Íslendingur - 22.03.1862, Qupperneq 5

Íslendingur - 22.03.1862, Qupperneq 5
181 vera að auklæknir í mjög örðugu læknisumdœmi, og yfir- kennaraembætti, eður að aðstoða rektor skólans i em- bættisstörfum hans, þvi þessi tvö embætti leggur stjórnin nú livort móti öðru; þar eptir koma yflrdómaraembættin, eður að menn í landinu geti náð rjetti sínum og fengið leiðrjetta dóma og gjörðir sýslumanna; svo í kennaraem- bættin við skólann og læknaembættin. Ó hvílík dýpt auðæfanna! Ilver ræður nú öllum þessum graut? hverj- um er svo illa bæði við stjórnina og land vort, að hann vilji gjöra stjórnvora óvinsæla hjá embættismannastjettinni með því, að fá hana til að neita benni um sómasamleg og viðunanleg laun? embættismannastjettina fyrirlitna af þjóðinni, sem sjer, hversu stjórnin sjálf metur hana lítils? Ilvernig getur þetta verið gott fyrir stjórn og land? Á þessu þarf breyting að koma sem fyrst. þykir ykkur jeg nú hafa sagt ofmikið, þó jeg haldi, að enginn óvitlaus maður vilji í þessari tíð láta sonu sína læra til þess að verðaá eptir embættismenn hjer á landi? Nei! gjöri það hver sem vill. Geti synir mínir orðið góðir og vandaðir bœndur, er jeg langtum ánœgðari með það, en þó þeir kœmust í einhverja þjónustu bjá stjórninni og yrðu brauð- bítar hennar. Jeg veit fullvel, hversu hverju landi er ó- missandi að hafa góða embættismenn, en hver getur heimtað það af mönnum, að þeir af tómri föðurlandsást skuli leggja í sölurnar velferð barna sinna? Ef þjer, heiðruðu útgefendur, viljið ljá grein þessari nim í blaði yðar, þá skal jeg einhvern tíma áður langt líður.minnast lítið eitt á Iaun presta og hreppstjóra bjer á landi. x + y. IJtlemlar frjettir. Yjerviljum aðþessusinni gefa lesendum vorum að eins mjög stutt yfirlit yfir helztu útlendar frjettir, því vjer getum eigi rúmsins vegna í blaði voru sett þá frjettasögu, er vjer fengum frá Iíaupmanna- höfn, nema slíta hana sundur, en slíkt væri skemmd á efn- inu, og skaði fyrir lesendur; en í næsta blaði skulu frjett- irnar koma í heilu líki. Að svo mæltu viljum vjer geta þess, að vetrarfar hefur alstaðar í álfu vorri verið heldur gott, nema af Rússlandi eru sagðar miklar frosthörkur, en slíkt er alltítt þar í landi, enda taka þar harðir á móti. í vetur hefur verið friður manna mifii, og vopnum eigi verið hreift til víga, nema vestur í Ameríku. En þó svo bafi verið, þá má á hverri stundu búast við ófriði og or- ustum, bæði á ftalíu, Ungverjalandi og með Pólverjum. Viktor Emanúel ítala-konungur vill, sem vonlegt er, sam- 233 honum þann farartálma, að hann komst eigi í það skipti lengra norður, og varð hann að dvelja árlangt, þar sem hann þá var kominn. Loksins komst hann 1851 alla leið norður til Sebituane, og hafði þá með sjer konu sina og börn. Svo er sagt frá Sebituane, að hann væri hergjarn mjög og hinn mesti garpur, og hafði brotið undir sig einn af þjóðflokkum Betjúana, þann er Makalólar heita, gjörzt höfðingi yfir. Liðu svo tímar fram til þess, er fleiri þjóðir veittust að Makalólum; hrukku þeir þá undan suður á sveitir, og út fyrir lönd Betjúana. þar hittu þeir fyrir þjóð eina, er Barotsar heita, allra þjóða svartasta á hörund; settust þeir Sebituane þar upp hjá þeim, og báru þá ofurliði, enda voru Barotsar fjárhirðar einir og veiði- úienn og mestu meinleysingjar. Sebituane hafði heyrt getið »hinna hvítu manna«, og sú var löngun lians mest nú á efri árum, að komast í kunningskap við þá. Hann Va>' orðinn leiður á ófriði, og þráði friðinn, og honum sagði svo hugur um, að hann mundi fá ósk sína upp- fyllta, 0g auðnast að sjá Livingstone. (I'ramh. síðar). eina allar ítalskar þjóðir í eitt ríki, og hefur honum tek- izt það að mikiu leyti, þó eru tveir skikar eptir enn, hinir vestu viðureignar; annar er Rómaborg, en þar er páfinn og allt klerkavaldið, og »þar lifir andinn æ hinn sami«, og lætur heldur bera sig út, en að slaka til í nokkru; hinn er Feneyjar; þar hefur Austurríkiskeisari öll yfirráð, og vill eigi láta þær lausar, nema hann fái lönd í stað- inn. Á Ungverjalandi er allt ótryggt, og Austurríkiskcis- ari fær þar engu fram komið nema með hershöndum, og þar má búast við upphlaupi og vopnabraki, hve nær sem fœri býðst. þessu líkt er á Póllandi, en sá er munurinn, að ltússakeisari, sem þar ræðuryfir, erfjáður vel og hef- ur því mörgum á að skipa, þar sem Austurríki er skuld- um valið. Nógar dylgjur eru enn með Dönum og þjóð- verjum út af hertogadœmunum, og er það mál komið í slíka vafninga, að minnkun má heita, og vart mun nokkur fýrir sjá enn, hvernig því máli muni lykta. Vestur í Am- eríku er enn borgarastrið eins og í fyrra. Viljum vjer nota þetta tœkifœri til að segja sumum lesendum vorum, að stríð þetta er einungis í Norður-Ameríku, en alls eigi í Suður-Ameríku, og að það eru Bandafylkin í Norður- Ameriku, sem berjast innbyrðis; þess vegna er það borg- arastríð. þar standa norðurfylkin, sem vjer stundum höf- um kallað norðurfylkin og norðanmenn og Lincolnsmenn, móti suðurfylkjunum, eða þrælafylkjunum eða sunnan- mönnum. það er að sínu leyti eins og í Danmörku 1848. Hertogadœmin slitu sig úr sambandi við Dani og undan stjórn Friðriks sjöunda; suðurfylkin hafa slitið sig undan stjórn Lincolns forseta allra Bandafylkjanna; en þau eru færri og liðminni en norðurfylkin, og seinast þegar frjett- ist, veitti norðanmönnum betur; ætluðu þeir að um kringja sunnanmenn á aila vegu, og höfðu 500 þúsundir vígra manna á landi og herflota allmikinn fyrir ströndum. f>ó er vansjeð, að þetta mikla ríki geti lafað saman til lengd- ar, enda þótt norðanmenn bæru nú hærri hluta. Mjög margir nafnkenndir menn hafa dáið erlendis í vetur; telj- um vjer þar á meðal Albert, mann Viktoriu Engladrottn- ingar,-rúmlega fertugan; hann dó 14. des. eptir stutta legu. þótti hann hinn vitrasti og merkasti maður í mörgu. þau hjón eiga 9 börn á lífi, öll mannvænleg; elzti sonur þeirra, Albert Edvard erfir ríkið eptir móður sína, þegar liennar missir við; hann þykir gott inannsefni. í Dan- mörku dó þjóðskáldið Ingemann, kominn yfir sjötugt, og landi vor Gunnlaugur Pórðarson. 1 Noregi dó öldungur- inn, stjóruarlierra Ilermann Vogt, einn af hinum nafn- kenndustu mönnum þar í landi. Vjer höfum og heyrt, að 234 Por rinn. Maður nokkur, blindur á öðru auga, átti unga og fríða konu; hún átti annan elskhuga, er heimsótti hana iðulega. Eitt sinn, er hann var staddur hjá henni, kom maðurinn heirn að þeim óvörum, og skauzt friðilinn í fei- ur bak við rekkju bjónanna. Konan settist í hvílustól og Ijezt nývöknuð af svefni; lhin kallaði upp: »æ, elsku-mað- urinn minn! hvaða draumur var það, er mig dreymdi! jeg hef að vísu litla trú á draumum, en jeg vil setja líf mitt í veð, að þessi er sannur«. »IIvað dreymdi þig þá, elskanmín«, mælti hann. »Mig dreymdi«, kvað hún, »að þú værir orðinn heilskyggn á blinda auganu þínu«. »Guð gæfi, aðsvoværi!« anzaði hann. »Jeg held það sjevissu- lega satt«, mælti hún; »leyfðu mjer að lialda fyrir )ii« augað, er þú sjer með, og vita hvort eigi er, sem þu segir«. Ilann Ijet það eptir kenni; en meðan hún hjelt fyrir heila augað, og var hvaö eptir annað að spyrja, hvort hanu ekkert sæi, þá læddist friðillinn út úr herberginu.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.