Íslendingur - 25.04.1863, Blaðsíða 2

Íslendingur - 25.04.1863, Blaðsíða 2
186 •víst, að þessi löstur hjá hinum ungu mönnum er sprottin annaðhvort af því, að börnin hafa sjeð dæmið fyrir sjer hjá foreldrunum, eða af því, að þeir hafa látið börnin vera sjálfráð. Jeg þori að fullyrða, að eptirlæti. á börnum hef- ur farið í vöxt á íslandi síðan jeg var barn; á fyrri tím- um virðast foreldrar jafnvel að bafa beitt hörku við börn Stn. Bjarna amtmanni Thorarensen hefur litizt hið sama, þar sem hann segir: »Fjórða boðorð öfugt er orðið á þessum tíðum, börn og hjúin heiðra ber, hreint jeg segi lvðum«. það er nú svo mikið talað um frelsi; og þetta hefur að ætlun viturra manna vakið frelsislilfmningu, sem orðin er að einræði og óstýrilæti, og ckki sízt hjá ung- um mönnum. Allt þetta leiðir mig til þeirrar niðurstöðu, að það \æri æskilegt, að skólinn yrði fluttur frá Pieykjavík á ein- •hvern annan stað, annaðhvort að Bessastöðum, sem skól- Inn á, eða þá fram í Viðey, sem væri enn æskilegra. f>ar mætti hafa hinar beztu gætur á siðferði pilta. En með því að skólahúsið, sem svo miklu hefuf verið til kostað, er enn í svo góðu standi, að þessi uppástunga, er svo miklum kostnaði mundi valda, varla mun verða tekin til greina, þá vil jeg, ef skólinn verðurkyr í Iíeykja- vík, leyfa mjer að gjöra þessar uppástungur: a. Jeg sting upp á, að aptur sje komið á skóla- haldi (Oeconomie), sem áður var tíðkaniegt. Jeg veit að vísu, hvílíkir örðugleikar hafa verið á slík'u fyrirkomulagi jafnvel á liiniim elztu tímum fyrir stjórnendur skólans, sem voru biskuparnir sjálfir, meðan skólarnir voru á IIól- um og Skálhotti; og vandinn við skólastjóraembættið í Reykjavik, mundi aukast töluvert við það; en það er með öllu ómissandi, að koma þessu forna fyrirkomulagi apturá, til þess að nægileg stjórn verði höfð á siðferði pilta, gagnvart þeim mönnum, sem þeir eiga kost á að hafa samgöngur við í Reykjavik, og það er vonandi, að töluvert hægra verði að aflafanga, eptir því sem samgöngurnar aukast, að minnsta kosti samgöngurnar við önnur lönd. Og ef það borgar sig nokkurn veginn, að hafa fáeina menri til fæðis (því það verða menn að ímynda sjer, þótt kvartað sje yfir, að það borgi sig ekki), þá hlýtur það að verða meiri hagur, að selja öllum skólapiltum mat; þar sem það hefur áður verið ætlan manna, að skólahaldarinn (Oeconomus) á Bessa- stöðum hafi orðið efnaður maður, þótt ölmusan, sem með piltinum var gefin, væri ekki nema GO rd., þá eru líkindi til að skólahaldið borgi sig nú nokkurn veginn, þegar 40 rd. hefur verið bætl við ölmusuna. Og varla mundi hjá því fara, að einhver vildi taka þetta að sjer. J>ó yrði hinn núverandi skólahaldari að njóta hinna sömri hlunn- inda sem á Bessastöðum, hann ætti að hafa einhverja konungsjörð til frjálsar notkunar, og mætti tii þess stinga upp á Rauðará, sem er rjett hjá lleykjavik. Ilinn fyrr- verandi skólahaldari hafði þar að auk einhVer laun, jeg veit eigi hve mikil þau voru; en í stað þessara iauna gæti hann að minnsta kosti að nokkru leyti fengið dyra- varðarlaunin, með því móti, að hann ljcti vinnuhjú sín gjöra það, sem dyravörðurinn gjörir, ásarnt öðrum skóla- haldsstörfum. Ef þessi uppástunga yrði tekin til greina, þyrfti að gjöra nákvæmari ákvarðanir um þetta. b. Skólaumsjónarmann ætti að setja sem fyrst, eins Og stjórnarráðið hefur stungið upp á optar en einu sinni. Nú sem stendur hafa skólakennararnir umsjónina í skól- anum, og er henni skipt jafnt niður á þá; og þótt þessi umsjón ekki eigi sjer stað nema í undirbúningstímunum á rúmhelgum dögum, og því eptir eðli sínu sje mjög ó- fullkomin, hafa þó kenriararnir iðulega kvartað yfir, að þetta væri byrgði, sem með gjörræði væri á þá lögð án nokkurs endurgjalds. Á leyfisdögum lendir þessi umsjón á skólastjóranum einum, oghefur hann þannig meir bein- línis og optar afskipti af piltum, enn æskilegt er, ef hann á að geta haldið uppi þeirri virðingu, sem slíkur maður þárf að hafa, því á yfirumsjón hans er byggður skólaaginn, hlýðnin við reglugjörðina, og virðing kennaranna sjálfra (•>í enskum skólum kemur ekki til kasta skólastjórans, nema þegar um eitthvert stórt brot er að gjöra; hann kemur að eins fram sem hinn æðsti dómari, og er ekki stöðugur gæzlumaður hinna ungu manna». Dallas Bache, Report on education in Europe, Philadelphia 1839, 393. bls.). jþessi umsjónarmaður ætti að búa ókeypis í skólan- um, og er þar nóg húsrúm, jafnvel handa manni, sem lieldur hús. J>ótt sameina mætti við störf þessa manns bæði skólareikningahald og eptirritarastarfið, yrði hann þó að fá laun, sem væri frá 400 til 500 rd. og fá konung- lega'veitingu fyrir embætti sínu, eins og skólakennararnir. |>essi hlunnindi munu eigi reynast of mikil, þegar á það er litið; hve inikilvægt þetta starf er, og efduglegir menn eiga að geta fengizt til þess, og að öðrum er ekki gagn. J>að er furða, að slíkt umsjónarmannsembætti hefur enn eigi verið stofnað, þegar þess er gætt, að vel launaðir umsjónaðirmenn eru ekki einungis við hinar eiginlegu uppeldisstofnanir í Danmörku, t. d. Sórey og Herlufsholm, heldur eru og launaðir umsjónarmenn við þá skóla, þar sem ekki er höfð umsjón með siðferði pilta nema í kennslu- tímunum. Siíkur umsjónarmaður yrði stöðuglega að hafa gát á piltum, og segja skólastjóranum iðulegafrá, hvernig til gengi, og ef þar að anki væri duglegur dyravörður, og skólapiltar borðuðu í skólanum sjálfum, þá væri siðferði pilta öldungis óhætt, og foreldrar þeirra hefði þá enga ástæðu til að hvarta yfir því, að þeir vendust á ósiðu. Um þetta yrði að semja reglugjörð (Instrux), er tiltæki ná- kvæmar þær skyldur, sem umsjónarmaðurinn hefði að gegna. 4. Til þess að þeir fjölgi, sem skólann sækja og til þess að skólinn geti orðið sem flestum að gagni, legg jeg það til, að aðrir piltar en þeir, sem eru eiginlegir skóla- piltar (læra latínu og grísku) megi taka þátt í kennslunni í liinum lifandi máluln og öðrum vísindagreinum, er þeir kynnu að vilja læra, en vera lausir við latínu og grísku; og gerir þegar tilskipunin frá 1809 ráð fyrir, að slíkir piltar sæki skóla. Jeg þöri ekkert um það að segja, að hve miklu leyti slíkt leyfi mundi verða notað; að minnsta kosti voru yfir umsjónarmenn skólans á gagnstæðri skoð- un, þegar jeg kom fram með líka uppástungu fyrir sex árum. En mikið er yfir því kvartað, að enginn skóli sje á íslandi, er þeir piltar geti menntast í, sem ekki eiga að læra til embætta. |>að eru ekki svo fáir af hinum efnaðri bændum eða jafnvel prestum, sem nú senda sonu sína til Kaupmannahafnar til þess að láta þá læra þar einhverja iðn eða búnaðarfræði, í stað þess að menn ljetu áður sonu sína fara í skóla, aðrir koma þeim í búð hjá hinum dönsku kaupmönnum, til þess að verða aðstoðar- menn þeirra við verzlunina. Iðnaður eykst að vísu ekki svo mjög í landinu. Tóvinna, sem áður tíðkaðist, ferjafn- vel töluvert minnkandi. Eigi verða menn heldur varir við það, að fleiri innfæddir, en áður, fari sjálfir að verzla, að minnsta kosti svo að vel gangi. Slíkir urigir menn gætu aldrei annað en haft gagn af að taka þátt í slíkri kennslu, þótt hún væri ófuiikomin, einkum þegar þeir í öðrum löndum hitta fjelaga sina, sem þó að minnsta kosti hafa fengið nokkra skólamennntun. Að því er undir búningskunnáttu þessara manna snertir, þá ættu þeir að kunna jafnrnikið og heimtaðeraf piltuin, þegar þeir koma í skóla; rninna sýnist það ekki geta verið. 5. Yið þær 24 ölmusur, sem piftar fengu í Skálbolts- skóla, ætti að bæta þeim 16 ölmusura, sem Hólaskóla

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.