Íslendingur - 25.04.1863, Blaðsíða 5

Íslendingur - 25.04.1863, Blaðsíða 5
189 sagt, að það eptir þeim, eigi að varða hinum ákærðu hegningar, þó sambúð þeirra, þrátt fyrir hann hjeldist á- fram, og ber hin ákærðu þannig að dæma sýkn af þessu atriði málsins, og það þess heldur, setn þau mi, eptir að amtið á ný skarst í málið, hafa slitið samvist sinni. Hvað þar á móti snerlir hórdómsbrot hins ákærða, ber hann samkv. tilsk. 24. janúar 1838 g 11 að dæma í sekt til hins íslenzka sakamálasjóðs, sem eptir málavöxt- um hæftlega virðist metin til 28 rd. Eptir þessum úrslitum málsins á helmingur máls- kostnaðarins að greiðastaf hinum ákærða Guðmundi Jóns- syni, en hinn helmingurinn úr opinberum sjóði, og á sama hátt greiðist laun til sóknara og svaramanns hjer við rjettinn 6 rd. hvorum fyrir sig. Meðferð og rekstur málsins í hjeraði hefur verið vítalaus, og sókn og vörn þess hjer við rjettinn lögmæt. því dæmist rjett að vera: Hin áhœrða Ingveldur Jónsdóttir á í þessu máli sýlcn að vera. Hinn ákœrði Guðmundur Jónsson á að greiða í sekt til sakamálasjóðsins á íslandi 28 rd. r. m. Svo greiði hann og helming málskostnaðar, en hinn helmingurinn greiðist úr opinberum sjóði. Laun til sóknara og svaramanns hjer við rjettinn, mátsfarslumannanna P. Melsteðs og J. Guðmunds- sonar, 6 rd. til hvors um sig, lúkist á sarna hátt. Dœmda sekt að greiða innan 8 vijcna frá lög- birtingu dóms þessa, og lionum að fullnœgja undir aðför að lögum. i - Utlendar frjettir. Grikkland. Stjórnarbiltingin á Grikklandi, sem varð í haust erleið 20. oktober, er einhver meinlausasta og frið- samlegasta stjórnarbilting sem orðið hefur. Hugir manna á Grikklandi voru ekki tvískiptir, heldur voru allir sam- dóma um það, að .stjórn Otto konungs væri óhafandi sökum þess, að hann vær.1 afskiptalaus og ónýtur konungur, og drottning hans, Amalia frá Oldenborg, væri ramþjóð- versk í hug og hjarta, en fráhverf grísku þjóðerni, og gengi því allt verr en vera skyldi. j>að er haft fyrir satt, að einungis einn maður hafl meiðst eða misst lífið í bilt- ingu þessari. j>á hefurstundum betur blættá Frakklandi, þegar konungar þar hafa stevpzt úr völdum I Engar þjóðir í Norðurálfunni hafa mælt móti þessari grísku stjórn- arbiltingu; sendiherrar armara ríkja voru kyrrir á Grikk- iandi eptir sem áður, og allt gekk eins og verið hafði. Grikkir settu þegar stjórn hjá sjer til að stýra ríkinu, og heitir sá Búlgaris sem er stjórnarforseti. En nú vildu Grikkir heldur taka konung yfir sig, en stofna þjóðveldi, og vildu flestir þeirra kjósa Alfreð, son Viktoriu Engla- drottningar til konungs, en hann hefur ekki viljað verða við bæn þeirra. J>ví næst voru ýmsir höfðingjar í kjöri, t. a. m. hertoginn af Leuchtenberg, dótturson Nikulásar Rússakeisara og náfrændi Napoleons Frakkakeisara, en einnig það fórst fyrir; kornið hefur einnig til umtals, að fá konungsefni frá Portugal, Bayern, eða Ítalíu, en allt var það óráðið þegar seinast frjettist. það er sagt, að Eng- land sje til með að sleppa öllum yfirráðum yfir lóna-eyjum og leggja þær til Grikklands, ef Grikkir fái þann til koa- ungs, sem Englendingum geðjist að. íóna-eyar eru eins Og menn vita, skamt vesturfrá Grikklandi, hálendar nokk- uð en hafa góða landkosti, og íbúar eru þar hjerum 240 þúsundir manna. j>ar er töluð hartnær sama tunga sem á Grikklandi. j>að er sagt að Grikkir vilji hafa Tyrkjan burt úr Norðurálfu, en ná í lönd hans, og gjöra Iíonstantí- nopelað höfuðborg, en hinsvegar vita menn, að Englend- ingar vilja ekki að hreift sje við Tyrkjuin. j>að er vist að hinar stórþjóðirnar, Russland, Austurríki og Frakkland, sem allar þykjast hafa einskonar yfirráð yfir Grikklandi, vilja hver fyrir sig ráða þar mestu, en nú sem stendur munu þó Englendingar vera þar þeir sem mestu ráða. Grikkland er framundir það eins stórt eins og Danmörk og hefur eitthvað um 1 million og 50 þúsundir manna. Konungur sat 27 vetur að ríkjum; honum hefur ekki orðið barna auðið; hann er kominn til Múnchen, þaðan sem hann var. Norðurameríka. Ofriðurinn í bandafylkjum Norður- ameríku er svo stórkostlegur og efnisríkur, að nógur er til frásagnar í stóra bók. Allt er hrikalegt og mikið í bandafylkjunum; þau eru eins og menn vita um 140,000 ferh. milur á stærð með 25 milíónum manna, skiptast í 33 fylki (eða reyndar 38) og sum af þessum fylkjum eru um 4000 ferh. mílurástærð, og þessvegna meir en helm- ingi stærri en allt Island. Víðáttan er því eins og menn sjá afarmikil. Nú eru þar fjöll og fyrnindi, merkur stórar og ákaflega rnikil vatnsföll. þjóðin er komin mjög langt áleiðis í hverskonar menntun og íþróttum; auðurinn mik- ill, hugurinn og harðneskjan að því skapi; svo að þegar allt þetta er til samans tekið, þá ræður að líkindum, að margt beri þar nú til sögulegt, getur því frásögn vor í blaði þessu ekki orðið nema eins og einn dropi vatns hjá stóru stöðuvatni, eða eins og svipur hjá sjón. Menn vita að þjóðin sem býr í bandafylkjunum er mjög ólík suður og norður, og veldur því bæði ætterni og uppruni, landslag og loptslag og atvinna o. s. frv. Suðurfylkin brutust úr sambandinu, slitu fjelagsskapinn og tóku ríkis- stjóra (Præsident) yfir sig 1861. Hann heitir Jefferson Davís, hann hefur aðsetur í borg þeirri er Richmond heit- ir við Jamesfljót í Virginíu og hefur undir sjer 11 fylki, að því er vjer vitum. Hinumstýrir Abraham Lincoln enn þá, og situr í Washingtonsborg við Potomakfljót litlu norð- ar. I sumar sem leið var Mac Clellan aðalforingi fyrir Norðanmönnum (== Lincolnsmönnum), en Scott hjet sá, sem stýrði Sunnanmönnum, þangað til hann varð sár, og þá tók sá rnaður yfirstjórn hersins í hans stað, er Lee heitir; hann er sagður ágætur foringi. Annar af foringj- um Sunnanmanna heitir Jackson; fer mikið orð af hon- um, og höl'um vjer áður getið hans að nokkru. Svo lít- ur út, þó sagnir sjeu en nokkuð óljósar, og óvíst hverju trúa má, sern Sunnanmenn hafi engu síður foringja en hinir, og sjeu öllu fremur sammála og eindregnir í fram- kvæmdum sínurn en Norðanmenn, og flestir sj?á því, að svo muni fara, að bandafylkin slitni í sundur og verði tvö ríki. Norðurálfumenn, einkum Frakkakeisari, hefur gjört tilraun lil að koma sáttum á, en bæði er, að ekki hefur verið nærri því komandi við Norðanmenn, þar sem hatrið er svo mikið, enda hafa þeir ógrynni liðs, framundir800 þús. manna, og svo þykir Englandi ekki enn þá tími til að gefa sig frarn í málið að svo komnu, og hefur þvítilboð Frakka miuni þýðingu haft en ella mundi, ef hvorirtveggja, Frakkar og Englar, hefðu lagzt á eitt í því rnáli og leytað um sættir. Sumarið sem leið (1862) gekk Norðanmönnum heldur ógreitt, þeir misstu fjölda manns i orustum, er háðar voru í júní og ágúst mánuði í Virginíu fylki. Mac Clellan hafði ætlað að ná Ilichmondsborg, en varð frá að hverfa, og hopa norður úr Virginíu, því að við sjálft lú að Jackson tæki höfuðborgina Washington; en því afstýrði Mac Clellan og dugði þá vel. Dróg hann þá lið að sjer norðan úr landi, snjerist djarflega við Sunnanmönnum og hrakti þá undan sjer suður úr Marylands fylki suður undir Pótómak-fljót; urðu þá margar orustur um þær mundir og ein hin mesta bjá Sarpsborg 17. sept. Eu suður yfir Pótómak-fljót komst Mac Clellan ekki, því Jack-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.