Íslendingur - 25.01.1862, Blaðsíða 6
142
þá til, ef þeir koma þangað, að greiða ekki atkvæði öðru-
vísi, en hann vill, af ótta fyrir því, að hann annars kunni
að ata þá út í blaði sínu? En sleppum nú þessu. Rit-
stjóri »I>jóðólfs« telur sjer það til gildis, að hann hafl
verið kosinn af samvinnubrœðrum sínum, nefnilega þeim
Sigurði Melsteð og Ilelga Jónssyni, og þetta á nú víst
að sýna mönnum út um landið, að þeir hafi kosið hann,
Sem bezt hafi verið fœrir, að dœma um dugnað hans í
bœjarstjórninni, og áliuga á því, að efla gagn bœjarins.
En er þá ráðríkið og eigingirnin búin að gjöra mann-
skepnuna blinda, svo að hann sjái ekki, að sje nú þetta
satt, að samvinnubrœður manns þekki betur en aðrir út
í frá dugnað eins, þá hlyti hjer af beinlínis að fljóta það,
að þá hefði verið rjettara, að fylgja þeim Jóni I’jeturssyni
og Wulff, og láta vera að kjósa hann, en kjósa II. Iír.
Friðriksson? því að þessir menn hafa báðir verið sam-
tíða í bœjarstjórninni þeim II. Kr. Friðrikssyni og Jóni
Guðmundssyni, og ættu því betur að geta dœmt um það,
livor af þeim tveimur samvinnubrœðrum sínum væri hœf-
ari til að vera bœjarfulltrúi, en þeir S. Melsteð og Helgi
Jónsson, sem að eins hafa verið með Jóni Guðmunds-
syni, en ekki með H. Kr. Friðrikssyni, og þekkja því eigi
betur dugnað hans í henni, en aðrir út í frá. Annars
er mjer það mjög grunsamt, að það muni vera eitthvað
bogið í því hjá ritstjóra »J>jóðólfs«, að þeir yfirdómari
Jón Pjetursson og kaupmaður Wulff hafi gengizt fyrir því,
að fá skólakennara H. Kr. Friðriksson aptur inn í bœjar-
stjórnina, því að jeg held, að ef þetta væri satt, hefði
þeim orðið það auðvelt, og hverjum öðrum, sem hefði
reynt það; Reykvíkingar hefðu þá illa verið búnir að gleyma
öllu Laugarnesmálinu, og því, sem fram fór í fyrra, hefðu
þeir ekki rankað við sjer, þegar þeir hefðu verið minntir
á það. Annars skal jeg ekki neita því, að jeg man ekki
til, að í annað skipti hafi öllu meira dottið ofan yfir mig,
en þegar jeg heyrði, að þeir höfðu kosið einn af Laug-
arneseigendunum aptur inn í bœjarstjórnina, einsogíþað
mál var farið af þeirra hendi; þetta sýnir, að Reykvík-
ingar eru ekki langræknir menn, og guð má vita, hvort
þeir meta það nokkurs, hvort bœjarstjórnin leitast við, að
fara vel eða illa með þá. 12 + 18.
x
i
Dr. Hallgrímur Hannesson Scheving fœddist 13. dag
júlímán. 1781 að Grenjaðarstað í þingeyjarsýslu. For-
eldrar hans voru Hannes prófastur Laurizson Scheving og
155
Skýrslan náði eigi lengra, og frjettafleygisstjórinn,
lierra Alphonse Foi, hafði boett við þessari athugasemd:
»Orð þau, sem undir er dregið, eru óskýr; þokan ersvo
mikil, að eigi verður fenginn endirinn á skýrslunni, nje
skýring á hinum vafasömu orðum«.
Yið hjeldum þegar í stað til »Tuilerierne«, og að
vörmu spori komu þar allir stjórnarherrarnir. Yjer töl-
uðum um þetta, og leiddum alls konar getur um það, og
rœddum um, til hverra ráða taka skyldi, eptir því hvernig
ástatt væri. Hertoginn frá Orleans bjóst til brautferðar.
Vjer vorum nær því alla nóttina hjá konungi, og biðum
nýrra frjetta, en þær komu engar. Hrottningin, Addaide
konungssystir, og konungssynirnir komu hvað eptir ann-
að, til að vita, hvort engar hefðu meiri frjettir fengizt. Vjer
sofnuðum af þreytu, og vöknuðum af óþolinmœði. Mest
furðaði mig á því, hve dapur og hnugginn konungurinn
var. Ilann virtist reyndar hvorki liræddur nje huglaus;
en hugurinn var allur á því, að eigi væri víst, hve mikið
væri í atburð þcnnan varið, og allur' þessi samblástur,
Snjálaug Hallgrímsdóttir prófasts Eldjárnssonar; en Sche-
vings-nafnið er dregið af Schevinge-þorpi í Danmörku,
fyrir því að langfeðgar hans voru þaðan komnir. Hall-
grímur Scheving var útskrifaður úr Hólaskóla árið 1800
af Páli rektori Hjálmarssyni; fór utan 1804; tók fyrsta og
annað lærdómspróf Kaupmannahafnarháskóla, og lagði
því næst fyrir sig hina fornu tungu og frœði Grikkja og
Rómverja. Um þær mundir (1808) samdi hann ritgjörð
eina um skáldskap Forn-Grikkja, og veitti háskólinn honum
verðlaunapening fyrir starfið; 1809 leysti hann af hendi
embættispróf málfrœðinga, og ári síðar (1810) varð hann
kennari við Bessastaðaskóla, og kenndi þar latínu, meðan
skóli var á Bessastöðum; 1817 sendi hann háskólanum í
Kaupmannahöfn latínska ritgjörð (athugasemdir við eitt af
ritum Ciceros), og veitti háskólinn honum doctors-nafnbót
í heimspeki í staðinn. þegar skólinn fluttist til Reykja-
víkur, varð hann yfirkennari, og gegndi embætti, þangað
til 1850, að hann fjekk lausn af konungi; hinn 9. dag
jan.mán. 1860 fjekk hann riddarakross dannebrogsorðunnar.
Ilann kvongaðist 1820 núlifandi ekkjufrú sinni, Kristínu
Gísladóttur; þau áttu 5 sonu; eru tveir þeirra látnir, en
þrír lifa: Hannes, búandi maður á Norðurlandi, Lárus,
prestur á Vogsósum, og Arnkell, smiður crlcndis.
Dr. Scheving var góður gáfumaðar, og það, sem oss
virðist einkennilegt við gáfnalag hans, var, ekki það, hversu
gáfur hans væru Ijósar og liprar, fjölhœfar eða fljótskarp-
ar, heldur hitt, hve hugsunin var staðgóð og traust og
djúp, skilningurinn hvass, minnið trútt lengi fram eptir
æfi, og tilfinning hins fagra næm og vandlát. Ilann unni
án efa hvers konar fróðleik, en einkum voru það þó hinar
fornu tungur Grikkja og Rómverja, og svo tunga vor,
íslenzkan, sem hugur hans hneigðist hvað mest að, enda
má segja, að hann verði öllum kröptum til að ná sem
mestri þekkingu í þeim. Hann var óþreytandi iðjumaður
allt í frá unga aldri; hann var heilsuhraustur maður, og
hjelt sálarkröptum sínum óbiluðum fram á síðustu æfiár;
hann náði hárri elli; því þarf eigi að undra, þótt allir,
sem þekktu hann og báru skyn á um að dœma, Ijúki upp
einum munni um það, að liann hafi veriö einhver hinn
lærðasti maður, sem land vort hefur átt í þeirri vísinda-
grein, erhann lagði hvað mest fyrirsig. Um seinni huta
æfi sinnar mun hann hafa varið fiestum frístundum sínum
til móðurmálsins, enda náði hann í því framúrskarandi
þekkingu. Ilonum og Dr. Sveinbirni Egilssyni var það
mest og bezt að þakka af hjerlendum mönnum, að móð-
urmáli voru varð borgið frá eyðileggingu, og að það er
i ðfi
þessar tilraunir til innanlandsóeirða, til að koma á þjóð-
stjórn, eða í 'hag þeim, sem drógu taum Bourbons-
ættarinnar, eða ættingjum Napoleons Bonaparte, þessi
stöðuga nauðsyn að berjast, kúga og hegna, allt þetta
lagðist mjög á liann. þrátt fyrir hina löngu reynslu
sina, og þrátt fyrir allt, sem hann liafði numið um
ástríður manna og auðnuskipti, var hann þó alla-jafna
ljettlyndur, góðviljaður, fullur trúnaðartrausts og vongóð-
ur. ílann varð reyndar þreyttur, að hljóta ávallt að gæta
sín, eiga allt af í vök að verjast, og mœla svo mörgum
fjandmönnum á leið sinni.
Morgunin eptir, 1. dag nóvembermánaðar, fœrði einn
aðstoðarmaður herforingjans Voirol, sem var kastalastjóri
í Strasborg, oss endann á frjettafleygisskýrslunni, og
hvernig lokið hefði málum, og sömuleiðis nákvæma skýrslu
um tilraun þessatil uppreistar. Louis konungssonur sendi
ýmsurn mönnum í Frakklandi, og einkum i Strasborg, bæði
brjef og boðskap, bæði frá Svissaralandi, þar sem hann
bjó, og eins frá Baden-Baden, er hann opt ferðaðist