Íslendingur - 12.03.1863, Page 3

Íslendingur - 12.03.1863, Page 3
163 á íslandi síðan, bæði í Reykjavík og á Akureyri; sömu- i leiðis Fjelagfsritin nýju, Fjölni, Armann á atpingi. }>ó sumum mönnum þyki má ske lítið koma til þessa nú, þá þykir þetta allt góð vara þegar frá líður; þá er gott að slíkt sje til i bókasöfnum, og þar er það þá opt vel geymt, þar sem það er glatað hjá einstökum mönnum út um landið. Páll Sveinsson hefur gefið út nokkrar góðar bækur, sem vel eru þess verðar að geymast í safni þ,essu; ekki að tala um bókmenntafjelagið, er hefur komið og kemur árlega svo mörgum ágætum bókum á gang, er því nær allar vanta. Ekki finnst heldur í safni þessu, svo vjer getum sjeð, Heimskringla Snorra Sturlusonar, þó þýðingar sjeu þar til af henni, ekkert eptir Arngrím lærða og ekki Guðbrand biskup. Sumt af þeim bókum má þó fá, ef viðleitni er viðhöfð. Uppdráttur íslands (bls. 179) er að eins kenndur við 0. N. Olsen. Vjer vitum vel, að Olsen átti merkan þátt í útgjörð og útgáfu þessa lands- uppdráttar, en annar maður er þó til, sem á svo mikinn þátt í uppdrætti íslands, að ekki mátti það minna vera, en að nafn hans væri nefnt fyrir framan uppdráttinn, því hefði Björn Gunnlaugsson ekki verið til, svo væri upp- dráttur íslands að líkindum ekki til. Enginn hefur farið jafnfræga för um ísland sem hann. Aptast í registri þessu eru taldar bækur þær og handrit (um 300 að tölu), er Ján Therhelsen gaf skólanum eptir sinn dag (18051); eru þær í bókasafni skólans og bera nafn gjafarans (do- num Therkelsen þ. e. gjöf Therkelsens). Vjer höfum hjer talið að eins fæstar af íslenzkum bókum, sem vantar í bókasafn latínuskólans, eins og hverjum þeim mun auðsætt, er nokkuð þekkir til íslenzkra bóka. Vjer höfum sagt þetta, sem vjer segjtun, ekki af kala til þeirra manna, sem standa fyrir bókakaupum skól- ans; það er miklu heldur sagt þeim í bróðerni og af löngun til þess, að vekja athygli manna á íslenzkum bók- menntum. En vjer lítum svo á þetta mál, að þeim mönn- um, sem eru settir til að stýra fræðslu og bókmenntum landsmanna, sje hvað skyldast að annast um, að eldri og yngri bækur, sem út hafa komið og út koma í þessu landi, glatist ekki með öllu, en við því má þó búast, ef þeim er ekki í tíma safnað í hinar helztu bókhlöður lands- ins. Á hverju ári munu skólanum vera veittir 500 ríkis- dalir ti! bókakaupa; og þó ekki hefði verið varið á ári nema svo sein 30 rd. til íslenzkra bókakaupa þessi síðustu 5 árin, þá mundi þar nú komið álitlegt safn af íslenzkurn bókum, í stað þess, að margur bóndinn á nú meira af þeim, hvað þá sumir meðal lærðra manna hjer á landi. 2. Leiðarvísir í enskri tungu eptir Odd V. Gíslason, cand. theol. Reykjavík 1863, 116 bls. í 12 bj. broti, kostar innbundin 56 sk. Bókin lítur vel út að pappír og prent- un. Henni er skipt í 4 kafla; er í tveim hinum fyrstu köflum stutt ágrip af hinni ensku málfræði: í þriðja kafl- anunr eru æfingar í framburði: vinstra megin á hverri 1) J 6 n Jóribson Thorkel sen var fátæknr bóndason úr Mýra- siýslu, fæddur 23. des. 1774, dáinn í Kaupmannahófii 31. júlí 1805, eptir ekki fulla 3 ára dvíil í liáskólanum. Hann var einhver hinn einstakasti námsmaíjur, sem Island hefur átt á seinni fddum, en hann d6 aí) eins þrítugur. I bókasafni hans hjer, eru taldar ýmsar smá- ritgjör'bir eptir hann, og er oss spurn, hvort eigi inundi þess vort, aí) prentab yrí)i eitthvab af þeim; aí) minnsta kosti hat'fci Byrgir Thorla- CÍUS þaft álit á ritlingum hans, sjor í lagi þeim nm skeljadúm Aþenn- inaniia (*de ostracismo Atheniftiisiam"), ab harm sag£i: „ef þeir kæmi á prent. mundu þeir verí)a danskra lærdómslistum til sóma“. Æflsóga Jóns Therkelsens hefur Steingrímur biskup Jónsson vel og rækiiega sami?!, og er hún prentuí) í Kaupmaimahufn 1825. 8°. V. 42 bli. j.á bók ætti skólasafiiib ab útvega sjer, og ef hún fæst ekki — hún er óvííia til — þá ab lóta prenta hatia, því ab skúlinn er skyldur til aí) halda á lopt mfnniDgu þess manns, er gaf houum allt þab, sem haim átti k*rast, á dsyanda degl. blaðsíðu er málsgrein á ensku, en hægramegin á síðunni til hliðar sýndur rjettur framburður sömu greinar, og svo neðanundir þýðingin. Aptast í þessum kafla er samtal á ensku (með íslenzkri þýðingu) milli Englendings og ís- lendings um ferðalög hjer á landi. í fjórða kaflanum eru 20 smásögur á ensku, með orðaþýðingum fyrir aptan. þetta er að líkindum hin fyrsta tilraun, sem gjörð hefur verið til að koma út enskri málfræði, eða leiðbeiningu í enskri tungu handa Islendingum; er þessi tilraun góðra gjalda verð, og þar eð vjer höfum eigi betur vit á, en að hæklingur þessi sje vel af hendi leystur, þá vonumvjer og óskum, að landar vorir reyni til að kaupa hann og iesa. Englendingar eru farnir að tíðka komur sínar hingað til lands, eiga talsverð kaup við landsmenn og fiytja mikið fje á ári hverju inn í landið, og þetta getur aukizt og margfaldast, og orðið landinu til hinnar mestu viðreisnar, ef vjer sjálfir reynum til að kynnast þeim sem bezt, og þá er fyrsti vegurinn til þess, að læra það tungumál sem þeir tala. Efnaðir bændur, sem eigadáltið námfúsa syni, eiga að láta þá lesa þessa bók, koma þeim svo um tíma til þeirra manna, sem kunna að tala ensku svo að þeir geti náð þar meiri framförum. Sá kostnaður getur, ef laglega er að farið, borgað sig þúsundfalt. 3. Skýringar yfir nokkra staði í Nýa Testamentinu, eptir Dr. Fjetur Pjetursson og Sigurð Melsteð, Reykjavík 1862, i 12 bl. broti, 204 bls. kosta innlieptar 48 sk. }>að er nú í annað sinni, sem þessir starfsömu og lærðu guðfræðingar gefa út sínar lærdómsríku skýringar yfir ýmsar greinir nýatestamentisins. Hinum fyrri skýringum, er þeir gáfu út 1861, var svo vel tekið út um landið, að miklu færri fengu þær heldur en fá vildu. Alit upplag bókarinnar var útgengið á svipstundu. Slíkt virðist vera vottur um löngun eptir guðsorði og guðsorða þekkingu meðal landa vorra, og um það, að þeir hafi gott álit á ritgjörðum þessara manua, og langi til að sjá þær og heyra. það er gott og gagnlegt, að fá tilsögn og leið- beiningu í hverskonar þekkingu — menn misskilji ekki þetta orð hjá oss — en dýrmætast af öliu er, að fá góða leiðbeiningu til að þekkja og skilja guðs eigið orð. Guðs- orða þekkingin er undirstaða allrar annarar þekkingar. Guðsorð er eins og sóíin, það lýsir og vermir sál manns- ins, eins og sóiin lýsir og vermir heintinn. Yjer segjum, eptir þeirri kynningu sem vjer höfum til Skýringa þess- ara, að þær sjeu ágæt leiðbeining fyrir þá, sem þær eru ællaðar, tii þess að komast í rjettan skiining um þau kristindóms atriði, sem þar eru gjörð að umtalsefni. |>ó að sumir af þeim stöðum N. T., sem höfundarnir hafa valið sjer til útksýringar, sýnist þungskildir við fyrstu skoð- un, þá útlista þeir þá svo nákvæmlega og Ijóslega, að hver sem les með athygli hlýtur að skilja þýðingu þeirra og ganga fróðari frá, ef áðttr vissi eigi. Hinir heiðruðu höfundar eiga heiður og þakklæti skiiið fyrir þetta sitt starf, sem efiaust mun bera blessunarríka ávexti og styrkja til þess að rótfesta guðsorð í margra manna hjörtum. Vjer þykjumst sannfærðir um, að landar vorir muni taka þessari bók vel eins og hinni fyrri, og því heldur kaiiþa þessa, sem hún er fullt eins stór eins og hin en þó ódýrari. Sjáum vjer eigi aðra ástæðu tilþess, að höftindarnir hafa fært verðið niður, en þá, að þeir vissu, að heldur er nú hart í ári, og liafa því viljað gjöra mönnuin iiægra fyrir með kaupin. Vjer heyrum sagt, að farið sje að prenta þriðja heptið af skýringum þessum, og muni það koma út í vor. _ x _____

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.