Íslendingur - 13.04.1863, Blaðsíða 8

Íslendingur - 13.04.1863, Blaðsíða 8
184 íslendingi, fyrir meira en ári síðan. J>etta má ekki svo j búið standa. Bókasafnið líður mikinn skaða árlega við j slíkt aðgjörðaleysi, og menn verða að gæta sóma síns og landsins, því útlendir menn koma árlega og skoða safn þetta, þeir eru aðgætnir og spurulir, og þeir ættu ekki að fá tilefni til að hneykslast á aðgjörðaleysi hinna helztu íslendinga, sem trúað er fyrir tilsjón með opinberum stofnunum landsins. Málefni þetta er þess vert, að því sje alvarlega gaumur gefifm af þeim, sem það er næst, og leggjum vjer niður pennan í þeirri vissri von, að vjer þurfum eigi í þriðja sinni að taka til hans og minna á þann hlut, sem ekki ætti að þurfa þess við. Ur brjefí úr Árnessýslu 22. marz p. á. fíjeðan úr sýslu er lítið að frjetta yflr höfuð. Fjen- arhöld eru enn hjá flestum með góðu móti, að minnsta- kosti hjá sveitamönnum, en úr Selvogi er sagður hesta dauði allmikill. J>að hefur því eigi verið ófyrirsynju að fulltrúar íslendinga á síðasta alþingi, vildu eigi láta það varða lögum, þó menn misstu skepnur sínar úr hor og harðrjettil! Farið er þó að brydda á heyskorti á ein- stöku bæum til sveita, en þeir hafa leitað hjálpar hjá hinum sem byrgari eru. Líka hafa B menn á Skeiðum fóðrað sauðkindur á hrossakjöti, og hefur það reynzt af- bragðsvel; þessir menn hafa gefið kjötið hrátt, bæði reykt og saltað, og hygg jeg, að engin notkun hrossakjötsins geti komizt í samjöfnuð við það. L’tlendir bændur gefa það og svínum sinum, og þykir ágætt. Jeg held annars að engum ríði fremur á að gefa búsmala sínum krapt- fóður, heldur en íslendingum, sem beita honum út á sinuna; og fyrst að Dönum og öðrum akuryrkjuþjóðum þykir ábati að gefa korn fjenaðinum, þá getur heidur ekki verið áhorfsmál, að gefa honum hrossakjöt, því að það er þó hin ódýrasta fæða, bæði hjer og í öðrum löndum, enda gæti jeg sýnt með ljósum rökum, að það verður miklu ábatameira að hafa það til fóðurs, en þó það væri haft beinlínis til manneldis; því sje sauðkindinni gefnir 4—5 munnbitar á dag af kjöti, þá er óhætt að gefa henni þriðjungi minna fóður, og geta þá þeir er vilja reiknað hvað heysparnaðurinn muni vera mikils virði, en þó eink- um, ef menn yrðu að kaupa hey í h'sipundatali um há- vetur í harðindum. i Hinn 6. dag októbermán. f. á. deyði merkiskonan l’etrina Eyólfsdóttir á Iíálfanesi í Strandasýslu á 61. aldurs ári, alsystir Jóhönnu Friðriku ekkjufrúar í Flatey og þeirra systkyna. Foreldrar hennar voru hinn merki- legi prestaöldungur sjera Eyólfur Kolbeinsson og Anna systir Eyríks kaupmanns Kuld í Flatey. Petrína sálaða ólst upp í foreldrahúsum þangað til hún giptist Benedikt hreppstjóra Jónssyni á Marðareyri í Grunnavikursókn; þau lifðu 10 ár í hjónabandi og áttu saman 5 börn og eru 4 þeirra enn á lífi. Nokkru eptir dauða fyrra manns síns | giptist hún í annað sinn Guðbrandi hreppstjóra Iljaltasyni í Kálfanesi (syni Hjalta prófasts Jónssonar á Stað) og lifðu þau saman í ástúðlegu hjónabandi í 25 ár og áttu 5 börn og lifa 3 dætur af þeim. Petrína sál. var mesta siðprýðis og hreinlætiskona, og ávann sjer virðingu og elsku allra þeirra, sem hana þekktu. Hún var gædd góðum sálargáfum og heppnuð- ust mætavel Ijósmóðurstörf. Hún var ástúðleg eiginkona, kærleiksrík móðir og umhyggjusöm liúsmóðir. Fyrirspurn. Hvað líður hlutum þeim, sem sendir voru hjeðan frá Iandi í fyrra á gripasýninguna miklu í Lundunaborg? það væri gott og fróðlegt ef hinir heiðruðu menn í Reykja- vík, sem fyrir þessum sendingum stóðu, vildu segja mönn- um, hvernig þetta hefur gengið; hvort hlutirnir hafa kom- izt til Englands, fengið þar aðgöngu í gripasafnið, og þótt nokkurs nýtir, eða alls ekki verið sýndir. X. Y. Z. Vjer höfum sjeð í blöðunum, að landi vor, herrakand. theol. Eyríltur Magnússon, sem er oss öllum góðkunn- ugur af brjefum hans í íslendingi, hefur í vetur predikað i kapellu einni í Lundúnaborg fyrir Dönum og Norðmönn- um, sem þar erujafnan fjölmennir samankomnir. það er sagt, að, þar hafi áður verið prestur frá Danmörku, ennú irm mölg ár hefur það ekki verið. Gæti nú svo farið, að Eiríkur staðnæmdist þar og yrði prestur þeirra; er það að vísu allmerkilegt, ef íslenzkur maður yrði prestur í Lundúnum, og predikaði þó hvorki á ensku nje ís- lenzku. — Eptir manni, sem kom norðan úr Eyafirði hingað til Reykjavíkur 10. apríl, frjettist að hafíslaustværifyrirnorð- urlandi, en talsverður snjór og ísalög á landi; skip hafði verið komið á Skagaströnd, og, að því er hann hafðí heyrt, til allra kaupstaða í Snæfellsnessýslu. — Reykjavík 11. apríl. Fyrir fáum dögum síðan voru litlir sem engir hlutir komnir ofanfjalls — á Eyrarbakka, þorlákshöfn, Selvogi og Grindavík — en hjer syðra og á öllum Inn-nnesjum er sagt, að allvel hafi fiskast síðan á páskum, og það, sem fiskast hefur, sje allvænn fiskur. Sagt var, að á Páskum væri 3 hundraða hlutur hæstur í Vogum. — patj er merkilegt, ef enginn skyldi veríia til þess, aþ upn» aug- un á stjúrnirmi í dúnskum blötjum um hversu óvinsælt og sk»%- iegt þat) sje, aí> hafa æþstu embætti landsins árum saman úveitt, og rugla þeim saman bæþi vií) únmir iægri umboþsleg embætti og eiua æfista dúmsembætti landsins, álíka og greinin bjor aí> framan sýnir, a'b múnnum hefur þótt þess vert a?) sýna kostina á þessari gufuskips- ferþ. Angiýsing-. ^Vjer undirskrifaðir tökum á móti ull, æðardún og öðrum vörum, og seljum þær fyrir hið hæsta verð, sem auðið er aö fá f Englandi, og sendum til baka borgunina í peningum með næstu gufuskipsferð til Reykjavíkur. Allar vörur* sendar til oss verða að vera með þessari utanáskript: Mssrs. Peacock Brothers, Sunderland (England). Care of Messrs. John Charles Robertson, Grangemouth. Peacock Brothers Commission Agents, Sunderland (England). — Vilji einhver selja 6. og 12. bindið af fornmanna- s'ógum, þá býðst jeg til að kaupa við sanngjörnu verði. Keykjavík, 11. apríl 1803. Páll Melsteð. Ábyrgðarmaður: Benidikt Sveinsson. rrcutaþur í prentsmi()ju!mi í Eevkjavík 1863. Einar póri5i>t*»“- ' '\

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.