Íslendingur - 13.04.1863, Blaðsíða 6

Íslendingur - 13.04.1863, Blaðsíða 6
r 182 á sjerhverri hugsun í Demosthenes eða Tacitus er eigin- lega iðkun í því að gera enskan stíi; ætlunarverkið er, að láta í Ijósi mnð jafnfáum, jafnljósum og jafnaflmiklum orðum á vorri tungu, þá hugsun, sem frumhöfundurinn hefur svo aðdáanlega látið í Ijósi á sínu máli. (Framh. síðar). Útlagt úr „Fœdrelandet“ frá 14. f. m. Fyrir nokkrum dögum mátti lestj í blöðunum, að póstgufuskipið Arcturus væri ferðbúið frá Glasgow til Kaupmannahafnar með hinum nýu kötlum til að byrja ferðir sínar til íslands 20. marz þ. á. J>ó þfessi fregn líti mikið vel út á pappírnnm, býr það þó undir, að almenningsgagn er, svo að furðu gegnir, látið sitja á hakanttm, og er slíkt þess vert, að almenn- ingur veiti því eptirtekt. f>að er kunnugt, að síðan 1858 hafaverið reglulegar gufuskipsgöngur til íslands, sem stórkaupmaður Koch hefur tekið að sjer að sjá um, án þess öðrttm hafl verið gefinn kostur á því. Eins og menn álitu það hentugt, og samsvarandi þörfum tímans, að þessar póstskipsgöngur kæmust á, eins hafði líka stórkaupmaður Koch svo gott álit á sjer, að menn treystu því, að hann mundi fara vel með einkarjett sinn, og fjárstyrkur sá, sem stjórnin ljet honum í tje til siíks fyrirtækis, var ekki svo mikill, að .vert þætti að gjöra orð á því. Sama er að segja um um- kvartanir þær, sem menn gjörðu um ýmislegt miðurhent- ugt fyrirkomulag, svo sem það, að reglum þeim umferð- ina, sem birtar voru almenningi, var eigi fylgt, að ýmsu var óhaganlega fyrirkomið á skipinu, að slæmt skipulag var á meðferð og skilum á vörum og öðru gózi. Menn hugguðu sig við það, að þessir gallar hlytu að verða sam- fara hinum fyrstu tilraunum, og mundi síðar verða bót á þeim ráðin. Líkt og þetta færðu menn á betra veg sam- bandið milli stjórnarinnar og stórkaupmanns Kochs, þótt það sýndist vera svo sem stórkaupmaður Koch væri bæði bóndinn og húsfrevjan, þannig að hann gæti hagað og breytt gufuskipsferðunnm eptireigin geðþótta, t. a. m. far- ið ekki lengra en til Englands, og afhent þar pósttöskur stjornarinnar sjálfrar, að vjer eigi tölum um brjef ein- stakra manna, og þó látið hvorutveggi greiða burðareyririnn frá Englandi til Kaupmannahafnar, en á hinn bóginn höfðu menn fyrir satt, að stjórnin yrði að gjaida honum dag- legar sektir, i hið minnsta 100 rd. á hverjum degi, yrði nokkur dvöl á, sem henni væri um að kenna. Menn gjörðu sjervon um, að allt þettamundi breytast og batna, þegar hinum fyrsta samningi værilokið og annar nyr væri búinn til. Menn óskuðu þess jafnvel af alhuga, að fyrir- tæki stórkaupmanns Kochs heppnaðist vel, og mönnum þótti það eitthvað kynlegt, að þegar stjórnin á annað borð hafði trúað honum fyrir þessu, þá skyldi hún vilja neita lionum um, að lána honnm fje gegn nægri tryggingu til þess hann gæti því betur framkvæmt það fyrirtæki, sem stjórnin sýndist hafa ætlað honum einurn að koma fram. Nú er sagt, að hinum eldra samningi við stórkaup- mann Iíoch sje lokiö, og nýr samningur sje gjör, en þessi nýi samningur hefur eigi verið kunngjörður almenn- ingi. Engu verður því spáð um hinn ókomna tíma, nema rneð því að álykta frá þvi, sem nndan er gengið, og verð- ur þá ekki niikið gott álvktað frá því, ef hið nýja tíma- hil hefst með því, að póstskipið fer af stað 20. marz í, stað þess að fara l. marz, er allir hlutu að ímynda sjer að væri hinn liltekni tími. Að því er samgöngurnar snertir, er ísland, þegar svona er ástatt, miklu verr statt, cn rneðan póstskipið var seglskip. f>á fór póstskipið til Englands í nóvember, til Islands í janúar, frá íslandi í byrjun marzmánaðar. Is- land var því ckki úlilokað frá samgöngum við önnur lönd lengur en tvo mánuði í mesta lagi; nú þar á móti er það útilokað frá þeim i fulla fjóra mánuði. Islenzkir kaup- menn í Kaupmannahöfn fengu áður reikninga sína og frjettir um ástand verzlunarinnar í marzmánaðarlok, en nú geta þeir ekki vonað eptir þeim fyr en einum mánuði seinna, og verða þannig að senda skip sín upp á von og óvon. þeir, sem skrifastávið íslendinga, eða gjarnavilia fá sem optast frjettir frá íslandi, eru ekki heldur svo fáir og það er alkunnugt, hve rnikinn hug Islendingar leggja á það, að hafa samgöngur við önnur lönd. Menn verða og að ímynda sjer, að stjórninni sjálfri hljóti að þykja það einkar umvarðandi, þegar næstum öll embætti í land- inu eru laus, að fá að heyra, hvernig þessi sjálfstjórn gengur, þegar ekkert hefur frjettzt um það i þrjá mánnði. þessi óregla hlýtur og að valda miklum kostnaði og, ef til vill, fjármissi bæði stjórninni og einstökum mönn- um, því menn hafa alls ekki átt von á því, að þeirri póstferð yrði þannig frestað, sem með rjettu er álitin mest áríðandi af öllum póstferðum á árinu. Póstarn- ir verða að bíða í Reykjavík, og stjórnin borgar þeim dagpeninga að minnsta kosti þá tuttugu daga, sem drátt- urinn á burtför gufuskipsins varir; en verst er þó það, að nauðsynjavörur eigi verða fluttar til landsins, þegar þær seljast fljótast og bezt, nefnilega um sjálfa vertíðina. Margir kaupmenn hafa reitt sig á, að þeir gætu sent vör- ur með póstskipinu, sem ætti að vera komið til Reykja- víkur hjer um bil í miðjum marzmánuði, að þeir gætu síðan fengið frjettir til Kaupmannahafnar í mánaðarlokin, og gæti svo hagað sjer eptir því. Með þessu móti hefðu þeir getað keppt við hina kaupmennina; en nú er ekki því máli að gegna; nú eru þeir orðnir á eptir, og aðrir kaupmenn, sem hafa seglskip og eiga allt undir sjer sjálf- um, verða fyrri en þeir, og er þetta ekki lítið tjón fyrir hina fyrrnefndu. J>að er og eðlilegt, að Islendingar sjeu hræddir um, að gufuskipið hafi farizt. Með þvi að svona hefur nú farið, og því verður eigi breytt í þetta skipti, en þetta líkavirðist benda á, að hið sama muni hatda áfram, meðan svo er ástatt, sem núer, þá er það sanngjörn krafa, að menn fái að vita, á hverju þeir eiga von, svo þeir geti hagað sjer eptir því í tíma, og varið sig tjóni. Menn kunna og að geta gjört sjer von um, að fá stjórnina til að skerast í þetta mikilvæga mál. Vjer leyf- um oss því að byrja á því, að skora á stjórnina, að kunn- gjöra hinn nú giidanda samning, er hún hefur gjört við stórkaupmann Koch um póstferðirnar til Islands. Vjer vonum, að sá heiðraði maður, sem hefur tekið póstskips- feröirnar að sjcr, styðji þessa ósk vora. Frjettir. Póstskipið Arcturus, —sem tvö næst und- anfarin ár hefur komið hingað 16.marz — kom nú hingað fyrst til landsins 8. þ. m. undir kveld, eptir langa og harða útivist. J>að mun hafa farið frá Iíaupmannahöfn 21. rnarz Vjer höfum eigi enn getað yfirfarið dagblöðin sem með því komu, og getum því að þessu sinni ekki sagt nema undan og ofan af útlendum frjettum. Veturinn hefur verið góður ytra, einkum er sagt í brjefum frá Danmörku, að j menn muni þar varla annað eins biíðviðri á vetrardegi, en kuldakast hafði komið þar snemma í marzmánuði. Friður hefur verið alstaðar í norðurálfunni vetrarlangt, nema á Pólverjalandi. |>ar hófst uppreisn gegn Rússum I 20. janúar, og hefur hún farið dagvaxandi síðan. pað er

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.