Íslendingur - 25.04.1863, Blaðsíða 4

Íslendingur - 25.04.1863, Blaðsíða 4
188 J> v í dæmist rjelt að vera: i)Jáhpartarnir eiga að vera sýknir hver af annars ákœrum í máli pessu. Málshostnaður fyrir báðum rjettum falli niður. Mánud. 30. marz 1863. II. í sökinni: rjettvísin gegn Gesti Jónssyni úr Árnessýslu. f>að má álítazt nægilega sannað í máli þessu, að liinn ákærði Gestur Jónsson á Syðri-Svrlæk hafi riðið aðfara- nóttina sunnudagsins 6. júlí í sumar er leið um lægst að tjaldi Sigurðar bónda íngimundssonar frá f>ykkvabæ, er stóð á f>jórsárbökkum og kippti upp á hest sinn úr fansi Sigurðar við tjald hans, er hann og samferðamenn hans sváfu í, vöruklifi, er virt hefur verið á 11 rd. 33 skildinga; farið síðan frá tjaldinu með klif þetta spölkorn og lagt það þar sjálfkrafa af sjer í lág nokkra, en lítið leyti bar þó á milli, og sókti eigandi klifsins það þangað rjett á eptir hina söinu nótt um sólarupprás eptir tilvísun tveggja manna, er sáti hvað fram hafði farið, og var ekki hagg- að um neitt á vörupoka þessum. Fyrir þetta var nefnd- ur Gestur ákærður, mál höfðað gegn honum fvrir þjófn- að, eður í hið minnsta þjófnaðar tilraun, og 23. desemb. í vetur dæmdur af aukarjetti Árnessýslu til að hýðast 15 vandarhöggnm og greiða allan af málinu löglega leiðandi kostnað, en dómi þessum hefur hann skotið til yfirdómsins. Að vísu hefur nú ákærði borið, að hann ekki gjörla muni, hvort hann hafi tekið hið umrædda klif, eða haft hönd á því, með því að hann og hafi verið drukkinn, en þar á móti hefur hann stöðugt þverneitað því, að hann hafi ætlað sjer að stela þvi, og hafi hann því, svo fram- lega sem hann hafi tekið klifið, hlotið að hafa gjört það af glettum einuin og keskni, er sjer sje töm þegar hann sje ölvaður. þessum framburði ákærða finnur rjetturinn ekki næga ástæðu til að hnekkja, þar eð ýms atriði í málinu virðast að styrkja hann. í þessu tilliti athugast einkum, að þessa sömu nótt var verið að ferja lestamenn yfir þjórsá á mjög aðsóktum ferjustað, eins og alkunnugt er, þar sem ákærði vestanmegin árinnar rjelt á bakkan- um tók kliíið; og með því nú nóttin hjer á landi um þann tíma, er þetta skeði, má heita björt sem dagur, hlaut ákærði, ef hann annars var með öllu viti, að sjá það í liendi sjer, að þeir er að flutningum voru, hlutu eins og raun varð á, að sjá allar tiltektir hans á árbakkanum, og » eins og það þannig ekki ræður að líkindum að ákærði liafi tekið pokann í þjófshuga undir þessum kringumsta;ð- um, og svo enginn vissi, eins er það líka næstum ósenni- legt að hann, ef hann hcfði ætlað sjer, að Ijenýta sjer pokann, skyldi leggja hann niður og alveg yfirgefa hann (því hann vitjaði lians eigi framar), eptir að hann var kom- inn þangað, er leyti bar á milli hans og tjaldsins, án þess þó að það sje upplýst, að nokkuð það nýtt hafi hon- um að höndum borið, er gat knúð hann til að breyta ásetningi sínum og láta pokann lausan. Á móti þessu virðist það eigi geta komið til greina, sem undirdómar- inn þó hefur tekið fram hinum ákærða til áfellis, að liann bað hlutaðeiganda eptir á gott fyrir sig út af pokatökunni, því það vita allir, að það er álitið mjög Ijótt og ós'æmi- legt að hrekkja langferðamenn, og er það þannig mjög skiljanlegt, að ákærði vildi hafa þetta ofgjört, einkum þar hlutaðeigandi var saklaus, án þess að í þessu liggi, eða þurfi að liggja, nokkur játning ákærða um stuld á pok- anum. Af þessum ástæðum ber að dærna ákærða sýknan fyrir sóknarans ákærum í þessu máli, að öðru leyti ber undirrjettarins dóm að staðfesta. Til 6Óknara og svara- manns við yfirdóminn ber ákærða að greiðu 6 rd. livor- um fvrir sig. Rekstur og meðferð málsins í hjeraði hefur verið vítalaus, og flutningur þcss hjer við rjettinn lögmætur. því dæmist rjett að vera: Ilinn ákcerði Geslur Jónsson á sýkn að vera af á- kœrum sóknarans í máli pessu. Að öðru leyti á undirrjettarins dómur óraskaður að standa. Sókn- ara og svaramanni hjer við rjettinn, mátaflutnings- mönnum Jóni Guðmundssyni og Páli Melsteð borgi hinn ákœrði 6 rd. hvorum fyrir sig, fyrir flutning peirra á mátinu. Dóminum ber að fullnœgja undir aðför að lögurn. Mánud. 30. marz 1863. III. I sökinni: Rjettvisin gegn Guðmundi Jónssyni og Ingveldi Jónsdóttur úr Árnessýslu. Með aukarjettardómi Árnessýslu, upp kveðnum 24. des. f. á., eru hin ákærðu, giptur maður, Guðmundur Jónsson og ógipt stúlka Ingveldur Jónsdóttir, sem bæði eru komin yfir sakamanna lögaldur, hvort um sig dæmt til 15 vandarhagga refsingar og til að lúka allan af máli þessu löglega leiðandi kostnað fyrir þá sök, að þau bæði hafi óhlýðnast úrskurði stiptamtsins dags. 7. febr. 1854, eí var þeim löglega birtur, og lagði svo fyrir, að hin á- kærðu, eptir að ákærði Guðmundur Jónsson var orðinn hórsekur með hinni ákærðu Ingveldi Jónsdóttur, skyldu slíta samvistum þannig, að hún taki sjer aðsetur í annari sókn en hinn hórseki, í fjarlægð eigi minna en 2 mílur vegar. Fórst það fyrir, að þau hlýðnuðust þessum úr- skurði að fullu, og vnrð svo hinn ákærði hórsekur með hinni ákærðu, er þrátt fyrir tjeðan úrskui'ð dvaldi á heimili hans, í hverju tilefni og ákærða enn fremur er gefið að sök þetla annað hórdómsbrot hans. Hvað nú fyrst það atriði málsins snertir, hvort hin ákærðu hafi gjört sig sek í slíkri óhlýðni gegn yfirvalds- skipun, er varði við lög, þá ber þess að gæta, að DL. 6—13—3 og tilsk. 21. des. 1831, V. skipa svo fyrir með berum orðurn, að þegar persónur lifa saman í hneyxlan- legri sambúð, skuli þeim skipað að fjarlægjast hvort öðru, svo að skilnaðarskyldan þannig samkvæmt lögunum og hlutarins eðli á að ná jafnt og á sama hátt til beggja þeirra, svo að þau bæði fái jafna hvöt til að fjarlægjast hvort öðru, og jafna ábyrgð af því, ef þessu boði laganna er eigi fullnusta gjörð. þessu lögmáli er yfirvaldinu ekki heimilt að víkja við þannig, að það leggi skilnaðarskyld- una einungis á annað þeirra, erskilja eiga, og láti þannig lenda á því einu afleiðinguna af hinni lögbönnuðu sam- sambúð, því auk þess sem þetta brýtur niður rjettlætis- hlutfall laganna, svo að það jnfnvel gjörir skylduna fyrir þá persónuna, sein hún einungis er lögð á örðugri, en ef hún, eins og lögin ætlast til, lægi á báðum jafnt, þar sem hin persónan, sem skyldan eigi hefur verið lögð á, ekki er knúð til að stuðla til þess, að skilnaðurinn kom- ist á, með því að hún ekki brýtur skipunina — þá er það auðsætt, að síík skipun er hjer ræðir um, er í sjálfu sjer þýðingarlaus — þar eð hin samseka persóna hefur jafnan i hendi sjer að ósekju, að gjöra skilnaðarviðleitni hinnar ónýta og árangurslausa með því einnig að breyta bústað eptir því sem hin flytur. Með því nú úrskuröur amtsins 7. febr. 1854, sem hin ákærðu í þessu máli eru lögsótt fvrir að hafa brotið á móti, kemst svo að orði: »að ákærðu skuli fjarlægjast hvort öðru þannig, að Ingveldur Jónsdóttir innan 15 rna* næstkomandi taki sjer aðsetur i annari sókn, að rninnsút kosti í tveggja mílna fjarlægð frá heimili Guðmundar Jóus- sonar«, fær rjetturinn eigi betur sjeð, en að úrskurður þessi sje eigi svo lögunum samkvæmur, eins og nu var

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.