Íslendingur - 13.04.1863, Blaðsíða 5

Íslendingur - 13.04.1863, Blaðsíða 5
181 landi, ætla jeg enn að leyfamjer að tilfæra nokkrar greinir úr ritum þeirn, er jeg bef áður nefnt, til samanburðar \ið þær skoðanir, sem komið hafa í Ijós hjá oss nú á dögum. Thiers segir á þeim stað, sem áður er nefndur: Gríska og latína eiga að vera grundvöllur menntunar hinna ungu manna. Ef á þessu væri breyting gjör, þá mundi þjóðarandanum fara aptur. Fornöldin er hið fegursta sem til er í heiminum, Homer, Sophocles og Virgill eru eins ómissandi fyrir hina vísindalegu þekkingu eins og Phidias og Praxiteles fyrir iþróttina. |>að eru eigi orðin ein, sem ungum eru kennd, þegar þeir eru látnir læra grísku og latínu; það eru veglegar og háleitar hugsanir. J>að er saga mannkynsins í einföidum, stórkostlegum og óafmáan- legum myndum. Mundu menn ekki flýta hinni siðferðislegu apturför hins unga manns, ef menn leiddu hann burt frá brunni hinnar fögru og óbrotnu fornaldar á þessum tím- um, er hugur manna, þá sjaldan hann snýr sjer frá jarð- neskum hagsmunum og heimslegum gæðum, að eins leit- ar að ósannri og óeðliiegri fegurð í íþrótt og vísindum? Látum hina ungu menn lifa í fornöidinni, þessum kyrrláta, friðsamlega og heilaga griðastað, sem á að varðveita þá hreina og óspilta. Tími eigingirninnar og sjerplægninnar mun koma nógu snemma, þó vjer ílýtum eigi fyrir hon- um með uppeldi æskumannsins. Doktor Arnold segir í riti því, sem áður er nefnt: Ef þjer nemið latínu og grísku burt úr skólum yðrum, þá munu þeir, sem nú eru upp, ekki þekkja nema sjálfa sig og þá sem næstir þeim voru; þjer munuð afmá svo margar aldir af reynsln heimsins og koma oss á hið sama stig, eins og ef mannkynið hefði fyrst orðið íil árið 1500. Andi Grikkja og Rómverja er í öllum aðalatriðum sínum eins og andi vor sjálfra; og ekki einungis það, heldur er hann vor eigin andi á mjög háu fullkomnunarstigi. Aristoteles, Plato, Thucydides, Cicero og Tacitus eru mjög ranglega kallaðir fornir rithöfundar; þeir eru eptir eðli sinu landar vorir og oss samtíða, en þeir hafa hið sama fram yflr aðra, sem greindir ferðamenn, að það, sem þeir hafa tekið eptir, hefur farið fram á þeim stöðum, er al- þýða manna nær ekki til; og með því vjer þannig svo að segja sjáum með vorum eigin augum, það sem vjer getum eigi sjeð sjálflr, þá getum vjer heimfært ályktanir þeirra upp á hagi vora, og það sem þeir kenna oss, er &vo unaðsamlegt, sem það væri nýtt, og liefur sama gildi fyrir oss, sem nýir viðburðir, er snerta oss, og það eyk- ur og etlir hina mikiivægu þekkingu á eðli menntaðra manna. Jafnvei þar sem afleiðingarnar af lestri hinna fornu rithöfunda koma sízt í Ijós, og eru minnst metnar, og það jafnvel af þeim manni sjálfum, sem les þá, þá liefur þó þetta náin og þessi lestur mikil áhrif á anda mannsins, með því fegurðartiifínning hans eykst og skerp- ist, skilningur hans hvessist og skoðauir hans og hug- myndir verða æðri og háleitari. þegar gríska og latína eru að eins skoðaðar sem mál, þá er einkar áríðanda að nema þær, einkum af því að þær gjöra oss hæfa til að skilja það mál og neyta þess vel, sem vjer sjálfir erum vanir að hugsa á, tala og rita. fetta gerir grískan og latínan, af því að þær eru einhverjar hinar fullkomnustu tungur, og af því að eigi er auðið að skilja þær án mestu ástundunar og nákvæmustu eptirtektar. Sá, sem nemur þessar tungur, hlýtur því um lerð að læra hinar almennu reglur málfræðinnar, og hið sjerstaklega ágæti þeirra sýnir oss, hvað það sje, sem gerir málið Ijóst, öflugt og fagurt. En þessarar almennu þekkingar eigum vjer að neyta við mál sjálfra vor, og láta hana sýna oss, hvað sjerstaklegt og einkennilegt er við það, í hverju fegurð þess er fóigin og í hverju það sje ófullkomið; þessi almenna þekking á að kenna oss að bera vora tungn saman við önnur mál, og sýna oss, hvernig hin eptirbreytnisverða fegurð og þau áhrif, sem oss finnst svo mikið til í þeim, getur komið fram í voru máli, þótt það sje þeim nokkuð ólíkt. Ef mesta hluta af skólatímanum þannig værivarið til að læra latínu og grísku, mundu menn ná þeirri kunnáttu í þessum málum og fá þá ást til þeirra, sem við héldist alla æfi manns, og verndaði manninn frá þeim ósiðum, er hið tilbreytnislausa og einmunalega h'f á íslandi getur svo hæglega leitt hann til. þeir, sem slíka menntun hefði öðlazt, gæti þá, eins og áður var hjer títt, kennt sonum sínum þessi mál, er þykja ómissandi til allrar djúpsettrar menntunar. Með því móti áynnist og það, sem er svo sjerlega áríðandi fyrir ísland, að skólatíminn styttist; og eigi mundi hjá því fara, að sá maður, er þannig væri menntaður, þótt staða hans að öðru leyti eigi væri sem bezt, mundi geta látið alþýðu manna sem hann á að hafa áhrif á, bera meiri virðingu fyrir sjer, en nú almennt viðgengst Að því er hin lifandi mál snertir, þá œtti piltar að að geta fyrirhafnar lílið skilið að minnsta kosti lesmáls- höfunda, og geta borið þessi mál nokkurn veginn fram og geta gert sig skiljanlega, þegar þeir töluðu þau, og verður þetta því hægra, sem svo margir útlendingar nú koma til Reykjavíkur og dvelja þar um tíma. Enn fremur ættu piltar að lesa þá höfunda á þessum málum, sem væru þess eðlis, að þeir gætu aukið sagnafróðleik sinn með því að lesa þá, og sem gæti gefið tilefni til að bera saman hugsanirnar í liinum nýju og fornu málum, og væri opt tilefni til slíks, þegar enska eða franska væri lesin, og til þessa væri bezt að fá skólabækur frá þessum löndum. Eptir minni áætlun ættu piltar að lesa meira í sögu og mælingarfræði í efstu bekkjunum, en hinum, og það er ætlan mín, að menn ætti að leggja piltum það í sjálfs vald, að stunda meir tvö síðustu árin þáaf þessum tveim vísíndagreinum, sem betur ætti við þá, þannig að hann verði fleirum tímum til annarrar visinðagreinarinnar, án þess þó að vanrækja hina með öllu. Að endingu er kennsl- unni í trúarbrögðum alveg sleppt í þessari áætlun, með því að þessi vísindagrein er kennd í tvö ár á prestaskól- anurn; og af því að eigi verður hjá komizt að fækka vis- indagreinunum, ef piltar ekki fara að læra latínu fyrr en þeir koma í skóla, þá ætla jeg, að slík fækkun vísinda- greinanna geti verið hættulaus. J>ó væri það ekki af vegi að heimta, þegar pilturinn væri reyndur, við inntökupróf, að hann gerði grein fyrir kunnáttu sinni í trúarbrögðun- um, einkum að hann hefði lesið töluvert í biflíusögu ; i skólanurn ætti ekki að kenna trúarbrögð, nema með því að láta pilta lesá nýja testamentið á frummálinu, og þá, sem vilja, læra hebresku. Jeg sje af einum af ritlingum þeim um skólakennsluna, sem nú eru að koma út, að andlegrar stjettar maður nokkur í Danmörku, prófastur .1. A. Brasen, er á sama máli, því hann segir, að úr því búið sje að ferma piltinn, eigi ekki að kenna honum trúar- brögð í skólanum, nema með því móti að láta hann lesa biflíunu á frummálinu. Eptir þessari áætlun ætti eigi heldur að kenna dönsku og ísienzku, nema með því að láta pilta gera stíl eða leggja út skriflega að minnsta kosti einu sinni í viku, og gæti sá kennslutími annaðhvort verið fyrir utan hina eigin- legu skólatíma, eða það mætti taka hann af latínutímun- um. Enn fremur ætti menn að kenna piltum þessi mál með því að láta þá leggja liina grísku og latínsku höfunda vandlega út á þessum málunr. Dr. Arnold segir á þeint stað, sem áður er nefndur. Sjerhver lexía í grísku eða latínu getur verið og á að vera lexía í ensku; útleggingin

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.