Íslendingur - 22.03.1862, Page 8
183
Jeg get ekki þakkað, sem vert er og mjer í brjósti
býr, velgjörðir þær, sem margir góðir menn hafa auðsýnt
mjer, einkum síðan jeg 1858 varð munaðarlaus ekkja,|í þurra-
búð, með mörgum föðurlausum börnum. Meðal þessara
velgjörðamanna nafngreini jeg sjer í lagi þessa: herra
faktor Svein Guðmundsson á Búðum, er, auk margra ann-
ara velgjörða við mig, hefur tekið eitt af mínum föður-
lausu börnum til uppfósturs; systur hans madame Önnu
Guðmundsdóttur á Búðum, sem bæði í orði og verki hef-
ur margvottað mjer sitt góðgjörðasama hjartalag við þurf-
andi; herra kaupmann Árna Sandholt í Kaupmannahöfn,
sem i mörg ár hefur auðsýnt mjer rausnarlegar velgjörð-
ir; herra faktorBjarna Sandholtí Kaupmannahöfn, bróður
lians; hinn valinkunna heiðursmann sgr. Jón Vigfússon á
Yatnsholti, sem hefur tekið til uppfósturs eina af mínum
föðurleysingjum, og herra timburmanflLJ'ómás J. Jónsson
á Búðum, er nú í vetur hefur að sjer tekið eina af mun-
aðarleysingjunum; og enn fremur lierra Halldór snikkara
Sæmundsson og konu hans Guðrúnu Sæmundsdóttur, og
meðhjálpara sgr. Sæmund Guðrnundsson, öll á Búðum.
J>essi fáu en hjartanlegu þakklætisorð, og sú innilega ósk
mín, að hann, sem sjer og endurgeldur allt, sem vel er
gjört, minnist í náð velgjörðamanna minna, er allt það
endurgjald, sem jeg get í tje látið.
Búbum í Snæfellsnessýsln, 28. febrúar 1862.
Solveig Bjarnadóttir.
— Hjer með vottum við undirskrifaðir skvldugar og
alúðarfullar þakkir herra prófessor Pjetri Pjeturssyni í
Reykjavík fyrir þann velgjörning, að hann á næstliðnu ári
hefur gefið þrjár tunnur af korni til útbýtingar meðal
munaðarlausra og sárþurfandi fátœklinga í Staðarsveit og
Breiðavíkurhreppi í Snæfellsnessýslu.
I febrúar 1862.
S. Níelsson. S. Guðmundsson. Jónas Samsonsson.
~ í dönsku vikublaði, sem heitir »Illustreret Tidende»
og sem hefur inni að lialda ýmsar myndir og uppdrætti
af mönnum og málleysingjum, og ýmsar sögur og fróðleik,
sjest mynd af afarmiklu drykkjarhorni úr silfri, sem nokkr-
ir menn í Danmörku hafa fyrir skemmstu gefið dr. G.
Dasent í Lundúnum; horn þetta vegur 220 lóð og er sett
ýmsum upphleyptum myndum, þar á meðal sjest víg Gunn-
ars á Hlíðarenda. Dasent hefur, eins og vjer höfum áð-
ur minnzt á, snúið á ensku og gefið út Njálssögu og kvað
mönnum finnast mikið til hennar í útlöndum, enda flýgur
hún nú um allar jarðir, því enska er töluð um allan heim.
Dasent fór hjer um land í sumar eð var og ætlar nú
bráðum að gefa út ritling um þá ferð sína og sagt að
fylgi uppdrættir. Sumir segja að Dasents sje von í sum-
ar aptur til íslands.
Sagt er að saltfiskur hafi selzt vel í Kaupmannahöfn,
frá 28 til 32 rd. skpd. eptir gœðum, hákarlslysi tunnan
33—35 rd.; ull góð til nýárs 169 rd. skpd. Ifebrúarm.
var sagt að ullarprísinn hefði heldur lækkað á Englandi,
en ekki höfum vjer fengið neina áreiðanlega skýrslu um
það; það eru heldur líkindi til, að hún haldist í góðu verði,
þar sem verksmiðjurnar á Englandi, að sögn, hafa vantað
verkefni, sökum þess, að minni aðflutningur á viðarullu, hef-
ur verið frá Ameriku, vegna óeirðanna sem þar yfir standa.
Auglýsing.
— Ymislegar bœkur, sem flestar liafa verií) prentabar ab
Vií>ey, eru fáanlegar þar til kaups, margar af þeim meb
nibursettu verbi. Bœkurnar eru þessar:
Biflia á skrifp. Hallgrímshver. Árna Postilla á skrifp.
og prentp. Sú litla Súlma-og Vísnabók. T. Sœmundssonar
Tœkifœrisrœður. Herslebs Sjöorðabók. Stúrmshugvekjur 2.
og 3. bindi. Píslarþankar h skrifp. og prentp. Basthólms
Höfuðlærdómar á skrifp. og prentp. Horsters ágrip.
Campes siðalærdómur. M. Stephensens Ljóðmæli, Graf-
minningar og Erfiljóð. Einstakir árgangar Klaustur-
póstsins. Jóns Guðmundssonar Beikningsbók. Stjörnu-
frœðisbók. Versasafn. Vikuoffur. Harmonia. Postula-
sögur. Missiraskiptaoffur. Hússtafla. Leiðarljóð Barna.
Tíðindi ósamstœf). Landaskipunarfrœði. Njálssaga. VI-
farsrímur. Númarímur.
Allar þessar bœkur eru óinnbundnar; væri því hentug-
ast fyrir bókbindara og bókaseljara, aí> eiga kanp meb þær,
svo hagnab gætu haft bæfci af bók og bandi, og ef þær eru
teknar í hópakaupum af árelfcanlegum mönnunt, má vænta
enn meiri afsláttar á verfci bókanna og lífcunar mefc borgunina.
Vifcey, 24. febrúar 1862.
0. M. Stephensen.
Útgefendur: Benidikt Sveinsson, Einar Pórðarson, llalldór Friðriksson, Jón Jónsson Hjaltalm, Jón Pjetursson,
ábyrgfcarmafcur. • Páll Pálsson Melsteð, Pjetur Gudjohnson.
Prentafcur x prentsmifcjuiiiii í Reykjavílt 1862. Einar pórfcarson.
280
sinn þessi orð: »Hjer liggur Similis, sem lengi dvaldi í
heiminum, en lifði einungis í 7 ár«. Með þessugafhann
til kynna, að hann áliti allan þann tíma glataðan, er hann
hafði verið við hirðina og leitað upphefðar.
Leyfilegur prettur.
Ferðamaður tók snæðing í gestalierbergi, og stakk
leynilega á sig silfurspæni eptir máltíðina. Enginn tók
eptir þessu annar en húsráðandinn. Til að fá spóninn
aptur og gjöra þó ferðamanninum eigi kinnroða, fór bnnn
aðleiðaítal ein og önnur brögð, sem kynstramenn (Tas-
kenspillere, Gjöglere) tíðka og kvaðst sjálfur liafa numið
eina skrítilega íþrótt, þá, að koma einhverju í vasa ann-
ars, þótt hann væri langt frá honum; hann tekur silfur-
spón, og spyr hver hann vilji fá í vasann. En þar sem
enginn varð skjótur til svars, þá vatt hann sjer að ferða-
manninum, og mælti: »Maður minn! spónninn er bjá
yður«. Ferðamaðurinn skildi kœnskubragðið, dró upp
spóninn og lagði hann á borðið.
240
Sanngjarnt boð.
Foreldrar eins Gaskognara höfðu afráðið við vin, er
þau áttu í Parísarborg, að sonur þeirra skyldi ganga að
eiga dóttur hans. Eptirmynd brúðarinnar var send, og
þar eð hinum unga manni fjell hún vel í geð, var þessi
ráðahagur bundinn fastmælum meðal foreldranna, og allt
undir búið; síðan sendu þau son sinn til Parísar, til að full-
komna brúðkaupið; en sem þar var komið, sá hann, að brúð-
urin var ákaflega ófríð, og að eptirmyndin bar enga líkingu
af henni; hann vildi þess vegna eigi ganga að eiga hana-
Faðir brúðarinnar fann sig meiddan af þessu, stóð fast á þvb
að bjónabandið yrði fullkomnað, og kvað þetta mál komið ol
langt til þess, að hann gæti við það bætt, án þess að meiða
viröingu dóttur sinnar, og vildi bann eigi láta til þess leiðast
með góðu, þá skyldi hann neyða hann til þess með rjettarfan.
»Núþán, mælti brúðgumaefnið; »dómarinn getur þó aldrei
neytt mig til annars, en að jeg gangi að eiga eptirmynd-
ina, því jeg var eigi búinn að sjá meira, er jeg játaöi
ráðahagnum, og þetta býðst jeg tii að gjöra með góðu.