Íslendingur - 13.04.1863, Blaðsíða 7

Íslendingur - 13.04.1863, Blaðsíða 7
183 kunnugt, að Rússar hafa um mörg ár haldið Pólverjum i þúngri ánauð; hafa Pólverjar á ýmsum tímum reynt að brjótast undan oki þeirra, en ekki borið styrk eða gæfu til þess. Nú stóð svo á, að Rússar höfðu, árið sem leið, í langfrekasta lagi heimtað unga menn af Pólverjum til herþjónustu austur á Rússland. Pólverjar máttu eigi og vildu eigi missa allan þann fjölda uppvaxandi manna af landi burtu. Útúr því kviknaði ófriður sá sem nú geysar þar í landi. Með fyrstu voru það borgarar einir sem upp- reistina gjörðu, en síðan hafa bæði lendir menn og bænd- ur slegizt í lið með þeim, og siðustu fregnir segja, að uppreistin sje um allt land. Pólverjar fara um landið í smáhópum, skjótast að Rússum hjer og hvar, vinna margan sigur, bera sumstaðar lægri hluta, en eru Rúss- um allskeinuhættir og illir viðureignar. Rússar fara fram með svo mikilli grimmd, að óvíða eru dæmi til sllkrar í sögu mannkynsins. Sá heitir Langiewicz, sem nú er helztur oddviti Pólverja, hann hefur áður barizt með Gari- baldi og verið einn af aðstoðarmönnum lians. Honum ferst vel forustan það sem af er. J>að er sagt, að Na- póleon keisari og Frakkar sje mjög velviljaðir Pólverjum, og muni, ef til vill, skerast í leikinn, ef þeir geti fengið Englendinga með sjer. En Englendingar eru vanir að hugsa sig vel um, áður þeir skerast í vandræði annara þjóða. J>að er og mælt, að Svíar hafi boðið Frakkakeis- ara 40,000 manns, ef hann vildi hjálpa Pólverjum. Iíon- stantin Nikulásson, bróðir Alexanders keisara, hefur æztu yfirráð á Pólverjalandi af Rússa hendi. Prússum hefur farizt mjög ódrengilega í þessu máli; það er mælt, að þeir liafl selt Rússum í liendur pólska menn, sem flúið hafa á náðir þeirra, og leyft Rússum að elta Pólverja inn í Rússalönd og höndla þá þar eptir því sem þeir hafa borið orku til. Austurríkismönnum kvað hafa farizt miklu betur við Pólverja. Á Ítalíu stendur hjer um bil allt við bið sama sem í haust; Garibaldi var aptur kominn til heilsu; setulið Frakka situr enn í Rómaborg. Á Grikklandi má kalla að friður hafi verið síðan í haust, að Grikkir ráku Ottó kon- ung sinn burlu; hafa þeir viljað fá ýmsa menn til að taka við konungstign yflr sjer, en engir viljað til verða, og þar við situr enn. Ivarl 15. Svia og Norðmannakon- ungur hefur í vetur komið fram með merkilegt fruinvarp til að breyta þjóðþingi Svíanna. þjóðþing það hefur verið kallað ríkisdagur. þa^ er lial(lið 3. hvert ár, og því hef- ur verið svo háttað, að það hefur verið greint i 4 deildir (eðalmannastjett, klerkastjett, borgarastjett og bændastjett). Ilefur sú tilhögun þótt margbrotin. Nú vill konungur gjöra þetta einfaldara og óbrotnara, eins og t. a. m. í Noregi, Danmörku og víðar; hafa þingið að eins í tveimur deildum, og láta eptir almennum kosningarlögum kjósa menn til þingis. það hefur mælzt vel fyrir þessu frumvarpi meðal Svía. Nú hafa Svíar iagt járnbraut mikla um 60 mílur vegar, vestur yflr Svíþjóð frá Stokkhólmi til Gautaborgar, og víðar þar um land er verið að leggja slíkar brautir. Svo er og í Noregi, og eru bæði þessi lönd á miklurn framfaravegi í öllum greinum. Frá Dan- mörku eru góð tíðindi með mörgu móti, nema sundur- lyndið milli hertogadæmanna og Dana, sem aldrei virðist ætla að taka enda. Holsetar hafa selið seinni part vetrar á þingi í Itzehoe, og virðist oss svo langt frá, að saman haö dregið með mönnum, að liitt er miklu heldur, að sundurþykkjan hefur vaxið milli Dana og Ilolseta. Er í Khöfn allmikil áhyggja í mönnum út af máli þessu, og svo er að sjá, að sumir kenni ráðgjöfum konungs vors um að Þetta sje elikl komið lengra áleiðis c'n það er. Átti nú bráðurn að lialda fund mikinn á »Casino« í höf- uðborginni, til þess að koma sjer niður á einhverri fastri stefnu. Á ríkisdegi Dana, sem stóð 116 daga, gekk aöt friðsamlega fram. Ekki var fjárhagsmál eða stjórnarbót- armál Islands lagt fyrir þetta þing. En heyrzt liefur, hvað sem hæft kann að vera i því, að stjórnarbótin eigi að koma fyrir á alþingi í sumar. Konungur vor liefur með opnubrjeö 19. jan. þ. á. veitt kauptúnsrjett, eptir uppá- stungum alþingis: Straumfiröi í Mýrasýslu, Skeljavík í Strandasýslu og Papafjardarós í Austur-Skaptafellssýslu. Alexandra dóttir Kristjáns prins til Danmerkur giptist í vetur 10. marz, í Windsor á Englandi, prinsinum af Wales, elzta syni Viktoríu drottningar og konungsefni Stórbreta- lands; varþá, eins og að líkindum lætur, mikið um dýrðir bæði í Danmörku og á Englandi. Sagt er að stjórnin danska ætli að senda herskip eitt hingað til lands í sum- ar, og ætti það að leggja út frá Kaupmannahöfn síðast í marz eða fyrst í apríl. Svo hefur og frjetlst, að Frakkar ætli að senda hingað gufuherskip í stað þess sem áður hefur verið seglskip. — Veðuráttin hjer syðra hefur verið hin stirðasta sem hugsast getur allt fram yflr páska, með einlægum útsynnings stormum, en þá skipti um til norðanáttar; á 3—5 í pásk- um flskaðist vel hjer á Inn-nesjum, einkum í Ilafnarflrði; Akurnesingar höfðu íiskað miður. Mjög er hart lijer í öllum nærsveitum og hross eru víðast hvar að falla meir og minna. Skiptapar. Snemma í janúarmán. fóru 7 skip úr Fljótum í hákallalegu; gjörði á þau veður mikið af út- suðri, svo eigi var vært á hafinu; náðu 2 þeirra aptur landi í Fljótum, 3 náðu Flatey í þingeyarsýslu, en 2 týnd- ust í hafl og hvert mannsbarn er á var, 14 aðtölu; 6 af þeim sem drnknuðu voru kvæntir menn. 4. dag febr.mán. druknuðu 7 manns af skipi vestur í Rifl, en hinum áttunda varð bjargað. 20. marzmán. fórst skip á Stokkseyri í Árnessýslu með 13 manns, voru (að sögn) 11 þeirra úr Arnessýslu en 2 úr Rángárvallasýslu; eigi höfum vjer frjett enn hve margir þeirra voru bændur. {>ann dag var all- gott sjóveður hjer syðra, en brim í lendingu hefur að líkindum grandað þessum þar eystra. Daginn eptir (21. marz) reri almenningur lijer til fiskjar, en gjörði á ófært útsynningsveður þegar leið á daginn; þá drukknuðu 3 menn af fjögrsmannafari frá Hliði á Álptanesi, en hinum fjórða varð hjargað. Litlu áður en þetta varð drukknuðu 2 menn af báti upp á Borgarfirði. 1. apríl hraktist bát- ur af Vatnsleysuströnd með 2 mönnum norður og inn í Flóann og barst loksins daginn eptir að landi á Seltjarn- arnesi; hásetinn lifði af, en formaðurinn dó þegar er á land var komið. (Aðsent). Stiptsbókasafnið i Eeykjavík. I öðru ári ísl. 10. jan. 1862. Nr. 16. stendur grein- arkorn með sönm yfirskript og þessi. Flún var í þeim tilgangi skrifuð, að vekja athygli manna á bókasafni þessu, sem er hið helsta og merkasta í landinu ; en einkum var tilgangurinn sá, að vekja athygli þeirra manna, sem ætlað er að stýra þessu bókasafni. llókavörðurinn sem nú er gjörir skyldu sína, enginn getur með sanni sagt annað, en hann stendur undir nefnd manna, sem á að stýra bóka- safninu og þessi nefnd er ekki eins og vjer vildum, fyrst vantartí hana tvo menn, eða vjer höfum ekki heyrt, að þeir sjeu en þá útnefndir, og hinir tveir, sem eptir eru í nefndinni, vitum vjer ekki hvort nokkuð eða ekkert hafa skipt sjer af bókasafninu síðan vjer rituðum grein vora i

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.