Íslendingur - 12.03.1863, Side 7
167
Um útilegumenn.
Einhver rithöfundur með duldu nafni, er kallar sig
8. 5. hefur í Norðnnfara nóv. 1862 viljað leiða röksemdir
mót grein minni í íslendings 2. árgangi 12. apr. 1861,
um stöðvar útilegumanna, þar semjegtel mestu tormerki
á, að þær sjeu til, svo að kveði, nú á dögum. íiann
byrjar með því að drepa á, að hann ætli »að sanna megi
með vitnisburði trúverðugra manna, er nú lifa, að það
svið sje ekki allt jökull, sem í korti mínu sýnist verasvo;
að gengið hafi verið af tveimur mönnum frá Skaptafelli
norður á jökulinn, og hafi það ekki ýkja langt verið uns
þeir sáu tjöld grasafólks úr Fljótsdalshjeraði«. Mjer hef-
ur einnig dottið í hug, að þetta svæði, Vatna- eða Klofa-
jökullinn, kynni kannske ekki alltsaman að vera einn jök-
ull, heldur kynni hann kannske vera klofmn iikt Og kvíar,
svo sá eini jökulkvíaveggurinn væri norðar og hinn annar
sunnar. En nú fullvissast jeg um af þessari sögu, að
þetta á sjer ekki stað, þar þessir menn sáu engan jökul
framar þegar norður af horfðu. Að vísu hafa þeir eptir
kortinu orðið að fara nokkuð langt, því frá Skaptafelli og
lítið austar enn í rjett norður að Kverkfjöllum er hjer um
2 þingmannaleiðir; en ekki þarf nema svo sem helming-
inn af þeirri vegalengd til að sjá norður af. En hafl þeir
stefnt í landnorður, sem þeir hafli orðið að gjöra til að
sjá grasafólkið, þá hefur vegur þeirra verið nær 3 þing-
mannaleiðir, og er það daghleypa kallað í Ólafs Stefáns-
sonar reikningsbók. Annars hefur mjer virzt fljótgengið
á hájöklutn, þegar góð er jökulfærð og gott veður, og
frjett hef jeg eptir enskum manni, að þessi jökull skyldi
vera hinn bezti jökull að ferðast á. Jökull þessi mun
því vera likur því sem jeg málaði hann í kortinu. Hjer
út af dreg jeg annan lærdóm, er mjer þykir vænt um, og
er hann svo Iátandi: f>ar jökullinn er ekki opinn innan,
eins og kvíar, þá eru í honum engar útilegumannastöðvar.
þriðja lærdóminn dreg jeg hjer út af líka, nefnilega: þar
þessir menn töluðu við grasafólk norðaustanundir jöklin-
um, eðavissu hvaðan það var, þá eru engar útilegumanna-
stöðvar norðaustanundir jökli þeiin. því ekki munu þeir
velja sjer stöðvar, þar sem þeir mega eiga von á, að
grasafólkið flnni þá. Hvar ætli þeir sjeu þá? Austan til
við Snæfell er kvísl ein, er heltir þjófagilsá, og fellur í
Jökulsá í Fljótsdal. Kannske þeir sjeu þar? Hin mörgu
nöfn, sem þar eru, sýna þó, að það pláss muni alkunn-
ugt vera. þetta verður alltsaman til að styrkja mitt mál-
efni. En nú vesnar.
Höfundurinn kemur með aðra röksemd fyrir því, að
ekki sje það allt jökull, sern í kortinu sýnist svo; og
hljóðar hún orðrjelt þannig: »Svo er sagt, að einlægt
flatlendi sje frá Fljótsdal og austur að Víðirdal á Fjöll-
um, og ekki meir en hálf dagleið að lengd«. Ilvað vill
höfundurinu með þessari grein ? Skulu nokkrir halda, að
í kortinu standi jöknll þar á milli? f>að er þá ekki. En
þar eru að eins tvær heiðar: Fljótsdalsheiðin og Jökul-
dalsheiðin, öðru nafni Skjöldúlfsstaðaheiði, og svo er Jökul-
dalurinn þar á milli. Kannske menn haldi að hallanda-
strykin í Jökuldalshlíðunum eigi að tákna jökla? En svo
er annað undarlegt með þessa austurátt frá Fljótsdal, að
þegar jeg var á ferðinni, var Víðirdalur á Fjöllum ekki í
austurátt frá Fljótsdal, heldur í útnorðri. Sömuleiðis voru
þá ekki heldur bæirnir Vaðbrekka og Aðalból í Fljótsdal,
heldur í llrafnkelsdal, sem gengur austur úr Jökuldal.
Um þessa bæi er síðar talað í greininni. þó að grein
þessi í Norðanfara sje aðsend að austan, þá hlýtur höf-
undur hennar að vera ókunnugur Fljótsdalsbjeraðinu, Jök-
uldalnum og Fjallasveilinni, þar hann hefur áttirnar og
afstöðurnar svo fjarskalega skakkar. Hann lætur auslur
vera þar, sem útnorður er, og flytur bæi úr einum dal f
annan. þetta að sönnu hefur lítið upp á sig, en þó gef-
ur það grun um, að eitthvað kynni hafa farið millum mála
í útilegumannafrásögum hans.
Að enduðu þessu jöklamálefni fer höfundurinn að
vefengja gróðurleysið í öræfunum. þar til svarajegengu
nema því, að mörg munu öræfin gróðurlausari vera en
Mývatnsöræfin, er Fjallaskjóna gekk á, og jökulvatnanna
stefna sýnir, að önnur öræfi liggja hærra en þau.
þá kemur útilegumannssaga 50 ára gömul um Eyrík
á Aðaibóli og Jón á Vaðbrekku, og sýnist mjer hún næsta
óáreiðanleg, því lítið mun vera að marka orð þau, er hann
Jón talaði drukkinn. þau skulu hafa hljóðað þannig:
»Heldur þú ekki að það hafl verið hraustur drengur, sem
batt hann Eyrík á Aðalbóli meðan jeg mátti leika lausu?«
Mjer þætti líkara, að orð hans hafl verið svo rangfærð, af
útilegumannatrúnni, að þau hafi fengið gagnstæða mein-
ingu, og þau hafi kunnað að hljóða þannig: Við urðurn
fyrir engtim útilegumanni, því þú mátt geta nærri, hvort
það hefði ekki þurft að vera hraustur drengur, sem hefði
getað bundið hann Eyrík, meðan jeg mátti leika lausu?
Mjer sýnist sambandið í orðunum hefðiverið gott, ef þau
liefði hljóðað þannig, en ekkert ella. Nestið sem þeir
með sjer höfðu til tveggja daga, en treindist í viku, hef-
ur líklega ekki verið nákvæmlega vegið; enda málti drýga
það með hvannarótum, sem nóg er af í Hvannalindum,
o'g líklega víðar. Um trjáviðarflutninginn frá Vaðbrekku
verður ekkert dæmt nú eptir 50 ár, eða hvort viðurinn
var fluttur, því bæir standa framar i Fljótsdalnum, ef farið
hefur verið yflr Fljótsdalsheiðina. En hafl útilegumaður
flutt viðinn, þá sýnist eins og hann hafi viljað húsa þar
með bæ sinn, og mætti hann þá því heldur finnast, eða
eldhúsreikir sjást upp af honum. Nú eptir nærri 50 ár
gjöri jeg ráð fyrir, að þessi útilegubóndi, ellegar ekkja
hans eða erfingjar, þurfi einhverstaðar að fá sjer timbur
til að endurbæta bæ sinn, því allt fyrnist og forgengur
með tímanum og mennirnir með, nema ef þeir umskipt-
ast með afkomendum. þar verður því^ins og allir vita,
að vera kvennfólk og afkomendur ef útilegumannakynið á
að við haldast. Ekkert verður heldur sagt um mennina,
sem mættu prestunum við Norðlingafljót, því útilegu-
mannatrúin sjer alstaðar útilegumenn, eins og hjátrúin sjer
alstaðar drauga og huldufólk. Loksins endar ritgjörðin
með skáldlegri Legendu útilegumannatrúarinnar um sýslu-
mannninn í Skaptafellssýslu, sem farið var með, eins og
þverbakspoka. Hinn þar álitni útilegumaður hefur líklega
verið einhver glaðlyndur spaugari í Árnes- eða Rangár-
vallasýslu, sem sýslumaðurinn í Skaptafellssýslu ekki þekkti.
Sannir útilegumenn munu ekki vilja gefa grun um það,
að þeir sjeu útilegumenn, því það væri sama sem að gefa
grun um, að þeir lifðu á stuldi, og inættu þeir þá óttast
fyrir, að yrði gjörður maunsöfnuður til aö uppleita stöðvar
þeirra og hreinsa fjöllin. Mjer sýnist sjá megi, að smiður
þessarar sögu hafi meira haldið upp á útilegnmennina en
sýslumennina. því vitlausari og fjörugri útilegumannasög-
urnar eru, því skemmtilegri eru þær, svo fólk hefur gaman
af þeim, og jeg lika. þessi skemmtun er sálin í útilegu-
mannatrúnni, og sú sál eródauðleg, því þjóðarinnar skáld-
skaparandi hreyfir sig í henni. það er því ekki furða,
þó útilegumannatrúin sje lífseig.
Björn Gunnlaugsson.
Dómnr yíirdósnsins
mánudaginn 2. marz 1863.
Rjettvísin gegn Halldóri Jónssyni.
Með eigin játningu og öðrum atvikum er það löglega