Íslendingur - 01.11.1862, Blaðsíða 6

Íslendingur - 01.11.1862, Blaðsíða 6
 94 gripum af kopar njejárni, nema ljáir sjeu eður hestajárn: það hvorutveggja skal landsdrottinn skyidur að taka, en liitt ei, sem frá var skilið; það telst ei með landaurum, og ei heldur bœkur; því er landsdrottinn ei skyldur þetta að taka, nemavilji, og enga danska vöru framfœrða. Skyld- ur er hann að taka varning allan eptir dönskum prjónles- taxta, og hvað annað, sem bóndinn býður, utan það, sem nú var frá skilið, og svo mikið af hverju, sem bóndinn býður, og taki þó ei hærri landskyld, en fyr vottar, eptir kúgilda-tali. En ef jörð fœðir lxvj kúgildi, fari svo um landskyld, sem áður skilur, nema það eitt, að hjer skal bóndinn eiga valið um þrjú kúgildi ein, hvort hann vilji landskyld hækkuð sje eður skileyrir aukinn. En fyrir það, sem jörð fœðir meir en lxiij kúgiidi, skal landsdrottinn kjósa, hvort hann velur; svo þó, ut intra terminos maneat, og aldrei taki meir en sjöttung landskyldar í fóðri, fjórðung í vað- málum og fjórðung í kvikfje. Hús skulu vera: 1, skáli með 8 rúmum, 6V2 ab breiður. 2, stofa, 10 al. löng, 6V2 al. breið. 3, búr, 9 al. langt, 6 al. breitt. 4, annað búr, 8 al. langt, 6 al. breitt. 5, baðstofa, 10 al. löng, 6V2 al. breið. 6, eldhús, 9 al. langt, 6 al. breitt. 7, útihús, 9 al. langt, 5Va al. breitt. 8, íjós fyrir xx naut. 9, fjárliús garðastœtt fyrir 90 sauði. 10, hesthús fyrir 8 hesta. 11, smiðjuhús. J>að skal vera lxx cr jörð, sem ber lxx kúgildi, &c uts. Nú fœðir hún ekki meir en Ixvij,viij eður lxix kú- gildi, þá skal hana þó kalla lxx cr, en svo að öllu fara um landskyldargjald, sem talarum lx ar jarðir; og svo hið sama, þótt hún beri lxxvi kúgildi, og þar í millum, allt sem á lx ar jörðu. Hús skulu vera sem á lx ar jörðu, nema: stofan skal vera 11 álna löng, og útihús eitt framar, en þar skilur, 6 ál. langt, 5 ál. breitt; fjárhús fyrir 100 sauði. J>að skal vera lxxx ar jörð, sem ber lxxx kúgildi, &c., og svo skal hana kalla, þótt húnberi ekki meir en Ixxvij kúg., item hið sama, þótt hún beri lxxxvi kúg. og þar í millum, og svo með öllu fara, sem áður er skilt um lxor og Ixx ar jarðir. 71 Lop ts i glin g. |>ess var getið í hitt eð fyrra, að professor einn í Norð- ur-Ameríku, Lowe að nafni, hefði smíðað skip, er hann gæti stýrt í loptinu, og mundi ætla að halda því loptleið austur yflr Átlantshaf til norðurálfu; en ekki hefur enn orðið af þeirri ferð. Nú sjáum vjer í útlendum blöðum þess getið, að einn af hershöfðingjum norðurfylkjanna í Ameríku haíi, í sumar sem leið, setzt í þetta skip og látið hefjast i lopt upp og haldið svo fram ferðinni upp yfir fylkingum óvina sinna og kynnt sjer þannig liðsafia þeirra og niðurskipun. þegar óvinaherinn sá þessa lopt- sjón, hlupu menn til og skutu á hana, en skipið var svo hátt í lopti, að skotin náðu því ekki. þegar hershöfðing- inn þóttisthafa skyggnzt um, sem honum þótti nœgja, sneri hann við og hjelt aptur, þangað til hann kom þar, er liðsmenn hans voru undir niðri, þá ljet hann síga niður á við, og komst óskemmdur til sinna manna, en allmikil glæfraför þótti það verið hafa. Hús skulu vera: 1, stofa 12 ál. löng, 7 ál. breið. 2, búrin bæði jafnstór sem hið stœrra á Ixx cir jörðu; fjós fyrir xxiiij naut; fjárhús fyrir 110 sauði, &c., allt sem á lxx ar jörðu. f>að skal vera níutíu hundraða jörð, sem ber 90 kú- gildi &c., allt ut supra, og svo þótt hún beri 87 eða 96 kúgildi, omnia sem fyr greinir. Hús öll sem á Ixxx ar jörðu; nema það útihúsin skulu bæði jafnstór, sem þar hið stœrra. Skáli fyrir 10 rúm. Baðstofan stofunni jöfn. Fjósið fyrir ij naut framar en á lxxx ar jörð. það skal vera tíutíu hundraða jörð, sem ber kúgildi 100 &c., allt sem fyr vottar, þótt bún beri eigi meir en 97 eður hún beri 106 kúgildi, nema það, að hjer skal á- búandinn einn ráða, hvort hann kýs, að auka landskyld sex aurum eður láta meir í skileyri, ef jörð er svo góð, að hún beri 106 kúg. Hú,s skulu vera: Stofan 15 ál. Iöng, 7^2 al. breið. Skálinn jafnbreiður, fyrir 12 rúm. Baðstofan 12 ál. löng, 7 ál. breið. &c., allt sem áður segir proxime, nema: fjárhús skal vera fyrir 1 ar fjár; fjós fyrir 30 naut; hesthús fyrir 12 hesta; lítil stofa eður baðstofa 9 ál. löng, en 6 ál. breið. Engin ein jörð skal á öllu landinu stœrri vera; skipta skal í tvær, ef meiri er einhver, nema það, sem meira er, sje skógar eða afrjettir &c. Athugasemdir á lausum blöðum. »1, Frá því er líður 50 ar jörð og til 100, er mjer al- deilis indifferent um sjö kúgildi, þ.e. 50 kúgildi eða 57 kúgildi; immo, si videtur, 50 kúgildi eða 59. 0: Jörð, semberyfir 50 kúg. til 59, skal vera 50 ar & sic de ceteris. Ilitt, sem jeg hef skrifað, intenderar: að útreikning- urinn skyldi altíð svara sjer. NB. J>ví stœrri er prófít bóndans, sem jörðin er stœrri, etiamsi proportio yrði serveruð. 2. Hvað mörg kúgildi mega vera með jörðunum? Ilvort það skal gjöra consideration um landskyldar- hæð, að sum kúgildin eru eigi bóndans eigin? sjer- deilis, ef öll kúgildin skulu vera kýr, en enginn á- sauður«. 72 Nýfundið fje í Pompeji. Menn munu hafa heyrt þess getið, að borgirnar Her- culanum, Pompeji og Stabiæ lögðust í eyði og hurfu al- gjörlega í ösku og vikur, þegar eldgosið mikla úr Vesu- víus fjalli dundi yfir 79 árum eptir Ivrists burð. Nú hafa menn á hinum síðustu tímum tekið sig til og grafið ofan að borgum þessum, og fundið þar hús og heimkynni manna, líkami manna og dýra og ýmsa fjárgripi, alltmeð þeim ummerkjum, sem það var í, þegar gosið skall yfir. Fyrir skemmstu fundu menn þannig í Pompejiborg, í stræti því, sem kennt hefur verið við gyðjuna Fortunu, hús eitt; það stendur við hliðina á Fortunu-hofi, og segja menn, að einn af frændum Ciceros mælskumanns, eða jafnvel sjálfur hann, hafi hof þetta reist — í húsi þessu fundu menn beinagrind af manni, sem haldið hafði á metaskálum ann- ari hendi, en á skálunum lágu gullpeningar frá dögum Águstusar keisara; marmaraborð stóð fyrir framan mann þennan, og á því nokkrir gullpeningar; ýmsa kjörgripi fundu menn þar í húsinu, þar á meðal líkneskju gyðju

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.