vel saman þjappað, svo að ekkert lopt eða saggi komist að þeim. Vjer gátum þess áður, að sykurtegund sú, sem mynd- ast í sölunum og marikjarnanum, líkist mest mannasykri, en sykurtegund þessi er mjög holl og nœrandi; vjer mun- um og nákvæmar lýsa henni, þá er talað verður um mari- kjarnann, en sleppum því nú að sinni. J>að er svo sem alvenja, að eptir því sem hver vara fellur í gildi, því skeytingarlausari verða menn með alla meðferð á henni, og það er alveg auðvitað, að þegar ein- 134 berginu. Jeg hefði því næst komið aleinn inn í stofuna, og hin fyrstu orð, er jeg hefði mælt, lieföu verið: »J>að varðar mig einan, góðir herrar; jeg skal ráða málinu til lykta». Faðir minn hefði eigi getað fylgt mjer; svo gagn- tekinn hefði liann verið af verki sonar síns. Og allir fest- ust í sannfœringu sinni af orðum mínum, er menn þessir gengu á braut. J>að átti að vera mesta heimska, að ætla, að faðir minn, svo vandaður maður, liefði getað drýgt slík- an glœp; það átti enginn annar að vera en jeg, og sönn- unin lá í mínum eigin orðum. Faðir minn var eigi öllu ellilegri ásýndum en jeg, og sendimaðurinn, sem kom með peningana og var nýgenginn í þessa þjónustu, hafði ætl- að, að hann væri sonurinn, og nafnið, sem faðir minn haföi ritað með skjálfandi liendi, er hann sá fje þetta, er gat leyst liann úr bágindunum, og staflrnir í því líktust eigi þeirri skript hans, er þeir voru bornir saman við. Endurminningin um hina fyrri lífernisháttu mína vaknaði að nýju; nú áttu afleiðingarnar að koma fram. Nú vissi jeg alla málavöxtu, en hvað átti jeg að gjöra.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.