Íslendingur - 29.10.1864, Qupperneq 1

Íslendingur - 29.10.1864, Qupperneq 1
FJÓRÐA ÁR. 1864 29. oktober. Alþingi. f>ví neitar víst enginn, að alþingi er enn í mörgu ábótavant; en á þessa galla alþingis hafa sumir því verr einblýnt, og þess vegna haft horn í síðu þess; hafa og nokkrir — þó tala þeirra því betur æ fari meir og meir minnkandi —jafnvel óskað, einkum sökum kostnaðar þess er af alþingi rís, að það með öllu mætti leggjast niður, því þeir hafa þótzt eigi sjá neitt gott leiða af því held- ur að eins kostnað einn. Vér álítum nú með öllu óþarfa að hrinda þessari skoð- un, eður fara að færa rök fyrir því, hve skökk hún sé, því það er víst meginþorri manna nú hér á landi, sem álítur og viðurkennir, að alþingið sé hin dýrmætasta gjöf, sem nokkur konungur hefir gefið landinu, og að það sé sannur gimsteinn landsins, og sú stofnunin, er eigi að leiða þjóð vora áfram til frelsis, menntunar og velmegunar, og þó alþingi hafi sem stendur talsverða galla, þá mega menn vona, að þetta með tímanum mik- ið geti lagazt, og það er líka hægt að sýna og sanna, að af alþinginu hefir landinu þegar staðið mikið gott; þannig hafa mörg lagafrumvörp, sem því hafa verið send frá stjórninni, tekið verulegum bata við ráðleggingar þess, nokkur óþjóðleg lagafrumvörp verið tekin aptur, sem ella komið útsem lög, og loksins hafa og ýms nytsöm lögog hefði ráðstafanir komið út fyrirlandið, sem haft hafa rót sína í uppástungum þingsins. Auk þessa — og í það er eigi minnst varið — hefir alþingi vakið svo áhuga manna á almennum málefnum og ást á landinu, að þar sem em- bættismennirnir áður álitu og allur almenningur með þeim, að það væri að eins þeir og menn suður í Dan- mörku, er væri færir og bærir um, að ráðslaga um gagn og nauðsynjar lands vors, og sjá, hvað því hagaði og væri fyrir beztu, er það nú orðið víða títt í sveitum, að embættismenn kveðja bændur til fundar við sig, til að ráðslaga um ýms vandamál eður nytsamleg fyrirtæki, og til að bindast í þvi skyni í fjelög, og stundum gang- ast fvrir þessu beztu rnennirnir i sveitunum, án þess uppástungur komi um það frá embættismönnunum. Að láta segja um sig, að maðursje »föðurlandsvinur», þykir nú eigi heldur lengur nein hniðrun, heldur þvertámóti Nr. 5. fella menn nú rýrð og vanvirðu á þá, er enn leyfa sjer að láta á einn eður annan hátt í Ijósi, að þeir lítils- virði það, að menn unni ættjörðu sinni. Ilvað kostnað þann snertir, er rís af alþingi, þá er það ekki tiltökumál, þó hann sje nokkur; svo er um allar almennar stofnanir, að þær ekki gjöra sig af engu; en því auðugra sem hvert land er af almennum nytsömum stofnunum, því betur er því farið; samt er það bæði sanngjarnt og rjettvíst, og gjaldendur hafa fulla heimt- ingu á því, að til alþingis gangi eigi meiri kostnaður, en nauðsyn og sómi þingsins krefur, en vjer ætlum, að í sumum greinum mætti við hafa nokkuð meiri sparnað en nú er gjört, eður í hið minnsta koma raeiri festu á útgjöldin í þessum greinum, og skulum vér, sem dæmi upp á þetta, tiltaka tvennt: 1. Er kostnaður sá, er nú gengur til ferðalaga al- þingismanna bæði til þingsins og eins frá því, óviss, og líka virðist oss, sem hann mætti geta orðið nokkuð minni. þannig er nú a, ekkert fast ákveðið um það, hversu marga hesta hver alþingismaður þurfi að hafa og heimta borgun fyrir, b, ekkert ákveðið um það, hve marga daga hver al- þingismaður skuli vera á leiðinni til þingsins og frá því, og c, ekkert um það, hve há hestaleigan skuli vera eður fylgdarmannskaupið. þetta allt ímyndum vjer oss betra og meir að skapi manna, að væri fast ákveðið, eins og líka var í fyrndinni. það er eðlilegt, að sá, sem á mjög langt á þing, verði að hafa fleiri hesta en sá, sem er skammt frá þingstaðnum; eins verður hann og að vera fteiri daga á leiðinni fram og til baka. Dagleiðirnar ætti að miða lijer um bil frá miðjum kjördæmunum, og það þá að vera skaði eða ábati þíngmanna, hvort þeir yrði fleiri eður færri daga á leiðinni, en til væri tekið. f>að virð- ist og, að eigi þyrfti að borga fylgdarkaup eður hesta- leigu, nema fyrir þá dagana, sem alþingismönnunum væri ætlaðir til ferðarinnar, en eigi meðan þeir væru hjer kyrrir í Reykjavík, þar fylgdarmennirnir, ef þeir væri duglegir, gætufengið hjer næga vinnu, meðan þeirdveldj hjer. það væri án efa enn fremur bezt í rauninni, að 33

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.