Íslendingur - 21.08.1862, Qupperneq 1
ÞRIÐJA ÁR.
21. ágfist.
Framhald af M g,
liitið citt nm Hólaskóla
(úr brjefl sjera Stefáns Thorarensens á Kálfatjorn, dagsettu 26. júlí 1862,
til dr. J. Hjaltalíns).
þjer báðuð mig að skrifa yður dálítið ágrip af lýsingu
sjera Pjeturs, uppgjafarprestsins bjer, á skólanum og skóla-
lífinu á Hólum og í Reykjavík, af því að þjer vissuð, að
fáum þeirra, sem nú lifa, mundi verða kunnugra um
þetta en sjera Pjetri, sem var lærisveinn í báðum þessum
skólum. Ef jeg hefði næði og lengri tíma fyrir mjer —
en þjer óskuðuð eptir, að fá þessa lýsingu nú þessa dag-
ana —, þá gæti jeg skrifað yður greinilegar um þetta
efni og margt er að því lýtur; en nú verð jeg að fara
fljótt yfir og sleppa mörgu, sem þó væri vert á að minnast
og að ryfja upp, því ,frá mörgu kann sjera Pjetur að segja
fróðlegu, er við bar á skólaárum hans, þaugleymast seint.
þegar sjera Pjetur var í Hólaskóla, en þar var hann
7 síðustu ár skólans þar (frá 1795—1802), segir hann, að
þar hafi notið kennslu ár hvert nálægt 30 skólasveinar;
enda hafi skóii þessi verið í miklu áliti. Iiennararnir
voru ágætismenn að lærdómi og lipurleik í kennslunni og
allir lærisveinar þeirra, að kalla undantekningarlaust, elsk-
uðu þá og virtu eins og beztu feður. Ivennararnir voru
þar, eins og menn vita, að eins tveir: rector og conrec-
torh Reclor bafði alla kennslu í efra bekk, conrector
alla kennslu í neðra bekk. Sjera Pjetur hefur opt til
þess tekið, hvílíkt lag að þessir kennarar höfðu á því, að
halda piltum til reglusemi og iðjusemi, án þess að beita
hörku við þá, eða egna letingjana móti sjer; sjálfir let-
ingjarnir urðu iðnir og ánægðir með lífið undir höndum
þessara vitru, alvörugefnu, en þó niildu stjórnenda. þetta
studdi nú ekki lítið að því, að skólinn var ætíð fullskip-
aður af lærisveinum, og að svo margir komu þangað börn-
um sínum. En þó hefðu margir foreldrar og vandamenn
sárlega mátt finna til þess, að viljinn lil þess að koma
börnum sínum í þenna ágæta skóla var ekki einhlýtur,
hefði ekki einnig svo verið til gætt, að jafnvel hinir fá-
tækari gætu, sjer kostnaðarlítið eða hostnaðarJaust, komið
sonum sínum til mennta í skóla þennan. Heil ölmusa,
sem þá var 24 kúrantsdalir, var svo kappnóg fyrir allan
kost (sem þeir höfðu jafnan hjá sjálfum sjer nema vökv-
un, sem þeir keyptu sjer á einhverju búinu), þjónustu og
aðrar nauðsynjar, að reglupiltar komu optað vorinu heim
með allt að þriðjungi ölmusu sinnar óeyddan, og stvrktu
þannig fátæka foreldra sína auk þess, sem þeir unnu
þeim um sumartímann, í átað þess, að foreldrarnir þyrfti
að styrkja börnin. Ölmusán var greidd piltum í matbjörg
(korni, fiski, smjöri o. s. frv.) eptir ósk hvers eins, og
eptir ákveðnu verðlagi á hverri matartegund, en afgang
ölmusunnar fengu þeir í peningum. Bækur þurftu þeir
ekki að kaupa frernur eða fieiri en þeir vildu, því skólinn
átti ætíð nógar skólabækur, sem þeim voru Ijeðar, þegar
þeir áttu þær ekki sjálfir.
Vorið 1802 átti sjera Pjetur að útskrifast úr skóla2.
1) Rector í sjera Pjeturs tíb var Páll Hjálmarsson, en conrector,
fyrst Gísli Jónsson, Teitssonar biskups, tii 1796, þá næsta ár Halidór
Hjáimarsson, brótlir l’áls rectors, en tengdafatiir Gísla, þá Jón Jóns-
sön, nú prestur aí) Grenjatarstai), þangat) til skólinn var af tekinn.
2) þeir sem þá útskrifullust voru í rjettri röí) þessir: 1. Hail-
þetta vor var enn ekki komið út hingað konungsbrjefið
2. okt. 1801, sem skipaði að leggja skyldi niður skólann
á Hólum og sameina liann Reykjavíkurskóla. Sjera Pjet-
ur skrifar því bónarbrjef til amtsins um, að hann megi
enn dvelja eitt ár í skólanum, sjer til frekari menntunar,
og fær hann óðar leyfi til þess, og útskrifaðist því ekki
það ár. En nærri má geta, hversu hverft honum haíi
við orðið, þegar áðurnefnt konungsbrjef kom út hingað
skömmu siðar með sumarskipum, og hann sá, að sjer
var annaðhvort að gjöra, að hætta öllum lærdómi eða að
öðrum kosti að fara suður í Reykjavíkurskóla um haustið.
En þá voru þegar farnar að fara þær sögur af Reykjavík-
urskóla, að ekki þótti mörgum fýsilegt þangað að leita,
og er það nokkur sönnun fyrir þessu, að haustið 1802
kom enginn Hólaskóla lærisveina suður í Reykjavíkurskóla,
nema sjera Pjetur og Gísli Gíslason, síðar lengi prestur
að Vesturhópshólum, og siðast að Gilsbakka, og loksins
um veturinn á Góu kom með vermönnum hinn þriðji,
Gisli Auðunarson (síðar prestur, bróðir Blöndals heitins
sýslumanns). Allir hinir aðrir Ilólaskóla lærisveinar hættu
annaðhvort öllum lærdómi, eða komu sjer árið eptir (1803
—4) i heimaskóla til Páls rectors Hjálmarssonar (árið 1802
—3 var hann erlendis), sem síðan útskrifaði þá; en fá-
einir munu og þennan vetur liafa bætzt við af norðanpilt-
um í suðurskólann.
í Reykjavík var skólanum skipt í 3 bekki, en þó voru
allir bekkir í sama herberginu eða skólastofunni. Kenn-
arar voru hjer lika þrír; kenndi prorector (Guttormur
Pálsson) i efsta bekk, conrector (Jón Jónsson, conrector
frá Hólum) í miðbekk, en sjera Hjörtur Jónsson (síðast á
Gilsbakka) var heyrari í neðsta bekk. Prorector og heyr-
arinn voru mjög vægir við pilta um veturinn, svo að þeir
komust upp á það, að setja sjer sjálfir fyrir eptir eiginn
geðþótta, og opt, þegar til kom, miklu minna en kenn-
ararnir höfðu ákveðið; eins segir sjera Pjetur, að þessir
kennarar hafi ekki farið i mjög »strangan reikning« við
pilta, þó þeir kynni ekki sem skyldi, því báðir voru þeir
stök góðmenni, og, ef svo mætti segja, of góðir við pilta.
Conrector einum tókst fremur öðrum enn — sem fyr í
Ilólaskóla — að venja og við halda hjá piltum virðingar-
fullum ótta fyrir sjer, án þess að koma sjer illa við læri-
sveina sína, því enn dyrfðist enginn lærisveinn að anda á
móti honum í nokkru á bak eða brjóst, jafnvel þó hann
þegar á fyrsta ári bafi ekki, ef til vill, eins getað verið
búinn að ná kærleika þeirra eins og Hólapilta, enda var
siðferði pilta þar og í Reykjavik næsta ólíkt. þar sem
conrector kenndi, par gekk kennslan, þar tjáðu ekki und-
anbrögð nje leti, á meðan piltar gátu uppi setið og con-
rcctor gat komið í skólann. En þetta hvorttveggja varð
nú stopult um veturinn, þegar veður tók að kólna, þá
varð kalt í skólanum; þegar snjóa tók úti, þá fór líka að
grímnr Schevingj 2. Ólafnr þorleifsson, enn prestur á Hófba í Hófba-
bverfl; 3. Hallgrímur Jónsson (málara), siíiar djákn á pingeyrum; 4.
Páll Erleudsson (brótiursonur rectors), sítast prestur á Brúarlandi; 5.
Baldvin þorsteiusson, sífeast prestur at) Upsum (föÍJurbróbir Jónasar
heitins Hallgri'mssonar skáldsins). Eptir þessu nefna blölbin eklii rjett
árit), þegar dr. Scheving heitinn útskrifabist.
61