Íslendingur - 22.03.1862, Side 4
180
ingum, þó að hvorki stjórnin nje sjálfir vjer höfum gán-
ing á því. En satt að segja, er jeg hálfhræddur um, að
það verði sannkallað »óyndisúrræðiu fyrirísland, ef svona
er farið að fylla þar í embættisskörðin.
Vertu nú blessaður og sæll.
þinn
X. S.
(Aðsent).
Opt furðar mig á því, hvernig þið embættismennirn-
ir getið vcrið að halda taum stjórnarinnar núna, sem virð-
ist að halda hjer járnhendi sinni yfir þjóðinni, svo hún ekki
getur brotizt á fram til meiri framfará; mjer sýnist þó, að
hún haldi taum fæstra ykkar. Jeg segi fyrir mig, þó jeg
œtti 20 syni, skyldi jeg láta engan þeirra læra til að verða
embættismann á eptir; ekki af því jeg hafi óbeit á lær-
dómi eður vísindum; nei! jeg álít, að ekkert geti prýtt
manninn meira, en það að vera vitur og vel að sjer, þeg-
ar maður þá um leið er guðhræddur og vænn maður.
En þarf maður endilegaað verða embættismaður fyrir það,
þó maður læri? Jeg held fjærri því; það standa víst
margir aðrir útvegir opnir fyrir lærðum ungum mönnum
og duglegum, sem eru allt eins arðsamir og arðsamari,
en flest embættin eru hjer á landi, þegar á allt er litið;
og því á maður þá að keppast eptir, að komast í þá stöðu,
þar sem yfirmenn manns því nær sem fyrirlíta mann?
Eður fer jeg kann ske skakkt í því, að stjórnin fyrirlíti
núna flestöll embætti landsins? Jeg ímynda mjer þó, að
það verði að vera, þar liún finnur fæsta af ykkur em-
bættismönnunum þess verða, að ykkur sje launað svo, að
þið sjeuð sómasamlega haldnir, og minnkunarlaust fyrir
stöðu ykkar, eður eins og þjóðin álítur nauðsynlegt, og
sem ítrekaðar bœnir alþingisins sýna að hún mundi gjöra,
ef hún mætti ráða; af þessu megið þið þó sjálfirsjá, hvor
villykkur betur, stjórnin eðurþjóðin. En hvaða meiningu
eigum við nú að fá um ykkur, sem samt viljið berjast
undir merkjum stjórnarinnar, þegar henni ferst svona við
ykkur? Jeg veit annars vel, að marga af ykkur iðrar
víst, að hafa komizt í þessa stöðu, og að þið munduð
guðsfegnir vilja komast úr henni aptur, ef þið gætuð með
góðu móti, en það mun nú svo komið fyrir mörgum ykk-
ar, að þið getið ekki yfirgefið hana aptur, heldur verðið
að dúsa þar, sem þið eruð koinnir. |>að er annars merki-
legt fyrir okkur leikmenn að sjá, hverja meiningu stjórnin
núna hefur um embættin hjer á landi; jeg tala ekki um
sýslumanna og presta embættin. Stiptamtmaðurinu hefur
231
uð, er menn þekktu eigi fyrir hans daga. Ilann hafði,
eins og vjer höfum áður sagt, aðsetu við Kólobeng-fljót
fyrir norðan Kúrumanns-sveitir. Vestur og norður frá
Kolobeng-fljóti gengur Kalahari-eyðimörk, og sú var sögn
norðurálfumanna þeirra, er kunnugastir þóttu, að fyrir
norðan þá eyðimörk væri auðn ein og alls engin manna-
byggð. En Livingstone komst að því hjá einhverri villi-
þjóð, að þar væri allt annað en auðn ein og allsleysa;
þarværi vatn eiltmikið, er hjeti Ngami (framber Ingami),
og lægju að því frjóvsöm hjeruð og fjölmennar þjóðir.
Einn af höfðingjum þeirra hafði jafnvel fengið fregn af
Livingstone; sendi sá menn til hans og bauð honum á
sinn fund. En það vár enginn hœgðarleikur, því bæði var
Iíalahari-auðn á milii, ógurlega ill yfirferðar, og svo voru
liöfðingjar þeir, er næstir bjuggu, því móthverfir, að út-
lendir menn kœmu til þjóða þeirra, er innar búa í land-
inu; enda er það almenn venja í suðurálfunni. J>eir, sem
yztir búa í landinu og næstir sjó, vilja sjálfir sitja fyrir
öllum kaupum við norðurálfumenn, og fá hjá þeim byss-
þá í laun, ef mig minnir rjett, 2,400 rdd., ogþar að auki
leigufrítt hús, tún fyrir 3 kýr og meira, sem altjend get-
ur numið G00 rdd., svo launin verða hjer um bil 3,000
rdd.; auk þessa hefur hann fje fyrir skrifstofu kostnað og
ýms önnur útgjöld. þarnæst kemur forstöðumaður presta-
skólans, sem hefur með húsaleigu 2,350 rdd., síðan rek-
torinn við latínuskólann, því laun hans með ýmsum hlunn-
indum, sem hann hefur, og leigufríu húsi mega metast
2250 rdd.; þá biskupinn; hann hefur að öllu samtöldu
2G00rdd., en þar frá ganga þó í hið minnsta 400 rdd.
í skrifstofukostnað, svo laun hans verða að eins tæp 2,200
rdd.; þá amtmennirnir, sem með húsaleigu hafa hjer um
bii 1900 rdd. laun; þá háyfirdómarinn; laun hans eru 1600
rdd.; svo landlæknirinn og yfirkennarinn við látínuskólann;
hvor þeirra hefurmeð húsaleigu 1050 rdd.; svo hinirdóm-
éndurnir í yfirdóminum; laun hvors þeirra eru 950 rdd.;
svo hinir kennendurnir við báða skólana og læknarnir; af
þeim hafa sumir 800 rdd.. sumir 700rdd., sumir 600 rdd.
og sumir 500 rdd. í laun. þetta er nú launastiginn em-
bættismannanna hjerna á landi, ef jeg fer ekki villt. Álit
stjórnarinnar um embættin sýnist því vera þetta: aðmest
sje varið í stiptamtmannsembættið, og það er og þjóðar-
innar álit, því stiptamtmaðurinn á að vaka yfir hinni ver-
aldlegu stjórn í suðuramtinu og ásamt með biskupinum
yfir prestunum og kirkjunum að nokkru leyti, og eins yfir
báðum skólunum, og fleira, er landið allt snertir; þar næst
í forstöðumannsembættið við prestaskólann, eður sjá um
það, að prestaefnunum sje kennt tilhlýðilega það, sem
þeir eiga að nema til að geta orðið prestar; síðan í rekt-
orsembættið við latínuskólann, eður sjá um, að allt gangi
vel til i skóla þessum; þar næst í biskupsembættið, sem
því er hið 4. í röðinni hjá henni, og er á því auðsjeð,
að stjórnin núna álítur minna varið í það, að sjá um öll
geistleg málefni hjer á landi, er bæði snerta prestastjett-
ina og kirkjurnar og hafa á hendi yfirstjórn skólanna, þar
biskupinn er yfirstjórnari þeirra með stiptamtmanninum,
og annast önnur þau málefni, sem eru lögð undir bisk-
upinn, lieldur en að sjá um, undir uTmjón bisTtupsins, að
allt fari vel fram í skólum þessum. Svo koma amtmanna-
embættin, sem því eru hin fimmtu í röðinni, eður að sjá
um, að veraldleg stjórn gangi sem bezt til í landinu; hið
sjötta er háyfirdómaraembættið, eður sjáum, að alltgangi
reglule^a til í yfirdóminum; síðan koma nú hjá henni tvö
embætti, landlæknisembættið, eður að Jiafa á liendi yfir-
umsjónina yfir öllum læknamálefnum landsins, og vera
um leið læknir í fjölmennasta bœnum lijer á landi og
232
ur, púður og kúlur; en þegar það er fengið, snúa þeir
vopnum sínum gegn þeim, er næstir búa fyrir innan þá,
og sem eigi hafa aðrar verjur en boga, örvar og spjót,
og verða þessir þáundiríþeim viðskiptum. Einnigkaupa
þeir perlur, baðmullardúka og ýmsan varning af Evropu-
mönnum, og selja hann síðan inn í land til þeirra, sem
þar búa, við afardýru verði, og taka í móti fílstennur og
fleiri hluti, sem þeir flytja til sjávar og selja í aðrarheims-
álfur. En hversu sem þeir reyndu til að bægja Livingstone
frá að komast áfram inn og norður í land, þá hafði hann
þó sitt fram með ráðum og dáð, og komst eptir tveggja
mánaða glæfraför norður að Ngami-vatni. {>að var 1849.
J>ar var fagurt um að litast, landkostir góðir, mannabyggð
víðlend, fjöldi villidýra. J>ar vildi Livingstone þó eigi
staðar nema, heldur fara lengra norður í land, og iiitta
þjóðhöfðingja þann, er Sebitúane hjet; þóttist hann þar
eiga von góðrar viðtöku. En höfðingi sá, erhann var þá
kominn til þar við vatnið, vildi eigi, að þjóðirnar fyrir
norðan sig hefðu gott af komu Livingstones, og gjörði