Íslendingur - 25.01.1862, Blaðsíða 1

Íslendingur - 25.01.1862, Blaðsíða 1
ANNAÐ ÁR. ,8®$o 25- j;mfjar- M H8a Um notknn ýmislegs manneldis, sein nú lig'g'ur |*ví nær únotað lijá oss. III. (Framhald). 3. Næst eptir sölin eru fjörugrösin vafalaust sú þangtegund, sem er bezt tii manneldis, því þau hafa í sjer fólgið bæði mikið og hollt nœringarefni. J>au hafa og erlendis verið mjög almennt við höfð handa veikum, og þykja til þess einkar-hentug, allrahelzt handa slíkum sjúklingum, sem hafa veiklaða meltingu, og þola þess vegna enga þunga fœðu. f>að gengur með fjörugrösin, eins og allar aðrar þang- tegundir, að nöfn þeirra í ýmsum löndum eru mjög á ringulreið, og það jafnvel svo, að menn í daglegu máli blanda saman þangtegundum og mosategundum. J>ess vegna gekk það svo fyrir oss og fleirum, að þegar vjer á spítölum erlendis heyrðum talað um »Charragen-mosa« Og »Cáarm(7enn-mosahlaup, þá datt oss í fyrstunni alls eigi i hug, að þetta mundu vera okkar alkunnu fjörugrös. Til- búninginn á hlaupinu sáum vjer ekki, en hjeldum sjálf- sagt, að þetta væri einhver dýrindismosi, sem kœmi úr suðurheimi, þaðan sem allt gott á að koma. |>að varþví fyrst, eptir að vjer höfðum sjeð hinn þurrkaða mosa á lyfjabúðunum, og vorum búnir að Iesa um hann í lyfja- frœðisbóknnum, að vjer könnuðumst við, að þessi svo kallaði dýrmæti mosi væri ekkert annað, en hin almennu íslenzku fjörugrös, sem fmnast nærfellt alstaðar hjer við strendur vorar. Vjer erum nú næstum sannfœrðir um, að það muni hafa gengið fleirum, eins og oss, að þeir muni hafa haldið fjörugrösin nokkurs konar útlenda jurta- tegund, er að eins yxi í hinum suðlægu löndum, einkum á írlandi, því að í hinni dönsku lyfjabók er hann ýmist kall- aður hinn írski mosi eða „Charragen«- mosinn, og þar stendur, að hann einkum vaxi við strendur Irlands og Englands (»fucus ad Httora praesertim Angliae et Hi- berniae freqvens«), Og til þess að horium, eins og öðrurn útlendum jurtum, sje vísað á hinn œðra bekk, er lóðið af honum í lyfjaskránni dönsku (den danslce Medicinal-Taxt), selt tvöfalt dýrra, en lóðið af fjallagrösunum. f>að, sem gjörir glundroðann svo illan með fjörugrasategundirnar, sem í raun og veru eru margar, er það, að menn hafa blandað saman tveim nokkuð ólíkum tegundum, þ. e. »Sphœrococcus« og »Chondrus«, og sjest þessi glundroði nærfellt í öllum grasafrœðisbókum. |>etta kemur, eins og áður var sagt, mest af því, að nöfn þangtegundanna eru svo mjög á ringulreið, að það er nærfellt eigi auðið, að koma þeim saman eða finna sambandið milli þeirra, allra- helzt á síðari tímum, síðan nafnafjöldinn á sömu tegund- inni hefur aukizt svo mjög, en aðgreiningarmerkin eru víða óljóslega framsett. þannig hefur M. Stephensen auð- sjáanlega villzt á þessu í riti sínu, sem áður er um getið, og það er nokkurn veginn ljóst, að myndin, sem hann hefur tekið úr »Flora Ðanica«, og hjá honum stendur Tab. III., er engan veginn hin verulegu fjörugrös eða »Chondrm crispus«, sem á að vera það sama sem »Lichen cliarra- gen«, heldur erþað jurtsú, er kallast »Sphœrococcus cili- atus“. Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson lýsa fjöru- grösunum bezt, þar sem þeir segja, að það sje lítil svört þangtegund, er mjög líkist hlóungi, og því kalla þeir þau »Fucus ramosus crispus“, sem alveg svarar til hins írslca mosa, sem svo er kallaður, eða nCharragen- mosanum11, er menn kalla öðru nafni. Oss þótti skylt að minnast á þennan glundroða, svo menn síður villist á því, er um þetta er skráð í ýmsum bókum vorum, og vjer biðjum menn að taka eptir því, að fjörugrösin eru lítil þangtegund, dökk- rauð eða næstum svartrauð á lit, og líkjast mest í öllu sköpulagi sínu fjallagrasategund þeirri, er vjer köllum „lclóung“; þangtegund þessi er lág og lítil, sjaldan hærri en 2 þumlungar, og optast að eins 1 þumlungur, en blöðin eru eins og brjóskkennd og hrokkin, og af því kemur nafnið »Fucus« eða „Chondrus crispus“, sem merkir hrokkna og brjóskkennda þangtegund. Nafnkunnur enskur læknir, Pereira að nafni, próf. Johnslon og fleiri hafa sundurliðað fjörugrösin, og fund- ið, að þau hafa í sjer sjerstaklega mjög nœrandi kvoðu, 145 Ekki verða allar ferðir til fjár. (Framhald). þetta heljarskot, er freigátan sendi, hafði mulið víkingaskipið í smátt. Var nú samstundis hrund- ið bátnum fyrir borð, og mönnum bjargað, sem lífs voru. Varð þessi atburður allur með svo skjótri svipan, að víkingar þeir, er af komust, gátu eigi þegar skilið, hvernig slíkt hafði atvikazt. Skip þeirra hafði áður átt heima í norðurfylkjunum og verið þar tollheimtuskip (Told- lcutter), oghjet þá »General. Ailcen«, en var nú orðið eitt af herskipum suðurfylkjanna, og hjet »The Petrel«. það var vel búið að vopnum og mönnum, sat um kaupskip norðurfylkjanna og gjörði þeim mikið ógagn. Nú þótti góða veiði bera að höndum, en endirinn varð þannig, sem vjer höfum nú heyrt. Rung er eptirreiðin. í Lundúnaborg bar það til í fyrra-vetur, að kaup- maður nokkur, að nafni Ladislaus Kis, varð gjaldþrota; 146 vissu menn eigi glöggt um skuldir hans, en áður minnst varði, var hann allur á burtu, og að því, er kunnugir menn sögðu, hafði hann skotið sjer undan með hjer um bil 40000 pd. sterling. Hans var víða leitað, en það kom fyrir ekki; hvergi spurðist til hans, og það boð var látið út ganga, að hann skyidi rjetttœkur, hvar sem hann hitt- ist, og heitið að verðlaunum lOOpd. sterl. hverjum þeim, er gæti höndlað þennan kauða. Maður heitir Haydon; hann er einn í lögregluliði Lundúnamanna, harðsnúinn maður og keppinn, og manna fundvísastur á strokumenn. Hann tókst á hendur að leita Kiss, en erindið var ekki greitt aðgöngu; maður hlaupinn í burtu fyrir löngu, og ferðalög manna á Englandi fram og aptur, í land og úr landi, meiri en á nokkru öðru byggðu bóli. Ileldurhann nú spurnum fyrir Kis í allar áttir og hefur úti allar klœr, en það kemur allt fyrir eitt; honum kemur engin njósn, og hann hefur ekkert við að styðjast, nema myndina af Kis, dregna á lítið spjald, að liann gæti þekkt hann, ef honum kynni einhverstaðar að bregða fyrir. Við þetta

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.