Íslendingur - 25.01.1862, Blaðsíða 7
143
nú heldur fariö að rjetta við aptur, þó seigt gangi sum-
um mönnum. Dr. Scheving fjekkst lengi um dagana við
að safna til ísienzkrar orðabókar, eins og mörgum er
kunnugt, og má óhætt fullyrða, að það hefur verið orðið
mikið safn. því var án efa optar en einu sinni farið á
flot við hann, að gefa það út, en hann tók því jafnan
fjærri. það var einkennilegt við hann, að hann var allra
manna vandlátastur við sjálfan sig, og vantreysti sjer um
skör fram, og þó það sje í sjálfu sjer lofsvert, þá getur
það þó orðið um of, og til ógagns fyrir alda og óborna;
og sárt er til þess að vita, sje það satt, sem sagt er, að
hann hafi enda eyðilagt talsvert af orðasafni þessu, síð-
asta árið sem hann lifði, fyrir þá skuld, að honum hafi
þótt það svo ófullkomið. En vjer vonum bráðum að fá
betri vissu um þessa fregn. Að hann var afbragðs-vel
fœr um að dœma um skáldskap, fornan og nýjan, var al-
kunnugt, en að hann sjáifur var gott skáld, vissu, ef til
vill, færri; en til sannindamerkis um það, viljum vjer leyfa
oss að setja hjer kvæði eitt, er vjer höfum heyrt að hann
hafi ort eptir Sigríði, systur Bjarna amtm. Thórarensens,
sem andaðist á tvítugsaldri; það er þannig:
1.
Iljer blundar mey
í móður skauti,
svarðarmeni sveipuð.
Ilennar við leiði
laukar grœnir
sínum aldri una.
2.
3.
Líður þá úr Iopti
of Ijósrar gröf
liiminborin brúð ;
mjöll liin mœra
og meyjar hnígur
lirygg að helgu bólstri.
4.
Himindöggvar
af hlýrum þeirra
drjúpa á drósar leiði;
fölnaða rós
rósir gráta,
uns þeim tœmast tár.
f>ar hún dvelst
uns þíðrar sunnu
geislar gylla leiði,
og sœtrómaðir,
svanna boða
fuglar fagurt vor.
Að lunderni var hann alvörugefinn, þjettlyndur, einarður
og kjarkmikill, trygðatröll við vini sína og fornmannlegur
i allri reynd, fáskiptinn, sótti lítið annara fund, og var
fámáll í margmenni, en viðrœðubezti maður og skemmt-
inn í orðum í fámenni og heima fyrir. Hann var skyldu-
rœknasti maður og vandlátur kennari, og liin öruggasta
stoð skólans alla þá stund, sem liann var við hann riðinn.
Ilann var með hærri meðalmönnum á vöxt, herðamikill og
karlmannlegur, hafði verið með fœrari mönnum til burða
og glímumaður góður á yngri árum. Um ritgjörðir hans,
þær eráprent hafa komið, vísum vjer lesendum tiikirkju-
sögu prófessors P. Pjeturssonar, bls. 382, en getumþess,
að síðan sú bók kom út, gaf hann út viðbœti við orðs-
kviðasafn sjera Guðmundar Jónssonar. Hann var jarðaður
16. þ. m., og hvílir við hlið vinar síns, drs. Svb. Egils-
sonar.
Fjárhagur prestaeTclcnasjóðsins á íslandi við ársloltin 1861.
lekíur- rd. sk.
I. Sjóður frá fyrra ári:
a, í konungl. skuldabrjefum . 400 rd. » sk.
b, - veðskuldabrjefum einstakra
manna.................... 350— » —
c, geymdir hjá reikningshaldara 170 — 28— 920 °8
II. Renta til 11. júní 1861:
a, af liöfuðstólnum í jarðabókar-
sjóðnum...................16 — » —
b, af veðskuldabrjefum einstakra
manna, borguð . . . . 14 — 59 —
c, af veðskuldabrjefum einstakra
manna, óborguð ... 4 — » — 34 59
III. Gjafir og tillög á árinu . . ' ' ' " 445 64
1400 55
Útgjöld.
Sjóður, sem fœrist tilinntektar ínæstaárs reikn-
ingi: rd. sk.
a, í konunglegum skuldabrjefum 400 rd. » sk.
b, - veðskuldabrjefum einstakra
manna.................. 600 — » —
c, - gjafabrjefum einstakra manna
arðberandi............. 300 — » —
d, geymdir hjá reikningshaldara 96 — 55 —
e, útistandandi af rentum . 4 — » ■— j 4qq 55
1400 55
Auk þeirra hjer að ofan tilfœrðu 4rd.,sem útistanda
af rentum frá fyrra ári, hafa nokkrir heitið árlega tlllög-
um til sjóðsins, sem ekki hafa greiðzt næstliðið ár, en
þegar þau verða goldin, skal það verða opinberl. auglýst.
Skrifstofu biskupsins jflr Islandi, 9. janúar 1862.
H. G. Thordersen.
V ar nln gss krá
UtJend vara í Rcykjavík í jan.mán. 1862. Rúg 10
—11 rd. tunuan; mjöl 10'/2—11 rd. móti 12 lpd.; grjón
13rd. t.; kaffibaunir 32 sk. pd.; kandís 24 sk. pd.; brenni-
157
þangað. Hvorki sjálfur hann nje áhangendur hans höfðu
neitt það til að bera, að hann með nokkrum líkindum
gæti búizt við góðum afdrifum af þessu fyrirtœki sínu.
Afgamlir liðsforingjar, ákaflyndar konur, sem enga fasta
stöðu höfðu í heiminum, gamlir embættismenn, sem engum
embættum gegndu, og nokkrir menn, sem voru óánœgðir,
þetta voru eigi menn lagaðir til uppreistar gegn því valdi, sem
staðið hafði í 6 ár, og sem sigrazt hafði á öllum fjandmönn-
um sínum,bæði þjóðveldismönnum og þeim, sem hjeldu með
.Bouróons-ættinni, samsœrismönnum og uppreistarmönnum.
Louis konungsson var ungur að aldri, og lítt þekktur í
Frakklandi, bæði af hernum og þjóðinni. Enginn hafði
sjeð hann, sjálfur hnfði hann ekkert að hafzt; þótt bann
liefði ritað nokkrar greinir um hernaðarfrœði, og um stjórn-
frœði, er voru sem draumar, og áttu við ekkert að styðjast,
og þótt hann hefði búið til uppástungu um einskorðaða kon-
tmgsstjórn, og nokkurblöð, sem drógu fram alþýðuna, hefðu
liœlt honum, hafði hann þó fyrir þetta allt eigi mikla kröfu
l'l hollustu þjóðarinnar og til að stjórna Frakklandi.
158
Ilann hafði nafn sitt, en það mundi eigi hafa gagn-
að honum neitt, ef það væri eigi sameinað huldum hug-
þrótt; hann treysti sjálfum sjer og forlögum sínum. þegar
hann var sveitarforingi (Capitain) í stórskotaliðinu í fylkinu
Bern í Svissaralandi, gaf hann út nokkur smárit, en Frakkar
skeyttu þeim að litlu; hann taldi sig þá að vera falltrúa
og erfingja eigi að eins veldisins, heldur og þeirra tveggja
hugmynda, sem höfðu verið meginstoðir þessa veldis:
stjórnarbyltingar án stjórnleysis og hernaðarfrægðar. Á
að sjá var hann blíður, hœglátur og hœverskur, en jafn-
framt unni hann stjórnarbyltingum, og þó óbundinni ein-
veldisstjórn; þetta hvorttveggja var nokkuð ruglingslega
samfara hjá honum. Hroki yfir því, að vera kominn af
miklum mönnum, var sameinaður lmgboði um að eitthvað
mikið ætti fyrir honum að liggja. Hann fann til þess,
að hann var konungsson, og taldi þaö með öllu víst, að
sjer væri það áskapað, að verða keisari. þcssar voru
tilfmningar hans og sannfœring, er hann um miðjan-
morgun 30. dag októbermánaðar reiðum strætin í Stras-